Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Eiður Þór Árnason skrifar 4. júní 2021 13:01 Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. Báðir ráðherrarnir gefa kost á sér í fyrsta sæti í prófkjörinu í Reykjavík sem stendur nú sem hæst og lýkur á morgun. Aukinn hiti færðist í kosningabaráttuna í gær þegar framboð Guðlaugs Þórs og Diljár Mistar Einarsdóttur sökuðu bróður dómsmálaráðherra um að hafa nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni. Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gaf út í kjölfarið að ekkert benti til að reglur hafi verið brotnar. Magnús Sigurbjörnsson, bróðir Áslaugar Örnu, hafi ekki nýtt eldri aðgang sinn í prófkjörinu. Hvernig fannst þér niðurstaða yfirkjörstjórnar? „Hún var mjög skýr. Það var ekkert gert af því sem við vorum sökuð um,“ sagði Áslaug Arna að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. > Yfirkjörstjórn staðfest þeirra grun Guðlaugur Þór segir hins vegar að yfirlýsing yfirkjörstjórnar hafi staðfest þann grun framboðanna tveggja að Magnús, sem aðstoðar Áslaugu í prófkjörinu, hafi verið með meiri aðgang en önnur framboð. Í tilkynningu frá yfirkjörstjórninni í gær sagði að Magnús hafi unnið fyrir Sjálfstæðisflokkinn við að tengja saman flokksskrá og nýtt tölvupóstkerfi flokksins. Hann hafði áður unnið hjá flokknum í rúm fjögur ár en aðgangi hans að flokksskrá hafi verið lokað þann 1. júní. „Magnús hefur aldrei haft aðgang að kjörskrá vegna prófkjörsins sem haldið verður 4. og 5. júní næstkomandi,“ segir í tilkynningunni. Nýskráð fólk hafi fengið undarleg símtöl frá framboði Áslaugar „Það var komið athugasemdum á framfæri og yfirkjörstjórn staðfestir að það sem sneri að þessum aðgangi væri rétt,“ sagði Guðlaugur Þór fyrir utan ráðherrabústaðinn í samtali við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur fréttamann. En er það ekki rétt að yfirkjörstjórn gerði ekki athugasemd við aðganginn og telur að framboðið hafi ekki misnotað þessa lista? „Athugasemdin sneri að því að aðgangurinn væri til staðar og það liggur alveg fyrir að svo var, út á það gekk athugasemdin.“ En yfirkjörstjórnin gerði ekki athugasemd við þetta samt sem áður? „Þeir staðfestu að athugasemdin var rétt,“ segir Guðlaugur. Í úrskurði yfirkjörstjórnar sem fréttastofa hefur undir höndum segir að athugasemd framboðanna tveggja snúi að því að bróðir Áslaugar Örnu „hafi haft aðgang að flokksskrá Sjálfstæðisflokksins, þ.e. nákvæmar og stöðugt uppfærðar upplýsingar um flokksmenn, í aðdraganda prófkjörsins og eftir að framboðsfrestur í prófkjörinu rann út.“ Komst yfirkjörstjórnin að þeirri niðurstöðu að sú ásökun ætti ekki við rök að styðjast. Sigurður Helgi Birgisson, umboðsmaður Guðlaugs í prófkjörinu, sagði í samtali við Vísi í gær að honum hafi borist ábendingar um að fólk sem hafi verið nýskráð í flokkinn væri að fá skrýtin símtöl frá framboði Áslaugar. Umræddir aðilar hafi ekki verið á kjörskrá sem frambjóðendur hafi áður fengið afhenta. Ekki vitað af aðganginum Þegar viðbrögð utanríkisráðherra eru borin undir Áslaugu ítrekar hún að niðurstaða yfirkjörstjórnar væri mjög skýr. „Það voru ekki notuð nein gögn úr þessari kjörskrá, ég vissi ekki einu sinni af aðgangi bróður míns.“ Að sögn Áslaugar hefur Magnús verið henni innan handar í kosningabaráttunni og aðstoðað framboðið í tækni- og samfélagsmiðlamálum. Hefur þetta áhrif á samskipti þín og Guðlaugs? „Við erum bara að gefa fólki val og Sjálfstæðisfólk getur kosið í dag og á morgun og valið fólk og ég vona bara að sem flestir geri það,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Lýðræðislegt ferli geti stundum leitt til átaka Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var spurður álits um baráttuna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Við bara spilum eftir leikreglum,“ segir Bjarni. „Það sem ég gleðst yfir er þessi gríðarlega þátttaka sem er í prófkjörum Sjálfstæðisflokknum þessa vikuna.“ Vísar hann til þátttöku í prófkjöri í Suðurkjördæmi og sömuleiðis utankjörfundar í Reykjavík. „Við erum með mjög opið lýðræðislegt ferli sem getur stundum leitt til átaka en við komumst í gegnum það allt saman og uppskerum ofboðslega mikinn ávinning af öllum þessum snertingum við fólk úti í samfélaginu.“ Prófkjörið hófst í morgun klukkan ellefu og er hægt að kjósa á fimm stöðum í höfuðborginni í dag og á morgun. Atkvæðisrétt eiga allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík. Tæplega tvö þúsund manns höfðu kosið utan kjörfundar um kvöldmatarleytið í gær.
Báðir ráðherrarnir gefa kost á sér í fyrsta sæti í prófkjörinu í Reykjavík sem stendur nú sem hæst og lýkur á morgun. Aukinn hiti færðist í kosningabaráttuna í gær þegar framboð Guðlaugs Þórs og Diljár Mistar Einarsdóttur sökuðu bróður dómsmálaráðherra um að hafa nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni. Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gaf út í kjölfarið að ekkert benti til að reglur hafi verið brotnar. Magnús Sigurbjörnsson, bróðir Áslaugar Örnu, hafi ekki nýtt eldri aðgang sinn í prófkjörinu. Hvernig fannst þér niðurstaða yfirkjörstjórnar? „Hún var mjög skýr. Það var ekkert gert af því sem við vorum sökuð um,“ sagði Áslaug Arna að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. > Yfirkjörstjórn staðfest þeirra grun Guðlaugur Þór segir hins vegar að yfirlýsing yfirkjörstjórnar hafi staðfest þann grun framboðanna tveggja að Magnús, sem aðstoðar Áslaugu í prófkjörinu, hafi verið með meiri aðgang en önnur framboð. Í tilkynningu frá yfirkjörstjórninni í gær sagði að Magnús hafi unnið fyrir Sjálfstæðisflokkinn við að tengja saman flokksskrá og nýtt tölvupóstkerfi flokksins. Hann hafði áður unnið hjá flokknum í rúm fjögur ár en aðgangi hans að flokksskrá hafi verið lokað þann 1. júní. „Magnús hefur aldrei haft aðgang að kjörskrá vegna prófkjörsins sem haldið verður 4. og 5. júní næstkomandi,“ segir í tilkynningunni. Nýskráð fólk hafi fengið undarleg símtöl frá framboði Áslaugar „Það var komið athugasemdum á framfæri og yfirkjörstjórn staðfestir að það sem sneri að þessum aðgangi væri rétt,“ sagði Guðlaugur Þór fyrir utan ráðherrabústaðinn í samtali við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur fréttamann. En er það ekki rétt að yfirkjörstjórn gerði ekki athugasemd við aðganginn og telur að framboðið hafi ekki misnotað þessa lista? „Athugasemdin sneri að því að aðgangurinn væri til staðar og það liggur alveg fyrir að svo var, út á það gekk athugasemdin.“ En yfirkjörstjórnin gerði ekki athugasemd við þetta samt sem áður? „Þeir staðfestu að athugasemdin var rétt,“ segir Guðlaugur. Í úrskurði yfirkjörstjórnar sem fréttastofa hefur undir höndum segir að athugasemd framboðanna tveggja snúi að því að bróðir Áslaugar Örnu „hafi haft aðgang að flokksskrá Sjálfstæðisflokksins, þ.e. nákvæmar og stöðugt uppfærðar upplýsingar um flokksmenn, í aðdraganda prófkjörsins og eftir að framboðsfrestur í prófkjörinu rann út.“ Komst yfirkjörstjórnin að þeirri niðurstöðu að sú ásökun ætti ekki við rök að styðjast. Sigurður Helgi Birgisson, umboðsmaður Guðlaugs í prófkjörinu, sagði í samtali við Vísi í gær að honum hafi borist ábendingar um að fólk sem hafi verið nýskráð í flokkinn væri að fá skrýtin símtöl frá framboði Áslaugar. Umræddir aðilar hafi ekki verið á kjörskrá sem frambjóðendur hafi áður fengið afhenta. Ekki vitað af aðganginum Þegar viðbrögð utanríkisráðherra eru borin undir Áslaugu ítrekar hún að niðurstaða yfirkjörstjórnar væri mjög skýr. „Það voru ekki notuð nein gögn úr þessari kjörskrá, ég vissi ekki einu sinni af aðgangi bróður míns.“ Að sögn Áslaugar hefur Magnús verið henni innan handar í kosningabaráttunni og aðstoðað framboðið í tækni- og samfélagsmiðlamálum. Hefur þetta áhrif á samskipti þín og Guðlaugs? „Við erum bara að gefa fólki val og Sjálfstæðisfólk getur kosið í dag og á morgun og valið fólk og ég vona bara að sem flestir geri það,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Lýðræðislegt ferli geti stundum leitt til átaka Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var spurður álits um baráttuna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Við bara spilum eftir leikreglum,“ segir Bjarni. „Það sem ég gleðst yfir er þessi gríðarlega þátttaka sem er í prófkjörum Sjálfstæðisflokknum þessa vikuna.“ Vísar hann til þátttöku í prófkjöri í Suðurkjördæmi og sömuleiðis utankjörfundar í Reykjavík. „Við erum með mjög opið lýðræðislegt ferli sem getur stundum leitt til átaka en við komumst í gegnum það allt saman og uppskerum ofboðslega mikinn ávinning af öllum þessum snertingum við fólk úti í samfélaginu.“ Prófkjörið hófst í morgun klukkan ellefu og er hægt að kjósa á fimm stöðum í höfuðborginni í dag og á morgun. Atkvæðisrétt eiga allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík. Tæplega tvö þúsund manns höfðu kosið utan kjörfundar um kvöldmatarleytið í gær.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Athugasemdirnar hafi átt rétt á sér og verið staðfestar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og frambjóðandi í fyrsta sæti prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að athugasemdir framboðs hans, vegna gruns um að bróðir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem einnig sækist eftir fyrsta sætinu hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni, hafi átt rétt á sér. Enda hafi komið fram í skoðun yfirkjörstjórnar að ekki hafi verið lokað fyrir aðgang Magnúsar fyrr en þriðjudaginn 1. júní. 4. júní 2021 09:52 Segja athugasemdir gegn bróður Áslaugar ekki eiga við rök að styðjast Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins segir Magnús Sigurbjörnsson, bróður Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, ekki hafa nýtt sér aðgang að flokksskrá flokksins fyrir prófkjör sem stendur nú yfir. Reglur hafi ekki verið brotnar. 3. júní 2021 18:35 Kvartað undan bróður Áslaugar til yfirkjörstjórnar Kvartað hefur verið til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins vegna prófkjörs flokksins í Reykjavík vegna gruns um að bróðir dómsmálaráðherra hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni sem nú stendur yfir í Reykjavík. 3. júní 2021 16:45 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Athugasemdirnar hafi átt rétt á sér og verið staðfestar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og frambjóðandi í fyrsta sæti prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að athugasemdir framboðs hans, vegna gruns um að bróðir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem einnig sækist eftir fyrsta sætinu hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni, hafi átt rétt á sér. Enda hafi komið fram í skoðun yfirkjörstjórnar að ekki hafi verið lokað fyrir aðgang Magnúsar fyrr en þriðjudaginn 1. júní. 4. júní 2021 09:52
Segja athugasemdir gegn bróður Áslaugar ekki eiga við rök að styðjast Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins segir Magnús Sigurbjörnsson, bróður Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, ekki hafa nýtt sér aðgang að flokksskrá flokksins fyrir prófkjör sem stendur nú yfir. Reglur hafi ekki verið brotnar. 3. júní 2021 18:35
Kvartað undan bróður Áslaugar til yfirkjörstjórnar Kvartað hefur verið til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins vegna prófkjörs flokksins í Reykjavík vegna gruns um að bróðir dómsmálaráðherra hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni sem nú stendur yfir í Reykjavík. 3. júní 2021 16:45