KA/Þór stelpur gerðu það sem ekkert annað Íslandsmeistaralið hefur gert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2021 16:31 Aldís Ásta Heimisdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir tóku báðar risaskref á þessu tímabili og eru komnar í hóp bestu handboltakvenna landsins. Vísir/Hulda Margrét Fall var heldur betur fararheill fyrir leikmenn KA/Þórs í úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta. KA/Þór tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Val á Hlíðarenda í gær. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Akureyrar í kvennahandboltanum. KA/Þór gerði líka það sem ekkert annað Íslandsmeistaralið hefur náð í sögu úrslitakeppni kvenna. KA/Þór er nefnilega fyrsta Íslandsmeistaralið sögunnar sem verður Íslandsmeistari þrátt fyrir að hafa byrjað úrslitakeppnina á tapleik. Karlaliðin hafa komið til baka eftir tap í fyrsta leik úrslitakeppninnar en ekki kvennaliðin. Valur (2017), Fram (2013) og Haukar (2009) eru þrjú dæmi um Íslandsmeistara karla sem byrjuðu úrslitakeppni á tapleik. KA/Þór lék fyrsta leikinn í úrslitakeppninni í undanúrslitum því deildarmeistarnir sátu hjá í fyrstu umferðinni ásamt liðinu í öðru sæti sem var Fram. KA/Þór kom inn í undanúrslitaeinvígið á móti ÍBV þar sem Eyjakonur höfðu slegið Stjörnuna út 2-0 í sex liða úrslitunum. Fyrsti leikur undanúrslitaeinvígsins var á Akureyri 23. maí síðastliðinni og ÍBV liðið vann hann með einu marki, 27-26. KA/Þór liðið var því upp við vegg í öðrum leiknum í Eyjum. Sigur hefði tryggt Eyjaliðinu sæti í lokaúrslitunum. KA/Þór vann þann leik með þremur mörkum, 24-21, og hafði síðan betur í framlengdum oddaleik fyrir norðan, 28-27. KA/Þór vann síðan báða leikina í úrslitaeinvíginu á móti Val, 24-21 fyrir norðan í leik eitt og svo 25-23 á Hlíðarenda í gær. Norðankonur enduðu þar með úrslitakeppnina og veturinn á því að vinna fjóra síðustu leikina. Á þessu tímabili urðu þær líka deildarmeistarar og meistarar meistaranna. Það var engin bikarkeppni og því unnu KA/Þór konur alla titlana sem voru í boði. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
KA/Þór tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Val á Hlíðarenda í gær. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Akureyrar í kvennahandboltanum. KA/Þór gerði líka það sem ekkert annað Íslandsmeistaralið hefur náð í sögu úrslitakeppni kvenna. KA/Þór er nefnilega fyrsta Íslandsmeistaralið sögunnar sem verður Íslandsmeistari þrátt fyrir að hafa byrjað úrslitakeppnina á tapleik. Karlaliðin hafa komið til baka eftir tap í fyrsta leik úrslitakeppninnar en ekki kvennaliðin. Valur (2017), Fram (2013) og Haukar (2009) eru þrjú dæmi um Íslandsmeistara karla sem byrjuðu úrslitakeppni á tapleik. KA/Þór lék fyrsta leikinn í úrslitakeppninni í undanúrslitum því deildarmeistarnir sátu hjá í fyrstu umferðinni ásamt liðinu í öðru sæti sem var Fram. KA/Þór kom inn í undanúrslitaeinvígið á móti ÍBV þar sem Eyjakonur höfðu slegið Stjörnuna út 2-0 í sex liða úrslitunum. Fyrsti leikur undanúrslitaeinvígsins var á Akureyri 23. maí síðastliðinni og ÍBV liðið vann hann með einu marki, 27-26. KA/Þór liðið var því upp við vegg í öðrum leiknum í Eyjum. Sigur hefði tryggt Eyjaliðinu sæti í lokaúrslitunum. KA/Þór vann þann leik með þremur mörkum, 24-21, og hafði síðan betur í framlengdum oddaleik fyrir norðan, 28-27. KA/Þór vann síðan báða leikina í úrslitaeinvíginu á móti Val, 24-21 fyrir norðan í leik eitt og svo 25-23 á Hlíðarenda í gær. Norðankonur enduðu þar með úrslitakeppnina og veturinn á því að vinna fjóra síðustu leikina. Á þessu tímabili urðu þær líka deildarmeistarar og meistarar meistaranna. Það var engin bikarkeppni og því unnu KA/Þór konur alla titlana sem voru í boði.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira