NBA dagsins: Jafnaði þristamet Currys eftir ráð bróður síns og sendi Doncic í sumarfrí Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2021 15:01 Marcus Morris setur niður þrist undir lokin á sigrinum gegn Dallas. Getty/Kevork Djansezian Luka Doncic skoraði 46 stig og átti 14 stoðsendingar í síðasta leik sínum í NBA-deildinni í körfubolta á þessari leiktíð, þegar Dallas Mavericks töpuðu 126-111 gegn LA Clippers í oddaleik. Clippers unnu þar með einvígið 4-3 og komust í undanúrslit vesturdeildarinnar þar sem þeir mæta Utah Jazz í fyrsta leik á útivelli annað kvöld. Kawhi Leonard var atkvæðamestur Clippers með 28 stig, 10 fráköst og níu stoðsendingar en Marcus Morris skilaði einnig afar dýrmætu framlagi. Morris skoraði úr sjö þriggja stiga skotum í leiknum og þurfti aðeins níu tilraunir til. Eini leikmaðurinn sem hafði áður sett niður sjö þrista í oddaleik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar var Stephen Curry, sem hefur reyndar afrekað það tvisvar. Klippa: NBA dagsins 8. júní Morris fékk góðan stuðning úr stúkunni en 7.342 áhorfendur létu í sér heyra í Staples Center. Þar á meðal var Markieff Morris sem átti þó ekki auðvelt með að sætta sig við að vera í höllinni sem áhorfandi eftir að hafa fallið úr keppni með LA Lakers. „Mér leið illa þarna. Mér líður illa yfir að hafa tapað en ég vildi sýna bróður mínum ást og stuðning,“ sagði Markieff Morris við The Undefeated. „Þetta er bara venjulegt fyrir okkur,“ sagði bróðir hans eftir sigurinn. „Hvort sem að menn vinna eða tapa þá er fjölskyldan í fyrirrúmi. Hann mun alltaf koma og styðja mig eins og ég styð hann,“ sagði Marcus en Markieff náði að koma skilaboðum til bróður síns í hálfleik: „Hann segir mér að slaka á og nefnir lítil atriði sem hann tekur eftir í leiknum. Við höfum gert þetta síðan að við vorum krakkar,“ sagði Marcus sem setti niður fjóra þrista í seinni hálfleik. Í NBA dagsins hér að ofan má sjá svipmyndir úr sigri Clippers sem og 128-124 sigri Atlanta Hawks á Philadelphia 76ers þegar fyrsta einvígið í 8-liða úrslitum NBA-deildarinnar hófst en liðin mætast í undanúrslitum austurdeildarinnar. NBA Tengdar fréttir Clippers áfram þrátt fyrir stórleik Luka Luka Dončić átti enn einn stórleikinn í liði Dallas Mavericks en það dugði ekki til að þessu sinni er liðið tapaði fyrir Los Angeles Clippers í oddaleik úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Lokatölur 126-115 og Clippers komið áfram. 6. júní 2021 22:45 Endurkoma Philadelphia dugði ekki og Atlanta tók forystuna í einvíginu Philadelphia 76ers tók á móti Atlanta Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Fór það svo að gestirnir unnu leikinn með fjögurra stiga mun, lokatölur 128-124. 6. júní 2021 19:55 Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Clippers unnu þar með einvígið 4-3 og komust í undanúrslit vesturdeildarinnar þar sem þeir mæta Utah Jazz í fyrsta leik á útivelli annað kvöld. Kawhi Leonard var atkvæðamestur Clippers með 28 stig, 10 fráköst og níu stoðsendingar en Marcus Morris skilaði einnig afar dýrmætu framlagi. Morris skoraði úr sjö þriggja stiga skotum í leiknum og þurfti aðeins níu tilraunir til. Eini leikmaðurinn sem hafði áður sett niður sjö þrista í oddaleik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar var Stephen Curry, sem hefur reyndar afrekað það tvisvar. Klippa: NBA dagsins 8. júní Morris fékk góðan stuðning úr stúkunni en 7.342 áhorfendur létu í sér heyra í Staples Center. Þar á meðal var Markieff Morris sem átti þó ekki auðvelt með að sætta sig við að vera í höllinni sem áhorfandi eftir að hafa fallið úr keppni með LA Lakers. „Mér leið illa þarna. Mér líður illa yfir að hafa tapað en ég vildi sýna bróður mínum ást og stuðning,“ sagði Markieff Morris við The Undefeated. „Þetta er bara venjulegt fyrir okkur,“ sagði bróðir hans eftir sigurinn. „Hvort sem að menn vinna eða tapa þá er fjölskyldan í fyrirrúmi. Hann mun alltaf koma og styðja mig eins og ég styð hann,“ sagði Marcus en Markieff náði að koma skilaboðum til bróður síns í hálfleik: „Hann segir mér að slaka á og nefnir lítil atriði sem hann tekur eftir í leiknum. Við höfum gert þetta síðan að við vorum krakkar,“ sagði Marcus sem setti niður fjóra þrista í seinni hálfleik. Í NBA dagsins hér að ofan má sjá svipmyndir úr sigri Clippers sem og 128-124 sigri Atlanta Hawks á Philadelphia 76ers þegar fyrsta einvígið í 8-liða úrslitum NBA-deildarinnar hófst en liðin mætast í undanúrslitum austurdeildarinnar.
NBA Tengdar fréttir Clippers áfram þrátt fyrir stórleik Luka Luka Dončić átti enn einn stórleikinn í liði Dallas Mavericks en það dugði ekki til að þessu sinni er liðið tapaði fyrir Los Angeles Clippers í oddaleik úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Lokatölur 126-115 og Clippers komið áfram. 6. júní 2021 22:45 Endurkoma Philadelphia dugði ekki og Atlanta tók forystuna í einvíginu Philadelphia 76ers tók á móti Atlanta Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Fór það svo að gestirnir unnu leikinn með fjögurra stiga mun, lokatölur 128-124. 6. júní 2021 19:55 Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Clippers áfram þrátt fyrir stórleik Luka Luka Dončić átti enn einn stórleikinn í liði Dallas Mavericks en það dugði ekki til að þessu sinni er liðið tapaði fyrir Los Angeles Clippers í oddaleik úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Lokatölur 126-115 og Clippers komið áfram. 6. júní 2021 22:45
Endurkoma Philadelphia dugði ekki og Atlanta tók forystuna í einvíginu Philadelphia 76ers tók á móti Atlanta Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Fór það svo að gestirnir unnu leikinn með fjögurra stiga mun, lokatölur 128-124. 6. júní 2021 19:55