Kvartað vegna þátttöku Áslaugar og Víðis í „Ég trúi“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. júní 2021 21:43 Áslaug Arna og Víðir Reynisson lýstu því yfir að þau tryðu þolendum ofbeldis. vísir/vilhelm Kvartað var til umboðsmanns Alþingis yfir þátttöku Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns almannavarna, í myndbandinu „Ég trúi“, sem hlaðvarpið Eigin konur gaf út til stuðnings þolendum ofbeldis. Umboðsmaður segir að kvörtun til hans verði að varða tiltekna athöfn, athafnaleysi eða ákvörðun stjórnvalds, sem felur í sér beitingu stjórnsýsluvalds og beinist að eða hefur áhrif á hagsmuni þess sem kvartar. Starfsemi og málsmeðferð stjórnvalds er alla jafna ekki tekin til almennrar athugunar á grundvelli kvörtunar heldur verður umboðsmaður Alþingis sjálfur að ákveða að fara í frumkvæðisathugun á þeim. Hann mun því ekki taka afstöðu til eða fjalla um þátttöku ráðherrans og yfirlögregluþjónsins í myndbandinu vegna kvörtunarinnar. Kvörtuninni haldið til haga Í svari við kvörtuninni sem umboðsmaður birti á heimasíðu sinni segir hann þó að henni verði verði haldið til haga, eins og öllum ábendingum sem berast embættinu, og það metið hvort tilefni sé til að taka atriði hennar til frumkvæðisathugunar. „Verði málefnið tekið til athugunar er almennt ekki upplýst um það sérstaklega heldur er tilkynnt um athugunina á vefsíðu umboðsmanns,“ segir í svarinu. Fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar stigu fram í myndbandinu og sögðust trúa brotaþolum í ofbeldismálum. Myndbandið fjarlægt Myndbandið sem um ræðir var framleitt af hlaðvarpinu Eigin konur, sem þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir halda úti. Í því kom fram fjöldi frægra einstaklinga fram og lýsti yfir stuðningi við þolendur ofbeldis með orðunum „ég trúi“. Meðal þeirra sem þar komu fram voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, en í kjölfarið vöknuðu spurningar um hvort eðlilegt væri að æðsti yfirmaður dómstóla og yfirmaður innan lögreglunnar tækju þátt í slíku myndbandi. Í samtali við Vísi um miðjan síðasta mánuð sagði Áslaug að hún teldi það ekki mistök að hafa tekið þátt í myndbandinu. „Ég tók bara afstöðu með því að styðja þær vinkonur mínar og þolendur sem hafa stigið fram í að segja sína sögu,“ sagði hún. Myndbandið var fjarlægt af YouTube skömmu eftir birtingu eftir að tveir einstaklingar sem komu fram í því lýstu því yfir að þeir hefðu farið yfir mörk kvenna. Það voru þeir Magnús Sigurbjörnsson, bróðir Áslaugar, og Pálmar Ragnarsson. Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar MeToo Dómstólar Tengdar fréttir #Égtrúi: „Nú þurfum við bræður, synir og feður að tala saman“ Hlaðvarpið Eigin konur gaf út nýtt myndband í dag til stuðnings þolenda ofbeldis. Handritið gerðu þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir ásamt leikstjóra myndbandsins, Davíð Goða Þorvarðarsyni. 12. maí 2021 09:54 Fjarlægja „Ég trúi“ myndbandið og ráða ráðum sínum Myndband sem ber yfirskriftina „Ég trúi“ og sett var í loftið af stjórnendum hlaðvarpsþáttarins Eigin konur hefur verið tekið tímabundið úr birtingu. Annar þáttastjórnandinn segir leiðinlegt mál hafa komið upp sem tengist einstaklingi í myndbandinu. Boðskapurinn breytist þó ekki. Trúa eigi þolendum. 13. maí 2021 21:21 Tveir úr myndbandinu viðurkenna að hafa farið yfir mörk Magnús Sigurbjörnsson og Pálmar Ragnarsson segjast ýmist hafa eða mjög líklega hafa farið yfir mörk kvenna í lífi sínu. Magnús og Pálmar voru á meðal þeirra sem stigu fram í myndbandinu „Ég trúi“ sem birt var í gær til stuðnings þolendum ofbeldis. 13. maí 2021 23:47 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Umboðsmaður segir að kvörtun til hans verði að varða tiltekna athöfn, athafnaleysi eða ákvörðun stjórnvalds, sem felur í sér beitingu stjórnsýsluvalds og beinist að eða hefur áhrif á hagsmuni þess sem kvartar. Starfsemi og málsmeðferð stjórnvalds er alla jafna ekki tekin til almennrar athugunar á grundvelli kvörtunar heldur verður umboðsmaður Alþingis sjálfur að ákveða að fara í frumkvæðisathugun á þeim. Hann mun því ekki taka afstöðu til eða fjalla um þátttöku ráðherrans og yfirlögregluþjónsins í myndbandinu vegna kvörtunarinnar. Kvörtuninni haldið til haga Í svari við kvörtuninni sem umboðsmaður birti á heimasíðu sinni segir hann þó að henni verði verði haldið til haga, eins og öllum ábendingum sem berast embættinu, og það metið hvort tilefni sé til að taka atriði hennar til frumkvæðisathugunar. „Verði málefnið tekið til athugunar er almennt ekki upplýst um það sérstaklega heldur er tilkynnt um athugunina á vefsíðu umboðsmanns,“ segir í svarinu. Fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar stigu fram í myndbandinu og sögðust trúa brotaþolum í ofbeldismálum. Myndbandið fjarlægt Myndbandið sem um ræðir var framleitt af hlaðvarpinu Eigin konur, sem þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir halda úti. Í því kom fram fjöldi frægra einstaklinga fram og lýsti yfir stuðningi við þolendur ofbeldis með orðunum „ég trúi“. Meðal þeirra sem þar komu fram voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, en í kjölfarið vöknuðu spurningar um hvort eðlilegt væri að æðsti yfirmaður dómstóla og yfirmaður innan lögreglunnar tækju þátt í slíku myndbandi. Í samtali við Vísi um miðjan síðasta mánuð sagði Áslaug að hún teldi það ekki mistök að hafa tekið þátt í myndbandinu. „Ég tók bara afstöðu með því að styðja þær vinkonur mínar og þolendur sem hafa stigið fram í að segja sína sögu,“ sagði hún. Myndbandið var fjarlægt af YouTube skömmu eftir birtingu eftir að tveir einstaklingar sem komu fram í því lýstu því yfir að þeir hefðu farið yfir mörk kvenna. Það voru þeir Magnús Sigurbjörnsson, bróðir Áslaugar, og Pálmar Ragnarsson.
Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar MeToo Dómstólar Tengdar fréttir #Égtrúi: „Nú þurfum við bræður, synir og feður að tala saman“ Hlaðvarpið Eigin konur gaf út nýtt myndband í dag til stuðnings þolenda ofbeldis. Handritið gerðu þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir ásamt leikstjóra myndbandsins, Davíð Goða Þorvarðarsyni. 12. maí 2021 09:54 Fjarlægja „Ég trúi“ myndbandið og ráða ráðum sínum Myndband sem ber yfirskriftina „Ég trúi“ og sett var í loftið af stjórnendum hlaðvarpsþáttarins Eigin konur hefur verið tekið tímabundið úr birtingu. Annar þáttastjórnandinn segir leiðinlegt mál hafa komið upp sem tengist einstaklingi í myndbandinu. Boðskapurinn breytist þó ekki. Trúa eigi þolendum. 13. maí 2021 21:21 Tveir úr myndbandinu viðurkenna að hafa farið yfir mörk Magnús Sigurbjörnsson og Pálmar Ragnarsson segjast ýmist hafa eða mjög líklega hafa farið yfir mörk kvenna í lífi sínu. Magnús og Pálmar voru á meðal þeirra sem stigu fram í myndbandinu „Ég trúi“ sem birt var í gær til stuðnings þolendum ofbeldis. 13. maí 2021 23:47 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
#Égtrúi: „Nú þurfum við bræður, synir og feður að tala saman“ Hlaðvarpið Eigin konur gaf út nýtt myndband í dag til stuðnings þolenda ofbeldis. Handritið gerðu þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir ásamt leikstjóra myndbandsins, Davíð Goða Þorvarðarsyni. 12. maí 2021 09:54
Fjarlægja „Ég trúi“ myndbandið og ráða ráðum sínum Myndband sem ber yfirskriftina „Ég trúi“ og sett var í loftið af stjórnendum hlaðvarpsþáttarins Eigin konur hefur verið tekið tímabundið úr birtingu. Annar þáttastjórnandinn segir leiðinlegt mál hafa komið upp sem tengist einstaklingi í myndbandinu. Boðskapurinn breytist þó ekki. Trúa eigi þolendum. 13. maí 2021 21:21
Tveir úr myndbandinu viðurkenna að hafa farið yfir mörk Magnús Sigurbjörnsson og Pálmar Ragnarsson segjast ýmist hafa eða mjög líklega hafa farið yfir mörk kvenna í lífi sínu. Magnús og Pálmar voru á meðal þeirra sem stigu fram í myndbandinu „Ég trúi“ sem birt var í gær til stuðnings þolendum ofbeldis. 13. maí 2021 23:47