Hafþór Logi fékk leyfi hjá Hæstarétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júní 2021 16:24 Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra Þór Stefánssyni (til hægri) og Viktori Inga Sigurðssyni í Amsterdam vorið 2018. Hafþór birti þessa mynd á Instagram á meðan lögregla leitaði Sindra sem hafði strokið frá fangelsinu að Sogni. Hafþór Logi hlaut tuttugu mánaða dóm í Bitcoin-málinu svokallaða og Sindri tæplega fimm ára dóm. Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Hafþórs Loga Hlynssonar sem sakfelldur var fyrir peningaþvætti í Landsrétti í janúar. Ríkissaksóknari var samþykkur áfrýjunarbeiðninni og taldi Hæstiréttur að úrlausn um beitingu tiltölulega nýrra lag gæti haft verulega almenna þýðingu. Hafþór var í janúar dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti í janúar. Hann hafði áður hlotið eins árs fangelsi í héraðsdómi. Honum var gefið að sök að hafa aflað sér rúmlega átta milljóna króna með refsiverðum brotum. Brotin voru ekki tilgreind í ákæru en vísað til skattskýrslu Hafþórs og sambýliskonu hans til að renna stoðum undir að peningarnir væru illa fengnir. Við húsleit á dvalarstað Hafþórs Loga, 300 fermetra einbýlishúsi í Kórahverfinu í Kópavogi, fundust rúmlega 2,5 milljónir króna af fyrrnefndum átta milljónum sem ákært var fyrir. Þar af var tæp hálf milljón í rassvasa Hafþórs, tæp 1,4 milljón króna undir rúmdýnu í herbergi hans og 700 þúsund krónur í leynihólfi bak við eldhúsinnréttingu. Þá keypti Hafþór Teslu á 5,6 milljónir króna. Skýringar Hafþórs á fjármunum þóttu ekki trúverðugar. Misræmi var í útstreymi fjár af reikningum hans og skráðum tekjum. Taldi Landsréttur hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði aflað sér ávinnings með refsiverðum brotum. Hafþór hafði áður meðal annars verið sakfelldur í tveimur sakamálum á árunum 2017 og 2018 sem lutu meðal annars að fíkniefnalagabrotum og innflutningi fíkniefna til söludreifingar. Við ákvörðun refsingar leit Landsréttur til þess að brot hans voru hegningarauki við þrjá eldri dóma og var einn þeirra skilorðsdómur sem var tekinn upp og dæmdur með málinu. Í áfrýjunarbeiðni verjanda Hafþórs til Hæstaréttar kom fram að málið hefði fordæmisgildi og að úrlausn hefði almenna þýðingu um sönnun bæði hvað varði hina ætluðu refsiverðu háttsemi Hafþórs og einnig um upptökuátt málsins. Í fyrsta skipti hafi fyrir áfrýjunardómstóli, þ.e. Landsrétti, reynt á sakargiftir um ætlað sjálfþætti án þess að nokkuð væri vitað um brotin sem Hafþór átti að hafa framið. Ríkissaksóknari lagðist ekki gegn beiðninni en hafnaði röksemdum verjandans þess efnis að dómur Landsréttar væri haldinn verulegum annmörkum vegna túlkunar laga eða mats á sönnunargögnum. Hæstiréttur féllst á áfrýjunarbeiðnina. Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Hafþór var í janúar dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti í janúar. Hann hafði áður hlotið eins árs fangelsi í héraðsdómi. Honum var gefið að sök að hafa aflað sér rúmlega átta milljóna króna með refsiverðum brotum. Brotin voru ekki tilgreind í ákæru en vísað til skattskýrslu Hafþórs og sambýliskonu hans til að renna stoðum undir að peningarnir væru illa fengnir. Við húsleit á dvalarstað Hafþórs Loga, 300 fermetra einbýlishúsi í Kórahverfinu í Kópavogi, fundust rúmlega 2,5 milljónir króna af fyrrnefndum átta milljónum sem ákært var fyrir. Þar af var tæp hálf milljón í rassvasa Hafþórs, tæp 1,4 milljón króna undir rúmdýnu í herbergi hans og 700 þúsund krónur í leynihólfi bak við eldhúsinnréttingu. Þá keypti Hafþór Teslu á 5,6 milljónir króna. Skýringar Hafþórs á fjármunum þóttu ekki trúverðugar. Misræmi var í útstreymi fjár af reikningum hans og skráðum tekjum. Taldi Landsréttur hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði aflað sér ávinnings með refsiverðum brotum. Hafþór hafði áður meðal annars verið sakfelldur í tveimur sakamálum á árunum 2017 og 2018 sem lutu meðal annars að fíkniefnalagabrotum og innflutningi fíkniefna til söludreifingar. Við ákvörðun refsingar leit Landsréttur til þess að brot hans voru hegningarauki við þrjá eldri dóma og var einn þeirra skilorðsdómur sem var tekinn upp og dæmdur með málinu. Í áfrýjunarbeiðni verjanda Hafþórs til Hæstaréttar kom fram að málið hefði fordæmisgildi og að úrlausn hefði almenna þýðingu um sönnun bæði hvað varði hina ætluðu refsiverðu háttsemi Hafþórs og einnig um upptökuátt málsins. Í fyrsta skipti hafi fyrir áfrýjunardómstóli, þ.e. Landsrétti, reynt á sakargiftir um ætlað sjálfþætti án þess að nokkuð væri vitað um brotin sem Hafþór átti að hafa framið. Ríkissaksóknari lagðist ekki gegn beiðninni en hafnaði röksemdum verjandans þess efnis að dómur Landsréttar væri haldinn verulegum annmörkum vegna túlkunar laga eða mats á sönnunargögnum. Hæstiréttur féllst á áfrýjunarbeiðnina.
Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira