Stjörnumenn þurfa að laga vandræða leikhlutann sinn ætli þeir í oddaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2021 14:31 Callum Reese Lawson skoraði 9 stig í þriðja leikhluta í síðasta leik og hér er hann að losa sig frá Austin James Brodeur í síðasta leik liðanna í Garðabænum. Vísir/Bára Stjörnumenn berjast fyrir lífi sínu í úrslitakeppni Domino's deild karla í körfubolta í kvöld en Þórsarar geta þá sent Garðbæinga í sumarfrí og tryggt sér sæti í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Þór vann síðasta leik liðanna mjög sannfærandi með 23 stiga mun þar sem Þorlákshafnarmenn hittu úr 60% þriggja stiga skota sinna og settu alls 115 stig á töfluna. Þetta var fjórði sigur Þórsara í fimm leikjum á móti Stjörnunni á tímabilinu. Eina tapið kom í leik eitt í þessu undanúrslitaeinvígi en Garðbæingar sóttu þá sigur á útivöll. Þórsarar hafa svarað með tveimur sigrum í röð og geta nú klárað einvígið í kvöld. Það er auðvitað ýmislegt sem Stjörnuliðið þarf að laga eftir skellinn í síðasta leik en það er þó sérstaklega einn leikhluti sem hefur farið afar illa með liðið á móti Þór. Stjarnan var í þriðja sæti yfir besta nettó í þriðja leikhluta í deildinni í vetur og vann hann með samtals 18 stigum í einvíginu á móti Grindavík sem var það besta í átta liða úrslitunum. Leikirnir á móti Þór eru allt önnur saga. Yfirburðir Þórsliðsins í einum leikhluta í þessum fimm leikjum liðanna eru sláandi. Hálfleiksræður Arnar Guðjónssonar hafa nefnilega ekki borið mikinn árangur en á sama tíma hefur Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, hins vegar náð að kveikja í sínum mönnum og breyta rétt. Þórsarar hafa unnið þriðja leikhlutann með samtals 38 stigum í þessum fimm leikjum eða með 7,6 stigum að meðaltali. Þeir eru að skora 25,6 stig að meðaltali á móti 18,0 stigum frá Stjörnunni. Þórsarar hafa unnið þriðja leikhluta í öllum leikjunum fimm en eini tapleikurinn sker sig þó aðeins úr. Eini sigurleikur Stjörnunnar á móti Þór kom í leik sem þeir töpuðu þriðja leikhlutanum bara með einu stigi. Þór hefur unnið þriðja leikhlutann í hinum fjórum leikjunum með sex stigum eða meira. Í raun má segja að Þórsaliðið hafi hlaupið yfir Stjörnumenn í seinni hálfleik í vetur. Stjarnan hefur unnið fyrri hálfleik leikja liðanna með samanlagt 11 stigum en Þórsarar hafa aftur á móti unnið seinni hálfleikina með 49 stigum. Auðvitað á þriðji leikhlutinn stærstan hlut í viðsnúningi Þórsliðsins en Stjörnumenn hafa hreinlega átt fá svör við tempó Þórsliðsins eftir hlé. Leikur Stjörnunnar og Þórs í kvöld hefst klukkan 20.15 og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hjá Domino's Körfuboltakvöldi hefst klukkan 19.45 og strax á eftir leiknum verður hann gerður upp í Domino's Körfuboltakvöldi á sömu stöð. Nettó eftir leikhlutum í fimm leikjum Þórs og Stjörnunnar i vetur: 1. leikhluti: Stjarnan +3 2. leikhluti: Stjarnan +8 3. leikhluti: Þór Þorl. +38 4. leikhluti: Þór Þorl. +11 - Þórsarar eru 38 stig í plús í heildarnettó sem er einmitt forskot liðsins í þriðja leikhluta. Þriðji leikhluti í fimm leikjum Þórs og Stjörnunnar i vetur: Deildarleikur eitt í Garðabæ: Þór Þorl. +8 Deildarleikur tvö í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +15 Úrslitakeppni, leikur eitt í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +1 Úrslitakeppni, leikur tvö í Garðabæ: Þór Þorl. +6 Úrslitakeppni, leikur þrjú í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +8 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Stjarnan Þór Þorlákshöfn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Þór vann síðasta leik liðanna mjög sannfærandi með 23 stiga mun þar sem Þorlákshafnarmenn hittu úr 