Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KA/Þór 23-25 | KA/Þór Íslandsmeistari í fyrsta sinn Ingvi Þór Sæmundsson og Andri Már Eggertsson skrifa 6. júní 2021 18:40 KA/Þór er Íslandsmeistari kvenna í handbolta. Vísir/Hulda Margrét KA/Þór varð í dag Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Val, 23-25, í Origo-höllinni. Akureyringar unnu einvígið, 2-0. KA/Þór hefur unnið alla þrjá titlana sem þær hafa keppt um í vetur. Þær höfðu áður orðið deildarmeistarar og unnið Meistarakeppnina. Leikurinn var jafn en KA/Þór var alltaf fetinu framar og hélt haus undir lokin. Þótt flestir leikmenn liðsins hafi ekki reynslu af svona stórum leikjum sýndu þeir ótrúlega yfirvegun á ögurstundu. Aldís Ásta Heimisdóttir og Martha Hermannsdóttir skoruðu sex mörk hvor fyrir KA/Þór og Rut Jónsdóttir, besti leikmaður deildarinnar, var með fimm mörk. Matea Lonac varði sautján skot í marki KA/Þórs (44 prósent). Thea Imani Sturludóttir bar af í liði Vals með níu mörk. Auður Ester Gestsdóttir skoraði fimm mörk. Saga Sif Gísladóttir varði fjórtán skot í marki Valskvenna (38 prósent). Leikurinn var afar jafn til að byrja með og liðin skiptust á forystunni. Um miðjan fyrri hálfleik náði KA/Þór undirtökunum. Gestirnir skoruðu þrjú mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir, 7-9. Munurinn varð þó aldrei meiri en tvö mörk í fyrri hálfleik. Og það var einmitt munurinn í hálfleik, 10-12, eftir að Rut skoraði síðasta mark fyrri hálfleik. Í honum nýtti KA/Þór 67 prósent skota sinna en Valur aðeins fjörutíu prósent. KA/Þór komst í fyrsta sinn þremur mörkum yfir, 12-15, þegar Hulda Bryndís Tryggvadóttir skoraði sitt fyrsta mark á 38. mínútu. Hulda Bryndís í baráttunni.Vísir/Hulda Margrét Valur breytti þá um vörn og tók Rut úr umferð. Það hafði ekki tilætluð áhrif og Valskonur fóru fljótlega aftur í 6-0 vörn. Valskonur náðu nokkrum sinnum að minnka muninn í eitt mark en aldrei að jafna. Akureyringar áttu alltaf svar og Aldís Ásta var sérstaklega mikilvæg á lokakaflanum. Valsvörnin réði illa við ítrekaðar árásir hennar og Huldu Bryndísar sem voru ótrúlega drjúgar. Martha kom KA/Þór tveimur mörkum yfir, 21-23, úr víti en Thea svaraði með öðru vítamarki. Í næstu sókn KA/Þórs fór hin kornunga Rakel Sara Elvarsdóttir inn úr hægra horninu, var ísköld og „hausaði“ Sögu Sif. Valur fékk ódýrt víti í kjölfarið en Thea skaut yfir. Hulda Bryndís tapaði svo boltanum og Lovísa Thompson skoraði og minnkaði muninn í eitt mark, 23-24. Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, tók leikhlé þegar sjö sekúndur voru eftir. Að því loknu skoraði Aldís Ásta sitt sjötta mark og gulltryggði Akureyringum fyrsta Íslandsmeistaratitilinn. Akureyringar fylltu Hlíðarenda í dag.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann KA/Þór? Það var ekki mikill munur á liðunum í dag en KA/Þór gerði sína hluti aðeins betur. Eins og í fyrri leiknum á miðvikudaginn var vörnin sterk og Matea varði vel. Þá gekk sóknin betur en hjá Val og skotnýtingin var talsvert betri (63 gegn 53 prósentum). Þá sýndi Akureyringar mikinn andlegan styrk þegar mest var undir eins og svo oft í úrslitakeppninni. Það var hart barist í dag.Vísir/Hulda Margrét Hverjar stóðu upp úr? Rut sýndi enn og aftur að hún er besti leikmaðurinn í deildinni. Hún skoraði fimm mörk úr sex skotum, gaf tvær stoðsendingar og gaf þrjár sendingar sem gáfu víti. Aldís Ásta var frábær í seinni hálfleik og dró þá vagninn fyrir KA/Þór. Eftir frammistöðu sína í vetur hlýtur hún að fá tækifæri í næstu landsleikjum. Reynsluboltinn Martha nýtti vítin sín vel og dró tennurnar úr Valskonum í vörninni. Aldís Ásta var frábær í dag.Vísir/Hulda Margrét Matea varði jafnt og vel allan leikinn og svo er Rakel Sara eitt mesta efni sem hefur komið fram í íslenskum handbolta í langan tíma. Thea var besti leikmaður Vals, var örugg á vítalínunni og átti nokkur þrumuskot utan af velli, og endaði með níu mörk. Saga Sif átti einnig ágætis leik í markinu. Auður byrjaði illa en náði sér svo vel á strik og skoraði alls fimm mörk. Hvað gekk illa? Eins og í fyrri leiknum gekk Valssóknin ekki nógu vel. Útispilurunum gekk illa að finna línuna og ekkert kom út úr vinstra horninu. Miklu munaði um að Lovísa náði sér ekki á strik. Hún er oftar en ekki best í leikjum sem þessum en fann sig ekki í dag og endaði með fjögur mörk í tíu skotum. Hvað gerist næst? Væntanlega heljarinnar partí á Akureyri í kvöld og eitthvað fram eftir vikunni á meðan Valskonur sleikja sárin næstu daga. Það verður gaman á Akureyri í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Lovísa: Ég er uppgefin eftir langt tímabil Lovísa er uppgefin eftir langt tímabilVísir/Hulda Lovísa Thompson leikmaður Vals var svekkt með silfur eftir langt tímabil sem lauk í dag. „Ég er afar svekkt með þessa niðurstöðu. Ég er uppgefin, þetta hefur verið afar langt tímabil en ég get þó ekki verið annað en stolt af Valsliðinu," sagði Lovísa í leikslok. Valur tókst hvorki að finna svör við spilamennsku KA/Þór í deild né úrslitakeppninni. „KA/Þór eru afar skipulagðar í einu og öllu. Þær hafa verið bestar í allan vetur, Rut Jónsdóttir er frábær leikmaður sem ég get hrósað endalaust." „Allt KA/Þór liðið á skilið hrós fyrir þetta tímabil, barátta hefur einkennt liðið og hafa þær unnið vel fyrir Íslandsmeistaratitlinum," sagði Lovísa að lokum. Olís-deild kvenna Valur KA Þór Akureyri
KA/Þór varð í dag Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Val, 23-25, í Origo-höllinni. Akureyringar unnu einvígið, 2-0. KA/Þór hefur unnið alla þrjá titlana sem þær hafa keppt um í vetur. Þær höfðu áður orðið deildarmeistarar og unnið Meistarakeppnina. Leikurinn var jafn en KA/Þór var alltaf fetinu framar og hélt haus undir lokin. Þótt flestir leikmenn liðsins hafi ekki reynslu af svona stórum leikjum sýndu þeir ótrúlega yfirvegun á ögurstundu. Aldís Ásta Heimisdóttir og Martha Hermannsdóttir skoruðu sex mörk hvor fyrir KA/Þór og Rut Jónsdóttir, besti leikmaður deildarinnar, var með fimm mörk. Matea Lonac varði sautján skot í marki KA/Þórs (44 prósent). Thea Imani Sturludóttir bar af í liði Vals með níu mörk. Auður Ester Gestsdóttir skoraði fimm mörk. Saga Sif Gísladóttir varði fjórtán skot í marki Valskvenna (38 prósent). Leikurinn var afar jafn til að byrja með og liðin skiptust á forystunni. Um miðjan fyrri hálfleik náði KA/Þór undirtökunum. Gestirnir skoruðu þrjú mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir, 7-9. Munurinn varð þó aldrei meiri en tvö mörk í fyrri hálfleik. Og það var einmitt munurinn í hálfleik, 10-12, eftir að Rut skoraði síðasta mark fyrri hálfleik. Í honum nýtti KA/Þór 67 prósent skota sinna en Valur aðeins fjörutíu prósent. KA/Þór komst í fyrsta sinn þremur mörkum yfir, 12-15, þegar Hulda Bryndís Tryggvadóttir skoraði sitt fyrsta mark á 38. mínútu. Hulda Bryndís í baráttunni.Vísir/Hulda Margrét Valur breytti þá um vörn og tók Rut úr umferð. Það hafði ekki tilætluð áhrif og Valskonur fóru fljótlega aftur í 6-0 vörn. Valskonur náðu nokkrum sinnum að minnka muninn í eitt mark en aldrei að jafna. Akureyringar áttu alltaf svar og Aldís Ásta var sérstaklega mikilvæg á lokakaflanum. Valsvörnin réði illa við ítrekaðar árásir hennar og Huldu Bryndísar sem voru ótrúlega drjúgar. Martha kom KA/Þór tveimur mörkum yfir, 21-23, úr víti en Thea svaraði með öðru vítamarki. Í næstu sókn KA/Þórs fór hin kornunga Rakel Sara Elvarsdóttir inn úr hægra horninu, var ísköld og „hausaði“ Sögu Sif. Valur fékk ódýrt víti í kjölfarið en Thea skaut yfir. Hulda Bryndís tapaði svo boltanum og Lovísa Thompson skoraði og minnkaði muninn í eitt mark, 23-24. Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, tók leikhlé þegar sjö sekúndur voru eftir. Að því loknu skoraði Aldís Ásta sitt sjötta mark og gulltryggði Akureyringum fyrsta Íslandsmeistaratitilinn. Akureyringar fylltu Hlíðarenda í dag.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann KA/Þór? Það var ekki mikill munur á liðunum í dag en KA/Þór gerði sína hluti aðeins betur. Eins og í fyrri leiknum á miðvikudaginn var vörnin sterk og Matea varði vel. Þá gekk sóknin betur en hjá Val og skotnýtingin var talsvert betri (63 gegn 53 prósentum). Þá sýndi Akureyringar mikinn andlegan styrk þegar mest var undir eins og svo oft í úrslitakeppninni. Það var hart barist í dag.Vísir/Hulda Margrét Hverjar stóðu upp úr? Rut sýndi enn og aftur að hún er besti leikmaðurinn í deildinni. Hún skoraði fimm mörk úr sex skotum, gaf tvær stoðsendingar og gaf þrjár sendingar sem gáfu víti. Aldís Ásta var frábær í seinni hálfleik og dró þá vagninn fyrir KA/Þór. Eftir frammistöðu sína í vetur hlýtur hún að fá tækifæri í næstu landsleikjum. Reynsluboltinn Martha nýtti vítin sín vel og dró tennurnar úr Valskonum í vörninni. Aldís Ásta var frábær í dag.Vísir/Hulda Margrét Matea varði jafnt og vel allan leikinn og svo er Rakel Sara eitt mesta efni sem hefur komið fram í íslenskum handbolta í langan tíma. Thea var besti leikmaður Vals, var örugg á vítalínunni og átti nokkur þrumuskot utan af velli, og endaði með níu mörk. Saga Sif átti einnig ágætis leik í markinu. Auður byrjaði illa en náði sér svo vel á strik og skoraði alls fimm mörk. Hvað gekk illa? Eins og í fyrri leiknum gekk Valssóknin ekki nógu vel. Útispilurunum gekk illa að finna línuna og ekkert kom út úr vinstra horninu. Miklu munaði um að Lovísa náði sér ekki á strik. Hún er oftar en ekki best í leikjum sem þessum en fann sig ekki í dag og endaði með fjögur mörk í tíu skotum. Hvað gerist næst? Væntanlega heljarinnar partí á Akureyri í kvöld og eitthvað fram eftir vikunni á meðan Valskonur sleikja sárin næstu daga. Það verður gaman á Akureyri í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Lovísa: Ég er uppgefin eftir langt tímabil Lovísa er uppgefin eftir langt tímabilVísir/Hulda Lovísa Thompson leikmaður Vals var svekkt með silfur eftir langt tímabil sem lauk í dag. „Ég er afar svekkt með þessa niðurstöðu. Ég er uppgefin, þetta hefur verið afar langt tímabil en ég get þó ekki verið annað en stolt af Valsliðinu," sagði Lovísa í leikslok. Valur tókst hvorki að finna svör við spilamennsku KA/Þór í deild né úrslitakeppninni. „KA/Þór eru afar skipulagðar í einu og öllu. Þær hafa verið bestar í allan vetur, Rut Jónsdóttir er frábær leikmaður sem ég get hrósað endalaust." „Allt KA/Þór liðið á skilið hrós fyrir þetta tímabil, barátta hefur einkennt liðið og hafa þær unnið vel fyrir Íslandsmeistaratitlinum," sagði Lovísa að lokum.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti