Lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra í Reykjavíkurhöfn Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júní 2021 18:42 Lúxussnekkjurnar tvær í Reykjavíkurhöfn; Sailing Yacht A til vinstri og Le Grand Bleu til hægri. Samsett Tvær lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra eru nú í Reykjavíkurhöfn. Þar er annars vegar komin snekkjan Sailing Yacht A, sem komið hefur víða við á landinu síðustu vikur, og hins vegar glæsifleyið Le Grand Bleu. Sú fyrrnefnda einkennist af þremur háum möstrum og hefur vakið talsverða athygli á Akureyri og Ísafirði, þar sem henni hefur meðal annars verið lagt að bryggju á ferðalagi eigandans, Andrey Melnichenko. Samkvæmt lista Bloomberg er hann áttundi ríkasti maður Rússlands – og númer 102 í heiminum öllum. Melnichenko er í fríi á Íslandi með fjölskyldu sinni og snæddi til að mynda málsverð á Tjöruhúsinu á Ísafirði fyrir skömmu. Samkvæmt vef Marine Traffick var snekkjan við höfn í Reykjanesbæ í gær áður en henni var siglt til Reykjavíkur. Andrey Melnichenko.Vísir/getty Hin skútan, Le Grand Bleu, er í eigu rússneska olíubarónsins Eugene Shvidler. Snekkjan er 113 metrar á lengd og var sú 36. lengsta sinnar tegundar í heiminum árið 2019, samkvæmt Wikipedia-síðu snekkjunnar. Þar kemur jafnframt fram að Shvidler hafi eignast hana er hann vann veðmál við fyrri eiganda, samlanda sinn Roman Abramovich sem þekktastur er fyrir að eiga breska knattspyrnuliðið Chelsea. Sjálfur á Abramovich glæsisnekkjuna Eclipse, sem var á tímabili stærsta snekkja í einkaeigu á heimsvísu. Eugene Shvidler (t.h.) ásamt félaga sínum Roman Abramovich, fyrri eiganda snekkjunnar Le Grand Bleu.Vísir/getty Reykjavík Rússland Íslandsvinir Tengdar fréttir Drónamyndband sýnir lúxussnekkjuna í allri sinni dýrð á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, hefur nú verið á Akureyri í viku. Drónamyndband, sem tekið var af snekkjunni við bæinn í gær og nálgast má neðst í fréttinni, sýnir skipið í allri sinni dýrð. 21. apríl 2021 18:50 Ein stærsta lúxussnekkja heims á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, sigldi inn Eyjafjörð í kvöld og er stödd við Akureyri. Að því er greint er frá á akureyri.net í kvöld verður snekkjan í Krossanesvíkinni á næstunni, jafnvel í einhverjar vikur. 14. apríl 2021 22:19 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Sú fyrrnefnda einkennist af þremur háum möstrum og hefur vakið talsverða athygli á Akureyri og Ísafirði, þar sem henni hefur meðal annars verið lagt að bryggju á ferðalagi eigandans, Andrey Melnichenko. Samkvæmt lista Bloomberg er hann áttundi ríkasti maður Rússlands – og númer 102 í heiminum öllum. Melnichenko er í fríi á Íslandi með fjölskyldu sinni og snæddi til að mynda málsverð á Tjöruhúsinu á Ísafirði fyrir skömmu. Samkvæmt vef Marine Traffick var snekkjan við höfn í Reykjanesbæ í gær áður en henni var siglt til Reykjavíkur. Andrey Melnichenko.Vísir/getty Hin skútan, Le Grand Bleu, er í eigu rússneska olíubarónsins Eugene Shvidler. Snekkjan er 113 metrar á lengd og var sú 36. lengsta sinnar tegundar í heiminum árið 2019, samkvæmt Wikipedia-síðu snekkjunnar. Þar kemur jafnframt fram að Shvidler hafi eignast hana er hann vann veðmál við fyrri eiganda, samlanda sinn Roman Abramovich sem þekktastur er fyrir að eiga breska knattspyrnuliðið Chelsea. Sjálfur á Abramovich glæsisnekkjuna Eclipse, sem var á tímabili stærsta snekkja í einkaeigu á heimsvísu. Eugene Shvidler (t.h.) ásamt félaga sínum Roman Abramovich, fyrri eiganda snekkjunnar Le Grand Bleu.Vísir/getty
Reykjavík Rússland Íslandsvinir Tengdar fréttir Drónamyndband sýnir lúxussnekkjuna í allri sinni dýrð á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, hefur nú verið á Akureyri í viku. Drónamyndband, sem tekið var af snekkjunni við bæinn í gær og nálgast má neðst í fréttinni, sýnir skipið í allri sinni dýrð. 21. apríl 2021 18:50 Ein stærsta lúxussnekkja heims á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, sigldi inn Eyjafjörð í kvöld og er stödd við Akureyri. Að því er greint er frá á akureyri.net í kvöld verður snekkjan í Krossanesvíkinni á næstunni, jafnvel í einhverjar vikur. 14. apríl 2021 22:19 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Drónamyndband sýnir lúxussnekkjuna í allri sinni dýrð á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, hefur nú verið á Akureyri í viku. Drónamyndband, sem tekið var af snekkjunni við bæinn í gær og nálgast má neðst í fréttinni, sýnir skipið í allri sinni dýrð. 21. apríl 2021 18:50
Ein stærsta lúxussnekkja heims á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, sigldi inn Eyjafjörð í kvöld og er stödd við Akureyri. Að því er greint er frá á akureyri.net í kvöld verður snekkjan í Krossanesvíkinni á næstunni, jafnvel í einhverjar vikur. 14. apríl 2021 22:19