60% þriggja stiga skota sinna og settu alls 115 stig á töfluna. Þetta var fjórði sigur Þórsara í fimm leikjum á móti Stjörnunni á tímabilinu. Eina tapið kom í leik eitt í þessu undanúrslitaeinvígi en Garðbæingar sóttu þá sigur á útivöll. Þórsarar hafa svarað með tveimur sigrum í röð og geta nú klárað einvígið í kvöld. Það er auðvitað ýmislegt sem Stjörnuliðið þarf að laga eftir skellinn í síðasta leik en það er þó sérstaklega einn leikhluti sem hefur farið afar illa með liðið á móti Þór. Stjarnan var í þriðja sæti yfir besta nettó í þriðja leikhluta í deildinni í vetur og vann hann með samtals 18 stigum í einvíginu á móti Grindavík sem var það besta í átta liða úrslitunum. Leikirnir á móti Þór eru allt önnur saga. Yfirburðir Þórsliðsins í einum leikhluta í þessum fimm leikjum liðanna eru sláandi. Hálfleiksræður Arnar Guðjónssonar hafa nefnilega ekki borið mikinn árangur en á sama tíma hefur Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, hins vegar náð að kveikja í sínum mönnum og breyta rétt. Þórsarar hafa unnið þriðja leikhlutann með samtals 38 stigum í þessum fimm leikjum eða með 7,6 stigum að meðaltali. Þeir eru að skora 25,6 stig að meðaltali á móti 18,0 stigum frá Stjörnunni. Þórsarar hafa unnið þriðja leikhluta í öllum leikjunum fimm en eini tapleikurinn sker sig þó aðeins úr. Eini sigurleikur Stjörnunnar á móti Þór kom í leik sem þeir töpuðu þriðja leikhlutanum bara með einu stigi. Þór hefur unnið þriðja leikhlutann í hinum fjórum leikjunum með sex stigum eða meira. Í raun má segja að Þórsaliðið hafi hlaupið yfir Stjörnumenn í seinni hálfleik í vetur. Stjarnan hefur unnið fyrri hálfleik leikja liðanna með samanlagt 11 stigum en Þórsarar hafa aftur á móti unnið seinni hálfleikina með 49 stigum. Auðvitað á þriðji leikhlutinn stærstan hlut í viðsnúningi Þórsliðsins en Stjörnumenn hafa hreinlega átt fá svör við tempó Þórsliðsins eftir hlé. Leikur Stjörnunnar og Þórs í kvöld hefst klukkan 20.15 og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hjá Domino's Körfuboltakvöldi hefst klukkan 19.45 og strax á eftir leiknum verður hann gerður upp í Domino's Körfuboltakvöldi á sömu stöð. Nettó eftir leikhlutum í fimm leikjum Þórs og Stjörnunnar i vetur: 1. leikhluti: Stjarnan +3 2. leikhluti: Stjarnan +8 3. leikhluti: Þór Þorl. +38 4. leikhluti: Þór Þorl. +11 - Þórsarar eru 38 stig í plús í heildarnettó sem er einmitt forskot liðsins í þriðja leikhluta. Þriðji leikhluti í fimm leikjum Þórs og Stjörnunnar i vetur: Deildarleikur eitt í Garðabæ: Þór Þorl. +8 Deildarleikur tvö í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +15 Úrslitakeppni, leikur eitt í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +1 Úrslitakeppni, leikur tvö í Garðabæ: Þór Þorl. +6 Úrslitakeppni, leikur þrjú í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +8 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Nettó eftir leikhlutum í fimm leikjum Þórs og Stjörnunnar i vetur: 1. leikhluti: Stjarnan +3 2. leikhluti: Stjarnan +8 3. leikhluti: Þór Þorl. +38 4. leikhluti: Þór Þorl. +11 - Þórsarar eru 38 stig í plús í heildarnettó sem er einmitt forskot liðsins í þriðja leikhluta. Þriðji leikhluti í fimm leikjum Þórs og Stjörnunnar i vetur: Deildarleikur eitt í Garðabæ: Þór Þorl. +8 Deildarleikur tvö í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +15 Úrslitakeppni, leikur eitt í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +1 Úrslitakeppni, leikur tvö í Garðabæ: Þór Þorl. +6 Úrslitakeppni, leikur þrjú í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +8
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Stjarnan Þór Þorlákshöfn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum