Dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa selt unglingsstúlkum fíkniefni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2021 14:28 Héraðsdómur Austurlands á Egilsstöðum. Vísir/Vilhelm Karlmaður var sakfelldur í Héraðsdómi Austurlands fyrir að hafa selt þremur stúlkum, sem voru fjórtán og sextán ára gamlar, kannabis og gefið einni þeirra amfetamín heima hjá sér. Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir brotin sem framin voru í Fjarðabyggð. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum 5,14 grömm af kannabisi, 1,42 grömm af amfetamíni og 98 skammta af LSD í sölu- og dreifingarskyni. Fíkniefnin fundust á heimili mannsins við húsleit. Maðurinn neitaði því að hafa selt og gefið stúlkunum fíkniefni en játaði að hafa haft fíkniefni í vörslum sínum. Hann neitaði því hins vegar að hafa verið með fíkniefnin í sölu- og dreifingarskyni. Þann 8. nóvember síðastliðinn barst lögreglu tilkynning frá foreldrum stúlknanna þriggja, sem þá voru fjórtán og sextán ára, um að maðurinn hefði selt stúlkunum kannabis kvöldið áður. Lögregla fór þá að heimili mannsins, og ræddu við hann, en mikil kannabislykt var í íbúð hans. Var þá lagt hald á fyrrnefnd fíkniefni sem fundust við húsleit. Við lögreglurannsókn kom meðal annars í ljós að frá 1. janúar 2019 til 13. nóvember 2020 höfðu hátt í 60 ótengdir einstaklingar lagt peninga inn á bankareikning mannsins í 124 færslum. Alls voru það 1.926.333 krónur. Vantaði reykingatól og sneru því aftur Í yfirheyrslum játaði maðurinn það að stúlkurnar hafi komið heim til hans umrætt grömm til þess að fá hjá honum eitt gramm af kannabisi, eða grasi. Þær hafi hins vegar ekki keypt það. Stúlkurnar hafi svo reykt grasið á svölunum hjá manninum. Þar að auki hafi ein stúlknanna neytt amfetamíns. Við lögregluyfirheyrslur báru lögreglumenn gögn úr síma mannsins undir hann. Þar á meðal voru samskipti á milli hans og stúlknanna, þar sem umræðuefnið varðaði kaupverð á fíkniefnum. Maðurinn staðfesti að hann hafi átt í þessum samskiptum en þegar á hólminn hafi verið komið hafi hann ekki rukkað þær um gjaldið. Stúlkurnar hins vegar voru sammála um það að þær hafi greitt 4.000 krónur fyrir grammið af grasi sem þær keyptu af manninum. Þær hafi ætlað að fara annað til að reykja grasið en þær hafi þá uppgötvað að þær vanhagaði um bréfsefni til að reykja efnið. Maðurinn hafi þá boðið þeim aftur til sín og leyft þeim að reykja efnið á svölunum. Dómsmál Fjarðabyggð Fíkniefnabrot Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira
Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum 5,14 grömm af kannabisi, 1,42 grömm af amfetamíni og 98 skammta af LSD í sölu- og dreifingarskyni. Fíkniefnin fundust á heimili mannsins við húsleit. Maðurinn neitaði því að hafa selt og gefið stúlkunum fíkniefni en játaði að hafa haft fíkniefni í vörslum sínum. Hann neitaði því hins vegar að hafa verið með fíkniefnin í sölu- og dreifingarskyni. Þann 8. nóvember síðastliðinn barst lögreglu tilkynning frá foreldrum stúlknanna þriggja, sem þá voru fjórtán og sextán ára, um að maðurinn hefði selt stúlkunum kannabis kvöldið áður. Lögregla fór þá að heimili mannsins, og ræddu við hann, en mikil kannabislykt var í íbúð hans. Var þá lagt hald á fyrrnefnd fíkniefni sem fundust við húsleit. Við lögreglurannsókn kom meðal annars í ljós að frá 1. janúar 2019 til 13. nóvember 2020 höfðu hátt í 60 ótengdir einstaklingar lagt peninga inn á bankareikning mannsins í 124 færslum. Alls voru það 1.926.333 krónur. Vantaði reykingatól og sneru því aftur Í yfirheyrslum játaði maðurinn það að stúlkurnar hafi komið heim til hans umrætt grömm til þess að fá hjá honum eitt gramm af kannabisi, eða grasi. Þær hafi hins vegar ekki keypt það. Stúlkurnar hafi svo reykt grasið á svölunum hjá manninum. Þar að auki hafi ein stúlknanna neytt amfetamíns. Við lögregluyfirheyrslur báru lögreglumenn gögn úr síma mannsins undir hann. Þar á meðal voru samskipti á milli hans og stúlknanna, þar sem umræðuefnið varðaði kaupverð á fíkniefnum. Maðurinn staðfesti að hann hafi átt í þessum samskiptum en þegar á hólminn hafi verið komið hafi hann ekki rukkað þær um gjaldið. Stúlkurnar hins vegar voru sammála um það að þær hafi greitt 4.000 krónur fyrir grammið af grasi sem þær keyptu af manninum. Þær hafi ætlað að fara annað til að reykja grasið en þær hafi þá uppgötvað að þær vanhagaði um bréfsefni til að reykja efnið. Maðurinn hafi þá boðið þeim aftur til sín og leyft þeim að reykja efnið á svölunum.
Dómsmál Fjarðabyggð Fíkniefnabrot Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira