„Covid lýkur ekki fyrr en því lýkur alls staðar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2021 09:00 Víðir Reynisson minnir á að þegar baráttunni gegn Covid er lokið, svona að mestu, hér á landi muni baráttan færast út fyrir landsteinana. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir baráttuna við kórónuveiruna hvergi nærri búna, þrátt fyrir að bjartari tímar séu fram undan hér á landi. Enn sé langt í land og segir Víðir að við verðum að taka þátt í alþjóðlegri baráttu gegn veirunni. „Covid lýkur hvergi fyrr en því lýkur alls staðar. Við verðum að átta okkur á því að við erum hér í júní 2021 að horfa fram á það að vera búin að bólusetja megnið af þjóðinni og sennilega alla þá sem má bólusetja eftir nokkrar vikur, með fyrstu sprautu,“ sagði Víðir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Á sama tíma er Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að segja það að ef bólusetningarnar ganga vel alls staðar í heiminum að þá í árslok verðum við búin að bólusetja 10 prósent af mannkyninu. Við berum líka mjög mikla ábyrgð á þessu alþjóðasamfélagið sem við erum þátttakendur í.“ Hann segir auðvitað eðlilegt að við einblínum á okkur sjálf til að byrja með en þegar að allir verði orðnir bólusettir hér á landi muni bardaginn færast út fyrir landsteinana. „Við verðum að taka ábyrgð og taka þátt í að bólusetja í öllum löndum. Við verðum að nýta það bóluefni og fjárhagsmöguleika sem við eigum til þess að aðstoða við það að koma bóluefni til allra þeirra landa þar sem þetta gengur mjög hægt,“ segir Víðir. Hann segir ljóst að takist ekki að bólusetja mikinn meirihluta, og minnst einhverja í öllum samfélögum, sé hætta á að veiran malli einhvers staðar og nýtt afbrigði myndist. „Eins og við erum bara búin að sjá síðasta mánuðinn, þá koma upp nú afbrigði sem menn eru meira að segja að velta fyrir sér hvort bóluefni virkar fyrir. Það virðist nú gera í þeim tilfellum sem við erum að sjá núna en við verðum að halda vöku okkar og halda áfram að taka þátt í alþjóðsamfélaginu og berjast gegn þessu, þó svo að baráttan færist út fyrir okkar landamæri og eitthvert annað.“ Telur engin hópsmit hafa komið upp á útskriftahelginni stóru Nú eru um tvær vikur síðan nýjar tilslakanir tóku gildi og segir Víðir það ráðast á næstu dögum hvort við komumst heil út úr þeim. „Nú eru liðnir fjórtán dagar frá því að við fórum í tilslakanir og við erum ekki farin að sjá neitt bakslag ennþá. Ég held að ef tölur gærdagsins eru eins og mér sýnist þær vera að þá er það mjög jákvætt,“ segir hann. „Síðan þegar við sjáum hverjar tölur dagsins í dag verða þá verðum við komin fram yfir þennan venjulega tíma sem við höfum séð í ferli á smiti eftir þessa fyrstu stóru helgi eftir tilslakanir.“ Hann segir útlit fyrir það að engin fjölmenn hópsmit hafi komið upp helgina eftir tilslakanirnar, þegar fjölmörg ungmenni útskrifuðust úr menntaskóla og skemmtanir voru víða um borgina. „Þessar áhyggjur sem við höfðum af þessari útskriftahelgi að þar var að safnast saman gríðarlega stór hópur ungs fólks sem var ekki búinn að fá bólusetningu. Það fólk sem var mest á ferðinni þar, nýstúdentarnir og árgangarnir þar fyrir ofan voru óbólusetti,“ segir Víðir. „Það er reyndar þannig að mikið af ungu fólki er búið að fá bólusetningu vegna sumarvinnunnar sinnar. Það auðvitað hjálpar til við að slíta keðjuna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira
„Covid lýkur hvergi fyrr en því lýkur alls staðar. Við verðum að átta okkur á því að við erum hér í júní 2021 að horfa fram á það að vera búin að bólusetja megnið af þjóðinni og sennilega alla þá sem má bólusetja eftir nokkrar vikur, með fyrstu sprautu,“ sagði Víðir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Á sama tíma er Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að segja það að ef bólusetningarnar ganga vel alls staðar í heiminum að þá í árslok verðum við búin að bólusetja 10 prósent af mannkyninu. Við berum líka mjög mikla ábyrgð á þessu alþjóðasamfélagið sem við erum þátttakendur í.“ Hann segir auðvitað eðlilegt að við einblínum á okkur sjálf til að byrja með en þegar að allir verði orðnir bólusettir hér á landi muni bardaginn færast út fyrir landsteinana. „Við verðum að taka ábyrgð og taka þátt í að bólusetja í öllum löndum. Við verðum að nýta það bóluefni og fjárhagsmöguleika sem við eigum til þess að aðstoða við það að koma bóluefni til allra þeirra landa þar sem þetta gengur mjög hægt,“ segir Víðir. Hann segir ljóst að takist ekki að bólusetja mikinn meirihluta, og minnst einhverja í öllum samfélögum, sé hætta á að veiran malli einhvers staðar og nýtt afbrigði myndist. „Eins og við erum bara búin að sjá síðasta mánuðinn, þá koma upp nú afbrigði sem menn eru meira að segja að velta fyrir sér hvort bóluefni virkar fyrir. Það virðist nú gera í þeim tilfellum sem við erum að sjá núna en við verðum að halda vöku okkar og halda áfram að taka þátt í alþjóðsamfélaginu og berjast gegn þessu, þó svo að baráttan færist út fyrir okkar landamæri og eitthvert annað.“ Telur engin hópsmit hafa komið upp á útskriftahelginni stóru Nú eru um tvær vikur síðan nýjar tilslakanir tóku gildi og segir Víðir það ráðast á næstu dögum hvort við komumst heil út úr þeim. „Nú eru liðnir fjórtán dagar frá því að við fórum í tilslakanir og við erum ekki farin að sjá neitt bakslag ennþá. Ég held að ef tölur gærdagsins eru eins og mér sýnist þær vera að þá er það mjög jákvætt,“ segir hann. „Síðan þegar við sjáum hverjar tölur dagsins í dag verða þá verðum við komin fram yfir þennan venjulega tíma sem við höfum séð í ferli á smiti eftir þessa fyrstu stóru helgi eftir tilslakanir.“ Hann segir útlit fyrir það að engin fjölmenn hópsmit hafi komið upp helgina eftir tilslakanirnar, þegar fjölmörg ungmenni útskrifuðust úr menntaskóla og skemmtanir voru víða um borgina. „Þessar áhyggjur sem við höfðum af þessari útskriftahelgi að þar var að safnast saman gríðarlega stór hópur ungs fólks sem var ekki búinn að fá bólusetningu. Það fólk sem var mest á ferðinni þar, nýstúdentarnir og árgangarnir þar fyrir ofan voru óbólusetti,“ segir Víðir. „Það er reyndar þannig að mikið af ungu fólki er búið að fá bólusetningu vegna sumarvinnunnar sinnar. Það auðvitað hjálpar til við að slíta keðjuna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira