NBA dagsins: Sagðist hafa fundið fyrir Kobe þegar hann sló gamla liðið hans út Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2021 15:00 Devin Booker fór hamförum í Staples Center í nótt. ap/Ashley Landis Devin Booker skoraði 47 stig þegar Phoenix Suns sló Los Angeles Lakers út úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-113 sigri í sjötta leik liðanna í nótt. Booker var í miklu stuði í 1. leikhluta og skoraði þá 22 af 47 stigum sínum. Hann setti niður átta þriggja stiga skot í aðeins tíu tilraunum og tók auk þess ellefu fráköst í leiknum. Booker fer ekkert leynt með aðdáun sína á Kobe Bryant heitnum og eftir leikinn sagðist hann hafa fundið fyrir honum í Staples Center, gamla heimavellinum hans. „Í sannleika sagt hugsaði ég um Kobe og allar samræður okkar. Um allt sem við gengum í gegnum, úrslitakeppnina og að taka skrefin þangað. Að sjá númerin hans, 8 og 24, upplýst uppi í rjáfri, það var eins og þetta lýsti á mann sjálfan. Ég veit að hann var þarna í kvöld og hann var stoltur af mér,“ sagði Booker. Í einvíginu gegn Lakers var Booker með 29,7 stig, 6,2 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hitti úr 42,9 prósent þriggja stiga skota sinna. Phoenix lenti 2-1 undir í einvíginu en vann svo fjóra leiki í röð og tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar þar sem liðið mætir Denver Nuggets sem sigraði Portland Trail Blazers, 115-126, í nótt. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 sem Phoenix vinnur einvígi í úrslitakeppni. Þá komst liðið í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem það tapaði, 4-2, fyrir Kobe og félögum í Lakers. Chris Paul hafði hægt um sig í stigaskorun í leiknum í nótt en gaf tólf stoðsendingar. Jae Crowder skoraði átján stig og Mikal Bridges og Cameron Johnson sitt hvor tíu stigin. LeBron James skoraði 29 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Lakers. Þetta er í fyrsta sinn sem hann fellur út í 1. umferð úrslitakeppninnar á ferlinum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Lakers og Phoenix og Portland og Denver auk flottustu tilþrifa leikjanna tveggja. Klippa: NBA dagsins 4. júní NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Sjá meira
Booker var í miklu stuði í 1. leikhluta og skoraði þá 22 af 47 stigum sínum. Hann setti niður átta þriggja stiga skot í aðeins tíu tilraunum og tók auk þess ellefu fráköst í leiknum. Booker fer ekkert leynt með aðdáun sína á Kobe Bryant heitnum og eftir leikinn sagðist hann hafa fundið fyrir honum í Staples Center, gamla heimavellinum hans. „Í sannleika sagt hugsaði ég um Kobe og allar samræður okkar. Um allt sem við gengum í gegnum, úrslitakeppnina og að taka skrefin þangað. Að sjá númerin hans, 8 og 24, upplýst uppi í rjáfri, það var eins og þetta lýsti á mann sjálfan. Ég veit að hann var þarna í kvöld og hann var stoltur af mér,“ sagði Booker. Í einvíginu gegn Lakers var Booker með 29,7 stig, 6,2 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hitti úr 42,9 prósent þriggja stiga skota sinna. Phoenix lenti 2-1 undir í einvíginu en vann svo fjóra leiki í röð og tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar þar sem liðið mætir Denver Nuggets sem sigraði Portland Trail Blazers, 115-126, í nótt. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 sem Phoenix vinnur einvígi í úrslitakeppni. Þá komst liðið í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem það tapaði, 4-2, fyrir Kobe og félögum í Lakers. Chris Paul hafði hægt um sig í stigaskorun í leiknum í nótt en gaf tólf stoðsendingar. Jae Crowder skoraði átján stig og Mikal Bridges og Cameron Johnson sitt hvor tíu stigin. LeBron James skoraði 29 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Lakers. Þetta er í fyrsta sinn sem hann fellur út í 1. umferð úrslitakeppninnar á ferlinum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Lakers og Phoenix og Portland og Denver auk flottustu tilþrifa leikjanna tveggja. Klippa: NBA dagsins 4. júní NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Sjá meira