Stefnt að því að gefa starfsfólki frí um miðjan júlí Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júní 2021 11:54 Um klukkan tíu í morgun var löng röð við Laugardalshöll. Hátt í tólf þúsund verða bótusett í dag. vísir/arnar Hátt í tólf þúsund verða bólusettir í Laugardalshöll í dag. Stefnt er að því að gefa starfsfólkinu í höllinni frí um miðjan júlí. Enginn greindist með Covid-19 í gær. Nú eru 48 í einangrun og 247 í sóttkví. Rúmlega 100 þúsund manns eru nú fullbólusettir. Allt að þrjátíu þúsund skömmtun af bóluefni er til að dreifa í þessari vikur og það er stór dagur í dag að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þetta eru tíu til tólf þúsund manns sem er verið að bólusetja í dag í heildina. Enn einn stór dagurinn hjá okkur. Í dag erum við að bólusetja með Pfizer og verðum í Laugardalshöllinni í allan dag þannig að fögnum því. Þetta eru bæði endurbólusetningar og fyrsti af þremur hópum þar sem var dregið út með tilviljunarkenndu úrtaki þannig að það er í dag og svo höldum við áfram á morgun með Astra Zeneca og svo á fimmtudag með Jansen,“ segir Sigríður Dóra. Jansen bóluefnið er ekki enn komið til landsins. „Nú hef ég bara ekki fengið fréttir í morgun en ég á nú alveg von á því að það komi, það hefur alltaf allt staðist sem sóttvarnalæknir hefur sagt þannig ég hef alveg trú á því,“ segir Sigríður Dóra. Komi sendingin ekki verði fundin lausn á því. „Við bólusetjum náttúrulega með öllu efni sem við höfum og það verður bara farið yfir hvað er til og svo verðum við bara að endurmeta það,“ segir Sigríður Dóra. Von er á miklu magni af efni frá Pfizer til landsins á næstu vikum. Sigríður Dóra segir að ef allt gangi eftir með bólusetningar verði þær komnar mjög langt í byrjun júlí. „Við verðum með seinni bólusetningar af Pfizer fyrstu vikuna í júlí eða aðra og þá vonumst við til að gera farið í frí. Það er komin þreyta í mannskapinn. En það er allt í lagi að fara í frí þegar við erum búin með allar þessar grunnbólusetningar. Þá erum við komin í góð mál.“ En þetta mun þá ekki hafa áhrif á það að þið seinkið seinni bólusetningu hjá einhverjum hópnum? „Nei, það er alveg gengið út frá því. Þess vegna erum við að keyra þetta svona hratt núna. Það verða næstu þrjár vikur mjög stórar í fyrstu bólusetningu með Pfizer til þess að við getum endurbólusett aftur og við förum ekki í frí fyrr en það er komið,“ segir Sigríður Dóra. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Nú eru 48 í einangrun og 247 í sóttkví. Rúmlega 100 þúsund manns eru nú fullbólusettir. Allt að þrjátíu þúsund skömmtun af bóluefni er til að dreifa í þessari vikur og það er stór dagur í dag að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þetta eru tíu til tólf þúsund manns sem er verið að bólusetja í dag í heildina. Enn einn stór dagurinn hjá okkur. Í dag erum við að bólusetja með Pfizer og verðum í Laugardalshöllinni í allan dag þannig að fögnum því. Þetta eru bæði endurbólusetningar og fyrsti af þremur hópum þar sem var dregið út með tilviljunarkenndu úrtaki þannig að það er í dag og svo höldum við áfram á morgun með Astra Zeneca og svo á fimmtudag með Jansen,“ segir Sigríður Dóra. Jansen bóluefnið er ekki enn komið til landsins. „Nú hef ég bara ekki fengið fréttir í morgun en ég á nú alveg von á því að það komi, það hefur alltaf allt staðist sem sóttvarnalæknir hefur sagt þannig ég hef alveg trú á því,“ segir Sigríður Dóra. Komi sendingin ekki verði fundin lausn á því. „Við bólusetjum náttúrulega með öllu efni sem við höfum og það verður bara farið yfir hvað er til og svo verðum við bara að endurmeta það,“ segir Sigríður Dóra. Von er á miklu magni af efni frá Pfizer til landsins á næstu vikum. Sigríður Dóra segir að ef allt gangi eftir með bólusetningar verði þær komnar mjög langt í byrjun júlí. „Við verðum með seinni bólusetningar af Pfizer fyrstu vikuna í júlí eða aðra og þá vonumst við til að gera farið í frí. Það er komin þreyta í mannskapinn. En það er allt í lagi að fara í frí þegar við erum búin með allar þessar grunnbólusetningar. Þá erum við komin í góð mál.“ En þetta mun þá ekki hafa áhrif á það að þið seinkið seinni bólusetningu hjá einhverjum hópnum? „Nei, það er alveg gengið út frá því. Þess vegna erum við að keyra þetta svona hratt núna. Það verða næstu þrjár vikur mjög stórar í fyrstu bólusetningu með Pfizer til þess að við getum endurbólusett aftur og við förum ekki í frí fyrr en það er komið,“ segir Sigríður Dóra.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira