Níu hópnauðgunarmál í ár: „Það er sláandi“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. júní 2021 19:01 Hrönn Stefánsdóttir er verkefnastjóri Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. VÍSIR/ARNAR Níu hópnauðgunarmál hafa komið á borð Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis það sem af er ári, með allt að fimm gerendum. Verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar segir stöðuna sláandi. Frá áramótum hafa sextíu og þrír leitað til Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, tveir karlar og sextíu og ein kona. „Það hafa verið í kringum sjö til tíu mál í mánuði, nema núna í maí þá komu 24 einstaklingar til okkar,“ segir Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar. Þetta séu óvenju mörg mál í einum mánuði. Umræðan síðustu vikur geti hafa spilað inn í og einnig tilslakanir á samkomutakmörkunum. „Það er lengri opnunartími. Fólk er að koma meira saman, það er talsvert mikið um skemmtanir í miðbænum, skólarnir eru að klárast og svona. Hópurinn sem leitar mest til okkar er átján til tuttugu og fimm ára,“ segir Hrönn. Tólf börn á Neyðarmóttökuna í ár Tólf börn undir átján ára hafa leitað til Neyðarmóttökunnar í ár. „Verklagsreglurnar okkar miða við tólf ára börn en við höfum verið að taka á móti börnum niður í tíu ára,“ segir Hrönn. Sláandi tölur Hrönn segir það sláandi hve mörg hópnauðgunarmál hafi komið á borð Neyðarmóttökunnar í ár. „Það eru níu hópnauðganir núna á þessu ári. Það virðist vera aukning í þeim málum. Ef við skoðum árið 2019 þar sem voru 175 mál sem komu til okkar voru þær sjö. Núna eru komin níu mál og árið er bara hálfnað. Þannig það er sláandi,“ segir Hrönn. Allt að fimm gerendur Í málunum níu sé oftast um að ræða tvo gerendur en þrjá til fimm í sumum málanna. Konur séu þolendur í öllum málunum og karlar meintir gerendur. „Flest allir gerendur í þessum kynferðisbrotamálum eru íslenskir karlmenn,“ segir Hrönn og bætir við að brotaþolarnir séu á aldrinum 18 til 25 ára. Hún segir afleiðingar þess að lenda í hópnauðgun vera gríðarlega miklar. „Þar sem allt vald er tekið af þér, þannig þetta eru alvarleg mál og við þurfum að hlúa vel að brotaþolum og styðja við þá,“ segir Hrönn sem vill taka fram að Neyðarmóttakan sé alltaf opin, allan sólarhringinn. Þar séu engir biðlistar. Fimmtán mál kærð til lögreglu Af þeim sextíu og þremur málum sem hafa komið á borð Neyðarmóttökunnar í ár hafa fimmtán verið kærð til lögreglu og eru nú rannsökuð þar. Er eitthvað hópnauðgunarmál farið í kæruferli ? „Já,“ segir Hrönn. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira
Frá áramótum hafa sextíu og þrír leitað til Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, tveir karlar og sextíu og ein kona. „Það hafa verið í kringum sjö til tíu mál í mánuði, nema núna í maí þá komu 24 einstaklingar til okkar,“ segir Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar. Þetta séu óvenju mörg mál í einum mánuði. Umræðan síðustu vikur geti hafa spilað inn í og einnig tilslakanir á samkomutakmörkunum. „Það er lengri opnunartími. Fólk er að koma meira saman, það er talsvert mikið um skemmtanir í miðbænum, skólarnir eru að klárast og svona. Hópurinn sem leitar mest til okkar er átján til tuttugu og fimm ára,“ segir Hrönn. Tólf börn á Neyðarmóttökuna í ár Tólf börn undir átján ára hafa leitað til Neyðarmóttökunnar í ár. „Verklagsreglurnar okkar miða við tólf ára börn en við höfum verið að taka á móti börnum niður í tíu ára,“ segir Hrönn. Sláandi tölur Hrönn segir það sláandi hve mörg hópnauðgunarmál hafi komið á borð Neyðarmóttökunnar í ár. „Það eru níu hópnauðganir núna á þessu ári. Það virðist vera aukning í þeim málum. Ef við skoðum árið 2019 þar sem voru 175 mál sem komu til okkar voru þær sjö. Núna eru komin níu mál og árið er bara hálfnað. Þannig það er sláandi,“ segir Hrönn. Allt að fimm gerendur Í málunum níu sé oftast um að ræða tvo gerendur en þrjá til fimm í sumum málanna. Konur séu þolendur í öllum málunum og karlar meintir gerendur. „Flest allir gerendur í þessum kynferðisbrotamálum eru íslenskir karlmenn,“ segir Hrönn og bætir við að brotaþolarnir séu á aldrinum 18 til 25 ára. Hún segir afleiðingar þess að lenda í hópnauðgun vera gríðarlega miklar. „Þar sem allt vald er tekið af þér, þannig þetta eru alvarleg mál og við þurfum að hlúa vel að brotaþolum og styðja við þá,“ segir Hrönn sem vill taka fram að Neyðarmóttakan sé alltaf opin, allan sólarhringinn. Þar séu engir biðlistar. Fimmtán mál kærð til lögreglu Af þeim sextíu og þremur málum sem hafa komið á borð Neyðarmóttökunnar í ár hafa fimmtán verið kærð til lögreglu og eru nú rannsökuð þar. Er eitthvað hópnauðgunarmál farið í kæruferli ? „Já,“ segir Hrönn.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira