Bandarískir strandgæsluliðar í þjálfun við höfn í Reykjavík Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2021 22:28 Skipið verður opið almenningi á föstudag og laugardag. Vísir/Arnar Tæplega tvö hundruð ungmenni eru í þjálfun til starfa hjá bandarísku strandgæslunni um borð í tæplega hundrað metra löngu seglskipi sem kom til hafnar í Reykjavík í morgun. Bandaríska seglskipið Eagle lagði að landi í Reykjavíkurhöfn um hádegisbil í dag. Skipið er notað fyrir þjálfun nýliða í landhelgisgæslu Bandaríkjanna en það heldur til Bermúda í næstu viku. „Strandgæsluskólinn er í allt um 200 vikna reynsla. En þessar fimm til sex vikur um borð í Eagle fara í að veita þessum ungu langhelgisgæsluliðum fyrstu þjálfun við stýri og á útkikki, auk vélfræði,“ segir Michael Turdo, skipherra á Eagle. Michael Turdo er skipherra á Eagle.Vísir/Arnar Sjóliðinn Genzo Mathuas González prísar sig sælan að fá að ferðast með skipinu um höfin sjö. „Þetta er blessun. Þetta hefur verið erfið en mjög gefandi ferð. Þá þjálfun sem maður fær hér er ekki hægt að fá annars staðar.“ Skipið er hið glæsilegasta og hefur verið haldið í upprunalegt útlit þess en það var byggt árið 1936 og eru 190 manns eru í áhöfn skipsins. „Til að sigla skipinu þurfum við að hafa rúmlega hundrað manns um borð. Núna erum við með 191 um borð. Að koma öllum seglum upp útheimtir mikla vinnu og við viljum sigla,“ segir Michael. Genzo Mathuas González er í þjálfun á skipinu.Vísir/Arnar Skipið er 95 metra langt og er hæsta mastur skipsins í 50 metra hæð. Það er fréttamanni til efs að nemarnir á skipinu séu klæddir í hælaskó, líkt og hún sjálf var þegar hún freistaði þess að klifra upp stigann á mastrinu. „Að vera þarna uppi klukkan þrjú að nóttu og sjá ekkert nema stjörnurnar, bara vera úti á sjó og njóta reynslunnar,“ segir Genzo. Skipið verður opið almenningi á föstudaginn frá 12 til 20 og á sunnudag frá klukkan 13 til 18. Bandaríkin Landhelgisgæslan Reykjavík Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Bandaríska seglskipið Eagle lagði að landi í Reykjavíkurhöfn um hádegisbil í dag. Skipið er notað fyrir þjálfun nýliða í landhelgisgæslu Bandaríkjanna en það heldur til Bermúda í næstu viku. „Strandgæsluskólinn er í allt um 200 vikna reynsla. En þessar fimm til sex vikur um borð í Eagle fara í að veita þessum ungu langhelgisgæsluliðum fyrstu þjálfun við stýri og á útkikki, auk vélfræði,“ segir Michael Turdo, skipherra á Eagle. Michael Turdo er skipherra á Eagle.Vísir/Arnar Sjóliðinn Genzo Mathuas González prísar sig sælan að fá að ferðast með skipinu um höfin sjö. „Þetta er blessun. Þetta hefur verið erfið en mjög gefandi ferð. Þá þjálfun sem maður fær hér er ekki hægt að fá annars staðar.“ Skipið er hið glæsilegasta og hefur verið haldið í upprunalegt útlit þess en það var byggt árið 1936 og eru 190 manns eru í áhöfn skipsins. „Til að sigla skipinu þurfum við að hafa rúmlega hundrað manns um borð. Núna erum við með 191 um borð. Að koma öllum seglum upp útheimtir mikla vinnu og við viljum sigla,“ segir Michael. Genzo Mathuas González er í þjálfun á skipinu.Vísir/Arnar Skipið er 95 metra langt og er hæsta mastur skipsins í 50 metra hæð. Það er fréttamanni til efs að nemarnir á skipinu séu klæddir í hælaskó, líkt og hún sjálf var þegar hún freistaði þess að klifra upp stigann á mastrinu. „Að vera þarna uppi klukkan þrjú að nóttu og sjá ekkert nema stjörnurnar, bara vera úti á sjó og njóta reynslunnar,“ segir Genzo. Skipið verður opið almenningi á föstudaginn frá 12 til 20 og á sunnudag frá klukkan 13 til 18.
Bandaríkin Landhelgisgæslan Reykjavík Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira