Blue Lagoon Challenge haldið í 25. skipti Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. júní 2021 11:56 Keppendur fara yfir ráslínu í Blue Lagoon Challenge 2019 Bláa lónið Þann 12.júní næstkomandi klukkan16:00 verður blásið í lúðra og stórum hópi hjólreiðafólks hleypt af stað í eitt vinsælasta fjallahjólamót ársins, The Blue Lagoon Challenge en það er nú haldið í 25. sinn. Bláa lónið er aðal styrktaraðili mótsins og býður öll þátttakendum upp á veitingar og í lónið að móti loknu auk þess sem allir verða verðlaunaðir með óvæntum glaðningi. Keppendur hjóla eftir Hvaleyrarvatnsvegi í Blue Lagoon Challenge 2019Kristinn R. Kristinsson „Við erum gríðarlega spennt að fá að ræsa hópinn af stað þar sem ekkert mót var í fyrra sökum covid. Stemmingin er einstök í mótinu og skemmtilegt hversu breiður hópurinn er. Hjólreiðafólk af öllum getustigum tekur þátt, elite keppnishjólreiðafólk, vinnustaðahópar, áhugafólk og allt þar á milli. Svo sameinumst við öll í Bláa lóninu eftir mótið og látum átökin líða úr okkur. Það er áskorun en ekki síður afrek, að ljúka hinni 60 kílómetra leið sem liggur frá Völlunum í Hafnarfirði og að Svartsengi í Grindavík. Markmiðin eru misjöfn hjá keppendum, sumir keppast um fyrsta til þriðja sæti en einnig eru margir að keppa við sjálfan sig, ná að hjóla þetta í fyrsta sinn eða keppa við eigin tíma frá því áður. Við skorum á ykkur öll að koma og vera með, það eru enn til miðar svo nú er bara að skrá sig,“ segir Kolbrún Dröfn, formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur Hjólreiðafólki verður hleypt af stað í hollum en leiðin liggur frá Völlunum í Hafnarfirði um Djúpavatnsleiðina, í gegnum Grindavík og inn að Bláa lóninu. Leiðin er malbikuð að hluta, en einnig fer hún um grófan malarveg og um ljúfa moldarslóða og sand. Heildar hækkun á leiðinni er um 600 metrar og þar munar mest um Ísólfskálabrekkuna. Þegar þangað er komið er um 40 kílómetrum lokið og því farið að síga í hjá all flestum. Keppendur fara yfir ráslínu í Blue Lagoon Challenge 2019Bláa lónið Brautarmet karla er ein klukkustund og 38 mínútur en það er Ingvar Ómarsson Íslandsmeistari í hjólreiðum sem setti það árið 2019 og var meðal hraðinn á honum í brautinni 36,56 km/klst. Brautarmet kvenna er ein klukkustund og 53 mínúta og er það Karen Axelsdóttir sem á það met frá því árið 2019. Meðalhraði Karenar var 31,6 km/klst. Stemming í tjaldinu að móti loknu.Bláa lónið „Brautarmetin hafa fallið ár frá ári en veður og vindar hafa þó töluverð áhrif á tímann. Það er hins vegar hægt að sjá á þessu að hjólreiðafólk á Íslandi hefur bætt sig töluvert á milli ára og búnaðurinn hefur einnig tekið miklum framförum. Gaman verður að sjá hvernig tímarnir verða í ár og hvort brautarmet verið slegið aftur,“ segir Kolbrún. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir frá síðustu keppni. Upphitun fyrir mótiðBláa lónið Hópur frá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur á Djúpavatnsleiðinni. Djúpavatnsleiðin er draumkennd og ægifögurBláa lónið Team Kría frá hjólreiðafélaginu Tind á Djúpavatnsleiðinni.Bláa lónið Brekkan góða í Festarfjallinu.Bláa lónið Dulúð yfir Djúpavatnsleiðinni.Bláa lónið 1.-3.sæti karla í Blue Lagoon Challenge 2019. Frá vinstri Kristinn Jónsson, Ingvar Ómarsson og Hafsteinn Ægir Geirsson.Bláa lónið 1.-3.sæti kvenna í Blue Lagoon Challenge 2019. Frá vinstri Hrefna Sigurbjörg Jóhannasdóttir, Karen Axelsdóttir og Anna Kristín Pétursdóttir.Bláa lónið Hjólreiðar Heilsa Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Bláa lónið er aðal styrktaraðili mótsins og býður öll þátttakendum upp á veitingar og í lónið að móti loknu auk þess sem allir verða verðlaunaðir með óvæntum glaðningi. Keppendur hjóla eftir Hvaleyrarvatnsvegi í Blue Lagoon Challenge 2019Kristinn R. Kristinsson „Við erum gríðarlega spennt að fá að ræsa hópinn af stað þar sem ekkert mót var í fyrra sökum covid. Stemmingin er einstök í mótinu og skemmtilegt hversu breiður hópurinn er. Hjólreiðafólk af öllum getustigum tekur þátt, elite keppnishjólreiðafólk, vinnustaðahópar, áhugafólk og allt þar á milli. Svo sameinumst við öll í Bláa lóninu eftir mótið og látum átökin líða úr okkur. Það er áskorun en ekki síður afrek, að ljúka hinni 60 kílómetra leið sem liggur frá Völlunum í Hafnarfirði og að Svartsengi í Grindavík. Markmiðin eru misjöfn hjá keppendum, sumir keppast um fyrsta til þriðja sæti en einnig eru margir að keppa við sjálfan sig, ná að hjóla þetta í fyrsta sinn eða keppa við eigin tíma frá því áður. Við skorum á ykkur öll að koma og vera með, það eru enn til miðar svo nú er bara að skrá sig,“ segir Kolbrún Dröfn, formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur Hjólreiðafólki verður hleypt af stað í hollum en leiðin liggur frá Völlunum í Hafnarfirði um Djúpavatnsleiðina, í gegnum Grindavík og inn að Bláa lóninu. Leiðin er malbikuð að hluta, en einnig fer hún um grófan malarveg og um ljúfa moldarslóða og sand. Heildar hækkun á leiðinni er um 600 metrar og þar munar mest um Ísólfskálabrekkuna. Þegar þangað er komið er um 40 kílómetrum lokið og því farið að síga í hjá all flestum. Keppendur fara yfir ráslínu í Blue Lagoon Challenge 2019Bláa lónið Brautarmet karla er ein klukkustund og 38 mínútur en það er Ingvar Ómarsson Íslandsmeistari í hjólreiðum sem setti það árið 2019 og var meðal hraðinn á honum í brautinni 36,56 km/klst. Brautarmet kvenna er ein klukkustund og 53 mínúta og er það Karen Axelsdóttir sem á það met frá því árið 2019. Meðalhraði Karenar var 31,6 km/klst. Stemming í tjaldinu að móti loknu.Bláa lónið „Brautarmetin hafa fallið ár frá ári en veður og vindar hafa þó töluverð áhrif á tímann. Það er hins vegar hægt að sjá á þessu að hjólreiðafólk á Íslandi hefur bætt sig töluvert á milli ára og búnaðurinn hefur einnig tekið miklum framförum. Gaman verður að sjá hvernig tímarnir verða í ár og hvort brautarmet verið slegið aftur,“ segir Kolbrún. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir frá síðustu keppni. Upphitun fyrir mótiðBláa lónið Hópur frá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur á Djúpavatnsleiðinni. Djúpavatnsleiðin er draumkennd og ægifögurBláa lónið Team Kría frá hjólreiðafélaginu Tind á Djúpavatnsleiðinni.Bláa lónið Brekkan góða í Festarfjallinu.Bláa lónið Dulúð yfir Djúpavatnsleiðinni.Bláa lónið 1.-3.sæti karla í Blue Lagoon Challenge 2019. Frá vinstri Kristinn Jónsson, Ingvar Ómarsson og Hafsteinn Ægir Geirsson.Bláa lónið 1.-3.sæti kvenna í Blue Lagoon Challenge 2019. Frá vinstri Hrefna Sigurbjörg Jóhannasdóttir, Karen Axelsdóttir og Anna Kristín Pétursdóttir.Bláa lónið
Hjólreiðar Heilsa Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira