Forysta í verki Jóhannes Stefánsson skrifar 4. júní 2021 07:01 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra fyrir 20 mánuðum síðan. Þegar hún tók við þessu nýja hlutverki var henni ekki spáð góðum árangri, ýmist vegna aldurs, reynslu, bakgrunns eða kyns. Mörgum þótti forysta Sjálfstæðisflokksins tefla á tæpasta vað með því að gefa Áslaugu tækifæri til að sanna sig. Megnið af þeim tíma hefur hún staðið í brúnni í afar erfiðum aðstæðum, miðjum heimsfaraldri, í krefjandi ráðuneyti. Með frammistöðu sinni á kjörtímabilinu hefur Áslaug Arna hins vegar sýnt að henni er fyllilega treystandi fyrir forystuhlutverki. Hrakspár um getuleysi hennar vegna reynsluleysis reyndust alfarið rangar. Sem dómsmálaráðherra hefur hún bæði verið afar afkastamikil en ekki síður komið góðum og mikilvægum málum í höfn. Áslaug Arna hefur á stuttum tíma leitt fjölda góðra breytinga. Sem dæmi má nema aukna rafræna þjónustu (t.a.m. rafræn ökuskírteini), endurskoðun á úreltum lögum um mannanöfn, löggjöf um skipta búsetu barns og refsingar við dreifingu nektarmynda án leyfis. Sömuleiðis hefur hún sýnt vilja í verki til að stíga skref í frjálsræðisátt í viðskiptum með áfengi. Opnun nýlegrar franskrar vefverslunar, sem er með lager hér á landi, sýnir svart á hvítu um hve augljóst mál er þar að ræða. Að sjálfsögðu eiga innlend fyrirtæki ekki að búa við lakara viðskiptafrelsi en erlend, eins og Áslaug hefur bent á. Á kjörtímabilinu hefur Áslaug Arna mætt mótlæti og erfiðleikum af miklu æðruleysi og yfirvegun. Það er eiginleiki sem er leiðtogum gríðarlega mikilvægur. Henni tókst til að mynda að sætta áralangar deilur innan lögreglunnar, sem höfðu verið háðar fyrir opnum tjöldum. Það gerði hún með farsælum hætti og er eitthvað sem forverum hennar tókst ekki að gera. Þá hefur Áslaug sýnt að hún er fær um að standa og falla með eigin ákvörðunum – sem hún tekur eftir eigin sannfæringu, ólíkt því sem spáð hafði verið í upphafi kjörtímabils. Þetta sást vel á því hvernig Áslaug gætti að mannréttindum, lögum og reglum á meðan aðrir stjórnmálamenn fuku eins og lauf í vindi yfir múgsefjun og hræðslu í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Meðal ungra frambjóðenda stendur Áslaug Arna fremst meðal jafningja. Heilt yfir er hún einn af okkar bestu stjórnmálaleiðtogum, en hún er náttúrulegur leiðtogi. Auk þess er hún sterk fyrirmynd margra ungra kvenna. Ég vona að Sjálfstæðismönnum beri gæfa til þess að veita Áslaugu Örnu brautargengi í prófkjöri flokksins núna um helgina með því að kjósa hana í fyrsta sætið í Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Jóhannes Stefánsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra fyrir 20 mánuðum síðan. Þegar hún tók við þessu nýja hlutverki var henni ekki spáð góðum árangri, ýmist vegna aldurs, reynslu, bakgrunns eða kyns. Mörgum þótti forysta Sjálfstæðisflokksins tefla á tæpasta vað með því að gefa Áslaugu tækifæri til að sanna sig. Megnið af þeim tíma hefur hún staðið í brúnni í afar erfiðum aðstæðum, miðjum heimsfaraldri, í krefjandi ráðuneyti. Með frammistöðu sinni á kjörtímabilinu hefur Áslaug Arna hins vegar sýnt að henni er fyllilega treystandi fyrir forystuhlutverki. Hrakspár um getuleysi hennar vegna reynsluleysis reyndust alfarið rangar. Sem dómsmálaráðherra hefur hún bæði verið afar afkastamikil en ekki síður komið góðum og mikilvægum málum í höfn. Áslaug Arna hefur á stuttum tíma leitt fjölda góðra breytinga. Sem dæmi má nema aukna rafræna þjónustu (t.a.m. rafræn ökuskírteini), endurskoðun á úreltum lögum um mannanöfn, löggjöf um skipta búsetu barns og refsingar við dreifingu nektarmynda án leyfis. Sömuleiðis hefur hún sýnt vilja í verki til að stíga skref í frjálsræðisátt í viðskiptum með áfengi. Opnun nýlegrar franskrar vefverslunar, sem er með lager hér á landi, sýnir svart á hvítu um hve augljóst mál er þar að ræða. Að sjálfsögðu eiga innlend fyrirtæki ekki að búa við lakara viðskiptafrelsi en erlend, eins og Áslaug hefur bent á. Á kjörtímabilinu hefur Áslaug Arna mætt mótlæti og erfiðleikum af miklu æðruleysi og yfirvegun. Það er eiginleiki sem er leiðtogum gríðarlega mikilvægur. Henni tókst til að mynda að sætta áralangar deilur innan lögreglunnar, sem höfðu verið háðar fyrir opnum tjöldum. Það gerði hún með farsælum hætti og er eitthvað sem forverum hennar tókst ekki að gera. Þá hefur Áslaug sýnt að hún er fær um að standa og falla með eigin ákvörðunum – sem hún tekur eftir eigin sannfæringu, ólíkt því sem spáð hafði verið í upphafi kjörtímabils. Þetta sást vel á því hvernig Áslaug gætti að mannréttindum, lögum og reglum á meðan aðrir stjórnmálamenn fuku eins og lauf í vindi yfir múgsefjun og hræðslu í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Meðal ungra frambjóðenda stendur Áslaug Arna fremst meðal jafningja. Heilt yfir er hún einn af okkar bestu stjórnmálaleiðtogum, en hún er náttúrulegur leiðtogi. Auk þess er hún sterk fyrirmynd margra ungra kvenna. Ég vona að Sjálfstæðismönnum beri gæfa til þess að veita Áslaugu Örnu brautargengi í prófkjöri flokksins núna um helgina með því að kjósa hana í fyrsta sætið í Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun