Yfirvöld í Karnataka-ríki, þar sem Kannada er opinbert tungumál, hyggjast grípa til lagalegra úrræða vegna málsins, þrátt fyrir að niðurstöðurnar hafi verið fjarlægðar.
Talsmenn Google hafa sent frá sér tilkynningu og beðist afsökunar á „misskilningnum“ og fyrir að hafa valdið særindum en málið hefur vakið töluverða reiði.
„Kannada-tungumálið á sér eigin sögu, sem má rekja allt að 2.500 ár aftur í tímann. Það hefur verið stolt Kannadiga þessi árþúsund,“ tísti Aravind Limbavali, ráðherra Karnataka en Kannadigar eru þeir sem tala tungumálið.
Í yfirlýsingu Google sagði meðal annars að niðurstöður leitarvélar fyrirtækisins væru ekki fullkomnar en HD Kumaraswamy, fyrrverandi forsætisráðherra ríkisins, sagði á Twitter að málið snérist ekki bara um Kannada; ekkert tungumál væri slæmt eða ljótt.
Home to the great Vijayanagara Empire, #Kannada language has a rich heritage, a glorious legacy and a unique culture. One of the world’s oldest languages Kannada had great scholars who wrote epics much before Geoffrey Chaucer was born in the 14th century. Apologise @GoogleIndia. pic.twitter.com/Xie927D0mf
— P C Mohan (@PCMohanMP) June 3, 2021