Býst við að farið verði að tillögum þingnefnda um skorður á hámarkshlut fjárfesta Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. júní 2021 18:30 Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka Vísir/Egill Tvö erlend fjármálafyrirtæki og tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins eru kjölfestufjárfestar í Íslandsbanka - og hafa skuldbundið sig til að kaupa 10% hlutafjár. Hlutafjárútboð bankans hófst í morgun og bankastjóri segir stjórnvalda að ákveða hver hámarkshlutur hvers og eins megi verða. Fjármálaráðherra tilkynnti í lok janúar ákvörðun sína að selja allt að 35% í Íslandsbanka af 100% hlut ríkisins í bankanum. Salan hófst í dag og lýkur 15. júní. Salan fer fram hér á landi og er það í fyrsta skipti sem það gerist hjá íslensku félagi í alþjóðlegu útboði. Aðeins Íslendingar og innlendir og erlendir fagfjárfestar geta keypt hlutafé í bankanum. Þetta þýðir að almenningur í öðrum löndum getur ekki fjárfest í bankanum í útboðinu nema að hafa íslenska kennitölu. Erlendir og innlendir ráðgjafar og bankar aðstoðuðu Bankasýslu ríkisins og Íslandsbanka við útboðið en stofnunin heldur á hlut ríkisins. Útboðsgengi er áætlað a á bilinu 71 kr. á hlut og 79 kr. á hlut en endanlegt útboðsgengi verður ákveðið í tilboðsferli. Lágmarksupphæð á kaupum í bankanum hefur verið ákveðin. „Lágmarkið er 50 þúsund krónur og það er stefnt að því að skerða ekki kaup undir milljón. Það fer svo eftir eftirspurninni hvort það tekst,“ segir Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka. Heildareignir 1,4 billjón krónur, markaðsvirði 150 milljarðar Heildareignir bankans eru um 1,4 billjón krónur. Áætlað er að ríkið fái 41 milljarð króna fyrir sinn hlut í bankanum en áætlað markaðsvirði hans er 150 milljarðar króna. „Verðmæti bankans er metið út frá eigin fé hans þannig að það er verið að selja eigin fé,“ segir Birna. Þegar eru komnir fjórir kjölfestufjárfesta sem fara samanlagt með 10% í bankanum eða Gildi og Lífeyrissjóður verslunarmanna sem fara hvor um sig með 2,31% hlut. Bandaríska sjóðstýringarfyrirtækið Capital World Investment hefur skuldbundið sig til að kaupa 3,85% hlut í og RWC breskt eignastýringarfyrirtæki áætlar að fara með 1,54% hlut í bankanum. Býst við að farið verði að tillögum þingnefnda um hámarkshluti fjárfesta Efnahags-og viðskiptanefnd Alþingis lagði til í janúar að sett verði hámark á hlut hvers tilboðsgjafa, t.d. 2,5–3,0% af heildarhlutafé bankans. Birna býst við að miðað verði við það í söluferlinu þó undantekning hafi verið gerð með Capital World Investment sem fer með 3,85% hlut. „Það er algjörlega seljandans eða ríkisins að ákveða hvernig fyrirkomulagið á því verður. Það komu leiðbeiningar frá þingnefndum sem verður örugglega stuðst við að einhverju leyti,“ segir Birna. Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hlutafjárútboð hafið og markaðsvirði Íslandsbanka áætlað 150 milljarðar króna Bankasýsla ríkisins, fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands, og Íslandsbanki hf., hafa birt lýsingu og tilkynnt stærð fyrirhugaðs hlutafjárútboðs í bankanum og leiðbeinandi verðbil þess. Selja á rúmlega 636 milljón hluti en útboðshlutirnir, og valréttarhlutirnir, nema að hámarki 35 prósentum af heildarhlutafé bankans. 7. júní 2021 09:07 Verðmeta Íslandsbanka á 155 til 242 milljarða króna Fossar markaðir, sem er á meðal ráðgjafa vegna fyrirhugaðrar sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka, áætlar að virði bankans sé á bilinu 222 til 242 milljarðar króna. Sjálfstæði greiningaraðilinn Jakobsson Capital metur bankann á 155 til 218 milljarða króna. 2. júní 2021 11:14 Áforma hlutafjárútboð og skráningu Íslandsbanka í Kauphöll Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki hafa nú staðfest áform sín um að hefja hlutafjárútboð og í framhaldinu skráningu hlutabréfa Íslandsbanka á aðalmarkað Nasdaq Iceland. 27. maí 2021 08:26 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Fjármálaráðherra tilkynnti í lok janúar ákvörðun sína að selja allt að 35% í Íslandsbanka af 100% hlut ríkisins í bankanum. Salan hófst í dag og lýkur 15. júní. Salan fer fram hér á landi og er það í fyrsta skipti sem það gerist hjá íslensku félagi í alþjóðlegu útboði. Aðeins Íslendingar og innlendir og erlendir fagfjárfestar geta keypt hlutafé í bankanum. Þetta þýðir að almenningur í öðrum löndum getur ekki fjárfest í bankanum í útboðinu nema að hafa íslenska kennitölu. Erlendir og innlendir ráðgjafar og bankar aðstoðuðu Bankasýslu ríkisins og Íslandsbanka við útboðið en stofnunin heldur á hlut ríkisins. Útboðsgengi er áætlað a á bilinu 71 kr. á hlut og 79 kr. á hlut en endanlegt útboðsgengi verður ákveðið í tilboðsferli. Lágmarksupphæð á kaupum í bankanum hefur verið ákveðin. „Lágmarkið er 50 þúsund krónur og það er stefnt að því að skerða ekki kaup undir milljón. Það fer svo eftir eftirspurninni hvort það tekst,“ segir Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka. Heildareignir 1,4 billjón krónur, markaðsvirði 150 milljarðar Heildareignir bankans eru um 1,4 billjón krónur. Áætlað er að ríkið fái 41 milljarð króna fyrir sinn hlut í bankanum en áætlað markaðsvirði hans er 150 milljarðar króna. „Verðmæti bankans er metið út frá eigin fé hans þannig að það er verið að selja eigin fé,“ segir Birna. Þegar eru komnir fjórir kjölfestufjárfesta sem fara samanlagt með 10% í bankanum eða Gildi og Lífeyrissjóður verslunarmanna sem fara hvor um sig með 2,31% hlut. Bandaríska sjóðstýringarfyrirtækið Capital World Investment hefur skuldbundið sig til að kaupa 3,85% hlut í og RWC breskt eignastýringarfyrirtæki áætlar að fara með 1,54% hlut í bankanum. Býst við að farið verði að tillögum þingnefnda um hámarkshluti fjárfesta Efnahags-og viðskiptanefnd Alþingis lagði til í janúar að sett verði hámark á hlut hvers tilboðsgjafa, t.d. 2,5–3,0% af heildarhlutafé bankans. Birna býst við að miðað verði við það í söluferlinu þó undantekning hafi verið gerð með Capital World Investment sem fer með 3,85% hlut. „Það er algjörlega seljandans eða ríkisins að ákveða hvernig fyrirkomulagið á því verður. Það komu leiðbeiningar frá þingnefndum sem verður örugglega stuðst við að einhverju leyti,“ segir Birna.
Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hlutafjárútboð hafið og markaðsvirði Íslandsbanka áætlað 150 milljarðar króna Bankasýsla ríkisins, fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands, og Íslandsbanki hf., hafa birt lýsingu og tilkynnt stærð fyrirhugaðs hlutafjárútboðs í bankanum og leiðbeinandi verðbil þess. Selja á rúmlega 636 milljón hluti en útboðshlutirnir, og valréttarhlutirnir, nema að hámarki 35 prósentum af heildarhlutafé bankans. 7. júní 2021 09:07 Verðmeta Íslandsbanka á 155 til 242 milljarða króna Fossar markaðir, sem er á meðal ráðgjafa vegna fyrirhugaðrar sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka, áætlar að virði bankans sé á bilinu 222 til 242 milljarðar króna. Sjálfstæði greiningaraðilinn Jakobsson Capital metur bankann á 155 til 218 milljarða króna. 2. júní 2021 11:14 Áforma hlutafjárútboð og skráningu Íslandsbanka í Kauphöll Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki hafa nú staðfest áform sín um að hefja hlutafjárútboð og í framhaldinu skráningu hlutabréfa Íslandsbanka á aðalmarkað Nasdaq Iceland. 27. maí 2021 08:26 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Hlutafjárútboð hafið og markaðsvirði Íslandsbanka áætlað 150 milljarðar króna Bankasýsla ríkisins, fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands, og Íslandsbanki hf., hafa birt lýsingu og tilkynnt stærð fyrirhugaðs hlutafjárútboðs í bankanum og leiðbeinandi verðbil þess. Selja á rúmlega 636 milljón hluti en útboðshlutirnir, og valréttarhlutirnir, nema að hámarki 35 prósentum af heildarhlutafé bankans. 7. júní 2021 09:07
Verðmeta Íslandsbanka á 155 til 242 milljarða króna Fossar markaðir, sem er á meðal ráðgjafa vegna fyrirhugaðrar sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka, áætlar að virði bankans sé á bilinu 222 til 242 milljarðar króna. Sjálfstæði greiningaraðilinn Jakobsson Capital metur bankann á 155 til 218 milljarða króna. 2. júní 2021 11:14
Áforma hlutafjárútboð og skráningu Íslandsbanka í Kauphöll Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki hafa nú staðfest áform sín um að hefja hlutafjárútboð og í framhaldinu skráningu hlutabréfa Íslandsbanka á aðalmarkað Nasdaq Iceland. 27. maí 2021 08:26