„Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. júní 2021 22:54 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hélt sína síðustu eldhúsdagsræðu fyrr í kvöld. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, flutti sína síðustu eldhúsdagsræðu í kvöld. Hann þakkar ríkisstjórninni fyrir að standa við orð sín um að efla Alþingi. Steingrímur talar um eflingu nefndarsviðs og þá sérstaklega fjárstjórnar- og eftirlitshlutverksins. Þar hefur þremur viðbótarsérfræðingum verið bætt við hópinn. Lagaskrifstofa þingsins hefur verið efld með viðbótarlögfræðingi. Þá hefur starf þingflokkana verið eflt með sautján nýjum starfsmönnum og styrkingu fjárgrundvallar. Loks hrósar Steingrímur nýrri skrifstofubyggingu Alþingis. Traust og virðing áunnið fyrirbæri Hann talar um að traust til Alþingis hefði stokkið upp um heil sextán prósentustig. „Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri,“ segir Steingrímur. Þá hrósar hann Alþingi fyrir vel unnin störf í Kórónuveirufaraldrinum. Þingið afgreiddi sextíu frumvörp og þingmál sem voru svokölluð Covid-mál, til viðbótar við sín venjulegu störf. Steingrímur segir það vera heiður að vera alþingismaður og varar þá við því að tala niður sitt eigið starf. Það sé eðlilegt að takast á og gagnrýna það sem er gagnrýnisvert, en það sé skaðlegt og ómaklegt að úthrópa Alþingi sem ómögulegan vinnustað og tala niður sitt eigið starf í leiðinni. „Það er heiður að vera alþingismaður Íslendinga, því fólki sem hingað er kosið er sýndur mikill trúnaður. Því er falin mikilvægasta samfélagsþjónusta lýðræðisfyrirkomulagsins,“ segir Steingrímur. Margar eru áskoranir framtíðarinnar Hann nefnir loftslagsvána sem eina stærstu áskorun framtíðarinnar. Þar sé ábyrgð núverandi kynslóðar mest. „Það er stundum sagt að það fyrsta sem deyi í stríði sé sannleikurinn. En mér finnst ekki alltaf þurfa styrjaldir eða vopnuð átök til að sannleikurinn deyi eða lúti lægra haldi.“ Þá séu upplýsingaóreiða og falsfréttir sem flæði um heiminn í krafti tækninnar einnig hættulegar lýðræðinu. Hann segir ískyggilegt hvernig alþjóðleg auðfyrirtæki vakti okkur hvert fótmál, safni óhemju magni af upplýsingum um einkahagi fólks og misfari svo með þær. „Gervigreind er hættulegur húsbóndi, en getur gagnast sem þjónn,“ segir Steingrímur. Hann telur frið og samstöðu vera dýrmætasta djásn hvers samfélags og þá skipti engu máli hvaða magn af fánýtum hlutum er vegið þar á móti. Vinstri græn Alþingi Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Steingrímur talar um eflingu nefndarsviðs og þá sérstaklega fjárstjórnar- og eftirlitshlutverksins. Þar hefur þremur viðbótarsérfræðingum verið bætt við hópinn. Lagaskrifstofa þingsins hefur verið efld með viðbótarlögfræðingi. Þá hefur starf þingflokkana verið eflt með sautján nýjum starfsmönnum og styrkingu fjárgrundvallar. Loks hrósar Steingrímur nýrri skrifstofubyggingu Alþingis. Traust og virðing áunnið fyrirbæri Hann talar um að traust til Alþingis hefði stokkið upp um heil sextán prósentustig. „Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri,“ segir Steingrímur. Þá hrósar hann Alþingi fyrir vel unnin störf í Kórónuveirufaraldrinum. Þingið afgreiddi sextíu frumvörp og þingmál sem voru svokölluð Covid-mál, til viðbótar við sín venjulegu störf. Steingrímur segir það vera heiður að vera alþingismaður og varar þá við því að tala niður sitt eigið starf. Það sé eðlilegt að takast á og gagnrýna það sem er gagnrýnisvert, en það sé skaðlegt og ómaklegt að úthrópa Alþingi sem ómögulegan vinnustað og tala niður sitt eigið starf í leiðinni. „Það er heiður að vera alþingismaður Íslendinga, því fólki sem hingað er kosið er sýndur mikill trúnaður. Því er falin mikilvægasta samfélagsþjónusta lýðræðisfyrirkomulagsins,“ segir Steingrímur. Margar eru áskoranir framtíðarinnar Hann nefnir loftslagsvána sem eina stærstu áskorun framtíðarinnar. Þar sé ábyrgð núverandi kynslóðar mest. „Það er stundum sagt að það fyrsta sem deyi í stríði sé sannleikurinn. En mér finnst ekki alltaf þurfa styrjaldir eða vopnuð átök til að sannleikurinn deyi eða lúti lægra haldi.“ Þá séu upplýsingaóreiða og falsfréttir sem flæði um heiminn í krafti tækninnar einnig hættulegar lýðræðinu. Hann segir ískyggilegt hvernig alþjóðleg auðfyrirtæki vakti okkur hvert fótmál, safni óhemju magni af upplýsingum um einkahagi fólks og misfari svo með þær. „Gervigreind er hættulegur húsbóndi, en getur gagnast sem þjónn,“ segir Steingrímur. Hann telur frið og samstöðu vera dýrmætasta djásn hvers samfélags og þá skipti engu máli hvaða magn af fánýtum hlutum er vegið þar á móti.
Vinstri græn Alþingi Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira