Dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislegt áreiti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2021 17:47 Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kynferðislega áreitt konu fyrir utan skemmtistað. Þá er honum jafnframt gert að greiða þolanda 500 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir nauðgun, fyrir að hafa stungið fingrum í leggöng konunnar, en hann var sýknaður af þeirri ákæru. Umrætt atvik átti sér stað í september 2018 fyrir utan skemmtistað. Klukkan var þá að ganga sex um morgun þegar vinkona brotaþola nálgaðist lögreglu, sem var stödd til móts við skemmtistaðinn, og tjáði lögreglu að brotið hafi verið kynferðislega á vinkonu hennar. Brotaþoli nálgaðist lögreglu í framhaldinu og lýsti málavöxtum. Lýsti hún því hvernig maðurinn hafi þreifað inn undir pils og nærbuxur hennar og einnig stungið fingri inn í leggöng hennar. Hann hafi verið að reyna við hana og reyna að fá hana með sér heim um nóttina. Þegar umrætt atvik átti sér stað hafi brotaþoli verið að tala við aðra konu, fyrir utan skemmtistaðinn, þegar maðurinn hafi farið að áreita sig. Vegna blygðunar hafi hún reynt að leyna því sem maðurinn var að gera og reynt að koma honum frá sér með því að gefa honum olnbogaskot og klípa en hann hafi haldið áfram. Fram kemur í dómnum að konan hafi verið í miklu uppnámi og grátandi þegar hún lýsti atvikum fyrir lögreglu. Maðurinn játaði í skýrslutöku hjá lögreglu, sem fór fram seinna sama dag, að hafa strokið kynfæri konunnar, utan og innan klæða, fyrir framan skemmtistaðinn. Hann hafi hins vegar ekki áttað sig á því að konan vildi það ekki. Hann hafi hins vegar tekið eftir því að eftir að konan sem þau voru að tala við fór hafi brotaþoli verið vandræðaleg og að hann hafi séð að henni leið vandræðalega. Málið var upphaflega tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness og samkvæmt þeim dómi var framburður bæði brotaþola og ákærða talinn trúverðugur. Hins vegar var svo talið að ekki væri hægt að sanna að maðurinn hafi stungið fingri í leggöng konunnar og var hann því sýknaður af þeim ákæruliði. Þegar kom að refsingu mat dómurinn svo að taka þyrfti til greina að maðurinn hefði hreinan sakaferil fyrir þetta og að hann hafi ekki reynt að breiða yfir að hafa snert kynfæri konunnar, sem hann er sakfelldur fyrir. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Umrætt atvik átti sér stað í september 2018 fyrir utan skemmtistað. Klukkan var þá að ganga sex um morgun þegar vinkona brotaþola nálgaðist lögreglu, sem var stödd til móts við skemmtistaðinn, og tjáði lögreglu að brotið hafi verið kynferðislega á vinkonu hennar. Brotaþoli nálgaðist lögreglu í framhaldinu og lýsti málavöxtum. Lýsti hún því hvernig maðurinn hafi þreifað inn undir pils og nærbuxur hennar og einnig stungið fingri inn í leggöng hennar. Hann hafi verið að reyna við hana og reyna að fá hana með sér heim um nóttina. Þegar umrætt atvik átti sér stað hafi brotaþoli verið að tala við aðra konu, fyrir utan skemmtistaðinn, þegar maðurinn hafi farið að áreita sig. Vegna blygðunar hafi hún reynt að leyna því sem maðurinn var að gera og reynt að koma honum frá sér með því að gefa honum olnbogaskot og klípa en hann hafi haldið áfram. Fram kemur í dómnum að konan hafi verið í miklu uppnámi og grátandi þegar hún lýsti atvikum fyrir lögreglu. Maðurinn játaði í skýrslutöku hjá lögreglu, sem fór fram seinna sama dag, að hafa strokið kynfæri konunnar, utan og innan klæða, fyrir framan skemmtistaðinn. Hann hafi hins vegar ekki áttað sig á því að konan vildi það ekki. Hann hafi hins vegar tekið eftir því að eftir að konan sem þau voru að tala við fór hafi brotaþoli verið vandræðaleg og að hann hafi séð að henni leið vandræðalega. Málið var upphaflega tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness og samkvæmt þeim dómi var framburður bæði brotaþola og ákærða talinn trúverðugur. Hins vegar var svo talið að ekki væri hægt að sanna að maðurinn hafi stungið fingri í leggöng konunnar og var hann því sýknaður af þeim ákæruliði. Þegar kom að refsingu mat dómurinn svo að taka þyrfti til greina að maðurinn hefði hreinan sakaferil fyrir þetta og að hann hafi ekki reynt að breiða yfir að hafa snert kynfæri konunnar, sem hann er sakfelldur fyrir.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira