Óttast verstu hungursneyð í áratugi í Tigray-héraði Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2021 14:00 Fólk bíður eftir matvælaaðstoð í stríðshrjáðu Tigray-héraði í Eþíópíu. AP/Ben Curtis Yfirmaður mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna varar við því að hungursneyð sé nú yfirvofandi í Tigray-héraði og norðanverðri Eþíópíu sem gæti orðið sú versta í áratugi. Hundruð þúsundir manna gætu látist verði ekkert að gert. Átök hafa geisað á milli eþíópíska stjórnarhersins og uppreisnarmanna í Tigray-héraði um margra mánaða skeið. Talið er að allt að tvær milljónir manna hafi lent á vergangi vegna átakanna. Matt Lowcock, yfirmaður mannúðaraðstoðar SÞ, segir að átökin hafi rústað efnahag svæðisins og uppskeru og að þar sé hvorki bankaþjónusta né fjarskiptasamband. Hungurástand sé nú hjá hundruðum þúsunda íbúa í norðanverðri Eþíópíu. „Við heyrum nú þegar af dauðsföllum sem tengjast hungri,“ sagði Lowcock í yfirlýsingu í gær. Hungursneyð á svæðinu yrði sú mesta í heiminum í áratugi eða allt frá því að milljóna Sómala lést í hungursneyð þar árið 2011. Lowcock dregur jafnvel líkindi á milli þess sem nú er í uppsiglingu og hörmunga sem dundu yfir í Afríku frá 1984 til 1985. Þá létust tvær milljónir manna úr hungri í Afríku, um helmingur þeirra í Eþíópíu. Erfitt hefur reynst að koma mannúðaraðstoð til nauðstaddra þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Eþíópíu hafi komið um tveimur milljónum manna til aðstoðar í norðanverðu landinu undanfarna mánuði, fyrst og fremst á yfirráðasvæði stjórnarhersins, að sögn AP-fréttastofunnar. Enn eru þó um milljón íbúa á svæðum sem uppreisnarmenn í Tigray stjórna sem fá enga aðstoð. „Aðgangur fyrir hjálparstarfsmenn er ekki til staðar vegna þess sem menn með byssur og sprengjur eru að gera og þess sem pólitískir leiðtogar þeirra skipa þeim að gera,“ segir Lowcock. Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Nauðgunum beitt sem vopni í Eþíópíu Þúsundum kvenna og stúlkna hefur verið nauðgað í átökunum í Tigray í Eþíópíu. Nauðgunum hefur verið beitt sem vopni í átökunum, samkvæmt vitnum. Lítið af upplýsingum berast frá hinu einangraða héraði þar sem yfirvöld í Eþíópíu hafa lokað á flest fjarskipti þaðan. 14. maí 2021 13:42 Segir þjóðarmorð hafa verið framið í átökunum Útlægur leiðtogi Tigray-héraðs í Eþíópíu segir að átök eþíópískra yfirvalda og sveita Tigray hafi verið hamfarir og segi hann þjóðarmorð hafa verið framið. Hann hvetur alþjóðasamfélagið að grípa inn í og rannsaka hina meintu stríðsglæpi. 31. janúar 2021 19:19 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fleiri fréttir Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Sjá meira
Átök hafa geisað á milli eþíópíska stjórnarhersins og uppreisnarmanna í Tigray-héraði um margra mánaða skeið. Talið er að allt að tvær milljónir manna hafi lent á vergangi vegna átakanna. Matt Lowcock, yfirmaður mannúðaraðstoðar SÞ, segir að átökin hafi rústað efnahag svæðisins og uppskeru og að þar sé hvorki bankaþjónusta né fjarskiptasamband. Hungurástand sé nú hjá hundruðum þúsunda íbúa í norðanverðri Eþíópíu. „Við heyrum nú þegar af dauðsföllum sem tengjast hungri,“ sagði Lowcock í yfirlýsingu í gær. Hungursneyð á svæðinu yrði sú mesta í heiminum í áratugi eða allt frá því að milljóna Sómala lést í hungursneyð þar árið 2011. Lowcock dregur jafnvel líkindi á milli þess sem nú er í uppsiglingu og hörmunga sem dundu yfir í Afríku frá 1984 til 1985. Þá létust tvær milljónir manna úr hungri í Afríku, um helmingur þeirra í Eþíópíu. Erfitt hefur reynst að koma mannúðaraðstoð til nauðstaddra þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Eþíópíu hafi komið um tveimur milljónum manna til aðstoðar í norðanverðu landinu undanfarna mánuði, fyrst og fremst á yfirráðasvæði stjórnarhersins, að sögn AP-fréttastofunnar. Enn eru þó um milljón íbúa á svæðum sem uppreisnarmenn í Tigray stjórna sem fá enga aðstoð. „Aðgangur fyrir hjálparstarfsmenn er ekki til staðar vegna þess sem menn með byssur og sprengjur eru að gera og þess sem pólitískir leiðtogar þeirra skipa þeim að gera,“ segir Lowcock.
Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Nauðgunum beitt sem vopni í Eþíópíu Þúsundum kvenna og stúlkna hefur verið nauðgað í átökunum í Tigray í Eþíópíu. Nauðgunum hefur verið beitt sem vopni í átökunum, samkvæmt vitnum. Lítið af upplýsingum berast frá hinu einangraða héraði þar sem yfirvöld í Eþíópíu hafa lokað á flest fjarskipti þaðan. 14. maí 2021 13:42 Segir þjóðarmorð hafa verið framið í átökunum Útlægur leiðtogi Tigray-héraðs í Eþíópíu segir að átök eþíópískra yfirvalda og sveita Tigray hafi verið hamfarir og segi hann þjóðarmorð hafa verið framið. Hann hvetur alþjóðasamfélagið að grípa inn í og rannsaka hina meintu stríðsglæpi. 31. janúar 2021 19:19 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fleiri fréttir Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Sjá meira
Nauðgunum beitt sem vopni í Eþíópíu Þúsundum kvenna og stúlkna hefur verið nauðgað í átökunum í Tigray í Eþíópíu. Nauðgunum hefur verið beitt sem vopni í átökunum, samkvæmt vitnum. Lítið af upplýsingum berast frá hinu einangraða héraði þar sem yfirvöld í Eþíópíu hafa lokað á flest fjarskipti þaðan. 14. maí 2021 13:42
Segir þjóðarmorð hafa verið framið í átökunum Útlægur leiðtogi Tigray-héraðs í Eþíópíu segir að átök eþíópískra yfirvalda og sveita Tigray hafi verið hamfarir og segi hann þjóðarmorð hafa verið framið. Hann hvetur alþjóðasamfélagið að grípa inn í og rannsaka hina meintu stríðsglæpi. 31. janúar 2021 19:19