Guðlaugur leiðir með hundrað atkvæðum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. júní 2021 21:05 Guðlaugur heldur forystunni. vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er enn með flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að aðrar tölur voru gefnar út. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í öðru sæti. 101 atkvæði skilja þau að. Guðlaugur er með 1.525 atkvæði í fyrsta sætinð en Áslaug hefur fengið 1.424 atkvæði í fyrsta sætið. Samtals er hún með 2.116 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Tæplega helmingur atkvæða hefur verið talinn eða 3.113 af um 7.500 atkvæðum. Næstu tölur eiga að birtast klukkan 23. Áslaug og Guðlaugur munu leiða lista flokksins hvort í sínu Reykjavíkurkjördæminu.vísir/vilhelm Engar breytingar urðu á röð þeirra efstu átta sem taka þátt í prófkjörinu. Í þriðja sæti er Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs, og í því fjórða er Brynjar Níelsson þingmaður. Slæmt gengi Sigríðar Á Andersen þingmanns samkvæmt töldum atkvæðum vekur nokkra athygli en hún sóttist eftir öðru sæti á lista en er í því áttunda í prófkjörinu. Þar sem Reykjavík er skipt upp í tvö kjördæmi myndi áttunda sæti í prófkjörinu skila Sigríði fjórða sæti á lista í örðu hvoru kjördæminu. Sigríður hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar. Hún sagði af sér eftir Landsréttarmálið og tók Áslaug við embættinu í september 2019. Hér má sjá hvernig atkvæðin skiptast milli efstu átta frambjóðanda samkvæmt öðrum tölum: Guðlaugur Þór Þórðarson: 1.525 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 2.116 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 1.260 atkvæði í 1.-3. sæti. Brynjar Níelsson: 1.164 atkvæði í 1.-4. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 1.573 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 1.849 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 1.484 atkvæði í 1.-7. sæti. Sigríður Á Andersen: 1.373 atkvæði í 1.-8. sæti. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Tengdar fréttir Guðlaugur leiðir eftir fyrstu tölur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er með flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir fyrstu tölur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í öðru sæti. 5. júní 2021 19:05 Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01 Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Guðlaugur er með 1.525 atkvæði í fyrsta sætinð en Áslaug hefur fengið 1.424 atkvæði í fyrsta sætið. Samtals er hún með 2.116 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Tæplega helmingur atkvæða hefur verið talinn eða 3.113 af um 7.500 atkvæðum. Næstu tölur eiga að birtast klukkan 23. Áslaug og Guðlaugur munu leiða lista flokksins hvort í sínu Reykjavíkurkjördæminu.vísir/vilhelm Engar breytingar urðu á röð þeirra efstu átta sem taka þátt í prófkjörinu. Í þriðja sæti er Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs, og í því fjórða er Brynjar Níelsson þingmaður. Slæmt gengi Sigríðar Á Andersen þingmanns samkvæmt töldum atkvæðum vekur nokkra athygli en hún sóttist eftir öðru sæti á lista en er í því áttunda í prófkjörinu. Þar sem Reykjavík er skipt upp í tvö kjördæmi myndi áttunda sæti í prófkjörinu skila Sigríði fjórða sæti á lista í örðu hvoru kjördæminu. Sigríður hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar. Hún sagði af sér eftir Landsréttarmálið og tók Áslaug við embættinu í september 2019. Hér má sjá hvernig atkvæðin skiptast milli efstu átta frambjóðanda samkvæmt öðrum tölum: Guðlaugur Þór Þórðarson: 1.525 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 2.116 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 1.260 atkvæði í 1.-3. sæti. Brynjar Níelsson: 1.164 atkvæði í 1.-4. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 1.573 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 1.849 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 1.484 atkvæði í 1.-7. sæti. Sigríður Á Andersen: 1.373 atkvæði í 1.-8. sæti. Fréttin hefur verið uppfærð.
Guðlaugur Þór Þórðarson: 1.525 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 2.116 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 1.260 atkvæði í 1.-3. sæti. Brynjar Níelsson: 1.164 atkvæði í 1.-4. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 1.573 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 1.849 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 1.484 atkvæði í 1.-7. sæti. Sigríður Á Andersen: 1.373 atkvæði í 1.-8. sæti.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Tengdar fréttir Guðlaugur leiðir eftir fyrstu tölur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er með flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir fyrstu tölur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í öðru sæti. 5. júní 2021 19:05 Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01 Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Guðlaugur leiðir eftir fyrstu tölur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er með flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir fyrstu tölur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í öðru sæti. 5. júní 2021 19:05
Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01
Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00