Wolf í bann á Twitter fyrir að dreifa rangfærslum um bóluefni Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2021 14:56 Naomi Wolf virðist hafa orðið samsæriskenningum um bóluefni að bráð í seinni tíð. Vísir/Getty Samfélagsmiðillinn Twitter setti bandaríska rithöfundinn Naomi Wolf í tímabundið bann fyrir að brjóta notendaskilmála með því dreifa ítrekað rangfærslum um bóluefni. Wolf, sem varð fyrst þekkt fyrir feminísk skrif, hefur deilt framandlegum samsæriskenningum um bóluefni trekk í trekk. Stjarna Wolf hefur fallið verulega undanfarin ár en hún skaust fyrst upp á stjörnuhimininn með bók sinni „Fegurðargoðsögninni“ sem hefur verið kennd við þriðju bylgju femínisma sem kom út árið 1990. Bandarískur útgefandi Wolf hætti við að gefa út bók eftir hana árið 2019 eftir að í ljós kom að hún virtist hafa misskilið í grundvallaratriðum enskan lagabálk frá 19. öld sem bókin byggði meðal annars á. Undanfarna mánuði hefur Wolf svo deilt sífellt furðulegri kenningum um bóluefni á samfélagsmiðlum. Hún hefur tíst um að bóluefni séu „hugbúnaður sem getur tekið við gagnasendingum“ og líkt Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðingi Bandaríkjanna, við djöfulinn, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú síðast tísti Wolf um að skilja þyrfti þvag og saur fólks sem hefur verið bólusett frá öðru skólpi á meðan áhrif þess á óbólusett fólk með drykkjavatni væru rannsökuð. Sumir samfélagsmiðlanotendur hafa sakað Twitter um ritskoðunartilburði með banni Wolf. Aðrir fagna því á móti að vera lausir við stoðlausar samsæriskenningar hennar. oh look we ve been vaccinated against the unhinged ratings of naomi wolf pic.twitter.com/d1JibWXMz5— shauna (@goldengateblond) June 5, 2021 Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Twitter Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Stjarna Wolf hefur fallið verulega undanfarin ár en hún skaust fyrst upp á stjörnuhimininn með bók sinni „Fegurðargoðsögninni“ sem hefur verið kennd við þriðju bylgju femínisma sem kom út árið 1990. Bandarískur útgefandi Wolf hætti við að gefa út bók eftir hana árið 2019 eftir að í ljós kom að hún virtist hafa misskilið í grundvallaratriðum enskan lagabálk frá 19. öld sem bókin byggði meðal annars á. Undanfarna mánuði hefur Wolf svo deilt sífellt furðulegri kenningum um bóluefni á samfélagsmiðlum. Hún hefur tíst um að bóluefni séu „hugbúnaður sem getur tekið við gagnasendingum“ og líkt Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðingi Bandaríkjanna, við djöfulinn, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú síðast tísti Wolf um að skilja þyrfti þvag og saur fólks sem hefur verið bólusett frá öðru skólpi á meðan áhrif þess á óbólusett fólk með drykkjavatni væru rannsökuð. Sumir samfélagsmiðlanotendur hafa sakað Twitter um ritskoðunartilburði með banni Wolf. Aðrir fagna því á móti að vera lausir við stoðlausar samsæriskenningar hennar. oh look we ve been vaccinated against the unhinged ratings of naomi wolf pic.twitter.com/d1JibWXMz5— shauna (@goldengateblond) June 5, 2021
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Twitter Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira