Umdeildur Guðni opnar Norðurá með að setja í vænan hæng Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2021 10:44 Ýmsir veiðimenn eru þeirrar skoðunar að það hefði mátt finna heppilegri mann en Guðna Ágústsson til að opna Norðurá. Ekki eru allir stangveiðimenn jafn ánægðir með að Guðna Ágústssyni fyrrverandi landbúnaðarráðherra hafi hlotnast sá heiður að hefja laxveiðitímabilið. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, gerði sér lítið fyrir, setti í og landaði 14 punda hæng. Þetta mun vera fyrsti laxinn sem Guðni veiðir á flugu. Skessuhorn greindi frá þessu nú fyrir stundu. Það má því segja að laxveiðin fari vel af stað. Norðurá í Borgarfirði var opnuð í morgun. Í hugum margra er það til marks um að laxveiðitímabilið sé formlega hafið. Jafnan ríkir nokkur spenna um hver velst til þess að hefja veiðar en í gegnum tíðina hafa margir þjóðþekktir einstaklingar verið fengnir til þess. Þannig hafa tónlistarmenn verið vinsælir: Helgi Björns og Vilborg Halldórsdóttir völdust til þess síðast, þá hafa óperusöngvararnir Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson opnað ána, sem og Bó. Þá mættu þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson þegar þeir leiddu ríkisstjórn Íslands. Ekki eru allir veiðimenn jafn ánægðir með að Guðna hafi hlotnast þessi heiður. Þannig bendir Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður; landsþekktur veiðimaður og náttúruverndarsinni, á það að Guðni sé einn af höfundum núverandi laga um laxeldi. „Passar einstaklega vel að bjóða honum í opnun Norðurár,“ segir Pálmi háðskur. En sjókvíaeldið er eitur í beinum flestra stangveiðimanna. Erling Ingvason bætir því við að Guðni sé „líka sá sem breytti jarðalögum þann veg að auðmenn gátu farið að safna jörðum, hann er mesti trúður íslenskrar stjórnmálasögu og ég er ekki að grínast...auðvitað á að bjóða honum í veiði, annað væri óeðlilegt.“ Þessar umræður eiga sér stað á Facebookfærslu Gunnars Benders veiðiskríbents og sitt sýnist hverjum um hverjum hefði átt að bjóða. Fyrrverandi formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, Bjarni Júlíusson, vill þó bera blak að Guðna og segir að sér þyki vænt um hann. Guðni sé „skemmtilegur og velviljaður“. Pálmi er ekki tilbúinn til að sleppa Bjarna við svo búið og svarar: „ekki sló hjarta hans fyrir villta lax- og silung stofna meðan hann hélt um stjórntaumana.“ En Bjarni bendir á móti á það að Guðni hafi samt sýnt „stuðning í verki þegar hann aðstoðaði mig við að kaupa upp netin í Hvítá og Ölfusá. Ráðuneytið veitti mér styrk og hann hjálpaði til og gaf góð ráð. Ég kann vel við Guðna!“ Lax Borgarbyggð Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, gerði sér lítið fyrir, setti í og landaði 14 punda hæng. Þetta mun vera fyrsti laxinn sem Guðni veiðir á flugu. Skessuhorn greindi frá þessu nú fyrir stundu. Það má því segja að laxveiðin fari vel af stað. Norðurá í Borgarfirði var opnuð í morgun. Í hugum margra er það til marks um að laxveiðitímabilið sé formlega hafið. Jafnan ríkir nokkur spenna um hver velst til þess að hefja veiðar en í gegnum tíðina hafa margir þjóðþekktir einstaklingar verið fengnir til þess. Þannig hafa tónlistarmenn verið vinsælir: Helgi Björns og Vilborg Halldórsdóttir völdust til þess síðast, þá hafa óperusöngvararnir Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson opnað ána, sem og Bó. Þá mættu þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson þegar þeir leiddu ríkisstjórn Íslands. Ekki eru allir veiðimenn jafn ánægðir með að Guðna hafi hlotnast þessi heiður. Þannig bendir Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður; landsþekktur veiðimaður og náttúruverndarsinni, á það að Guðni sé einn af höfundum núverandi laga um laxeldi. „Passar einstaklega vel að bjóða honum í opnun Norðurár,“ segir Pálmi háðskur. En sjókvíaeldið er eitur í beinum flestra stangveiðimanna. Erling Ingvason bætir því við að Guðni sé „líka sá sem breytti jarðalögum þann veg að auðmenn gátu farið að safna jörðum, hann er mesti trúður íslenskrar stjórnmálasögu og ég er ekki að grínast...auðvitað á að bjóða honum í veiði, annað væri óeðlilegt.“ Þessar umræður eiga sér stað á Facebookfærslu Gunnars Benders veiðiskríbents og sitt sýnist hverjum um hverjum hefði átt að bjóða. Fyrrverandi formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, Bjarni Júlíusson, vill þó bera blak að Guðna og segir að sér þyki vænt um hann. Guðni sé „skemmtilegur og velviljaður“. Pálmi er ekki tilbúinn til að sleppa Bjarna við svo búið og svarar: „ekki sló hjarta hans fyrir villta lax- og silung stofna meðan hann hélt um stjórntaumana.“ En Bjarni bendir á móti á það að Guðni hafi samt sýnt „stuðning í verki þegar hann aðstoðaði mig við að kaupa upp netin í Hvítá og Ölfusá. Ráðuneytið veitti mér styrk og hann hjálpaði til og gaf góð ráð. Ég kann vel við Guðna!“
Lax Borgarbyggð Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira