Sérfræðingar hafa helst áhyggjur af súrnun sjávar Heimir Már Pétursson skrifar 3. júní 2021 13:28 Sérfræðingur hjá Hafró segir súrnun sjávar gerast hratt og vera áhyggjuefni. Vísir/Vilhelm Horfur á ástandi sjávar í kringum Ísland eru almennt góðar næstu áratugina samkvæmt nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Súrnun sjávar er þó áhyggjuefni sem sérfræðingar segja að auka þurfi þekkinguna á. Í morgun kynnti Hafrannsóknastofnun viðamikla skýrslu um stöðu umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland sem unnin var að beiðni Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir mikilvægt að þekkingu rúmlega þrjátíu sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar hafi verið safnað saman til að hægt sé að meta stöðuna betur.Vísir/Vilhelm Markmið með skýrslunni er að gera grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á umhverfi og lífríki hafsins undanfarin ár og orsakasamhengi þeirra. Einnig að leggja mat á áhrif umhverfis- og loftslagsbreytinga framtíðarinnar á vistkerfi sjávar. Kristján Þór segir að samkvæmt skýrslunni megi búast við svipuðum náttúrulegum sveiflum í hafinu á næstu áratugum og verið hafi undanfarna áratugi. „En það sem þessi skýrsla gefur okkur er uppsöfnun þar sem dregnar hafa verið saman allar þær bestu upplýsingar sem okkar færasta fólk á þessu sviði býr yfir. Þannig að hún er mjög góður grunnur að allri umræðu um það sem er að gerast í hafinu í kringum okkur,“ segir Kristján Þór. Guðmundur J. Óskarsson ritstjóri skýrslunnar segir ástæðu til að hafa áhyggjur af súrnun sjávar en hana þurfi að rannsaka mun betur því lítið sé vitað um hana.Stöð 2/Sigurjón Guðmundur J. Óskarsson sviðsstjóri á uppsjávarsviði var ritstjóri fimm manna ritnefndar með skýrslunni sem samin var af þrjátíu og þremur sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar. Í kynningu rakti hann helstu breytingar í hafinu í kringum landið og þær breytingar sem orðið hefðu um og upp úr aldamótum á hitastigi sjávar. Þar hefðu náttúrulegar sveiflur kannski meira að segja en breytingar á loftslagi af mannvöldum sem þó hefðu einnig sitt að segja. Þetta hefði meðal annars breytt hrygningarsvæðum loðnu og göngu hennar norðan við landið. Guðmundur segir að búast megi við svipuðu hitastigi og umhverfisaðstæðum á næstu árum og nú. „En viðvörunarbjöllurnar eru kannski að það er möguleiki á að það verði veruleg kólnun norðanlands sérstaklega. Vegna ferskvatns í Norðuríshafinu sem hefur verið að safnast þar upp. Það er ein sviðsmynd sem við drögum upp. Súrnun sjávar er alvarlegur hlutur. Það er hlutur sem við þekkjum ekki nógu vel en er vissulega að gerast og gerist hratt,“ segir Guðmundur J. Óskarsson. Efnahagsmál Sjávarútvegur Umhverfismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Í morgun kynnti Hafrannsóknastofnun viðamikla skýrslu um stöðu umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland sem unnin var að beiðni Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir mikilvægt að þekkingu rúmlega þrjátíu sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar hafi verið safnað saman til að hægt sé að meta stöðuna betur.Vísir/Vilhelm Markmið með skýrslunni er að gera grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á umhverfi og lífríki hafsins undanfarin ár og orsakasamhengi þeirra. Einnig að leggja mat á áhrif umhverfis- og loftslagsbreytinga framtíðarinnar á vistkerfi sjávar. Kristján Þór segir að samkvæmt skýrslunni megi búast við svipuðum náttúrulegum sveiflum í hafinu á næstu áratugum og verið hafi undanfarna áratugi. „En það sem þessi skýrsla gefur okkur er uppsöfnun þar sem dregnar hafa verið saman allar þær bestu upplýsingar sem okkar færasta fólk á þessu sviði býr yfir. Þannig að hún er mjög góður grunnur að allri umræðu um það sem er að gerast í hafinu í kringum okkur,“ segir Kristján Þór. Guðmundur J. Óskarsson ritstjóri skýrslunnar segir ástæðu til að hafa áhyggjur af súrnun sjávar en hana þurfi að rannsaka mun betur því lítið sé vitað um hana.Stöð 2/Sigurjón Guðmundur J. Óskarsson sviðsstjóri á uppsjávarsviði var ritstjóri fimm manna ritnefndar með skýrslunni sem samin var af þrjátíu og þremur sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar. Í kynningu rakti hann helstu breytingar í hafinu í kringum landið og þær breytingar sem orðið hefðu um og upp úr aldamótum á hitastigi sjávar. Þar hefðu náttúrulegar sveiflur kannski meira að segja en breytingar á loftslagi af mannvöldum sem þó hefðu einnig sitt að segja. Þetta hefði meðal annars breytt hrygningarsvæðum loðnu og göngu hennar norðan við landið. Guðmundur segir að búast megi við svipuðu hitastigi og umhverfisaðstæðum á næstu árum og nú. „En viðvörunarbjöllurnar eru kannski að það er möguleiki á að það verði veruleg kólnun norðanlands sérstaklega. Vegna ferskvatns í Norðuríshafinu sem hefur verið að safnast þar upp. Það er ein sviðsmynd sem við drögum upp. Súrnun sjávar er alvarlegur hlutur. Það er hlutur sem við þekkjum ekki nógu vel en er vissulega að gerast og gerist hratt,“ segir Guðmundur J. Óskarsson.
Efnahagsmál Sjávarútvegur Umhverfismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira