Bestu myndir af Ganýmedes í áratugi Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2021 08:41 Svarthví mynd af Ganýmedes sem Juno tók þegar farið flaug fram hjá 7. júní 2021. NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS Myndir sem bandaríska geimfarið Juno tók af Ganýmedes, stærsta tungli Júpíters, og bárust til jarðar í vikunni eru þær skýrustu í áratugi. Geimfarið flaug þá nær tunglinu en nokkuð annað geimfar hefur gert frá því á síðustu öld. Framhjáflug Juno hjá Ganýmedes átti sér stað á mánudag, 7. júní. Flaug það næst í um 1.038 kílómetra fjarlægð frá yfirborði risatunglsins. Ekkert geimfar hefur flogið svo nærri Ganýmedes frá því að Galileo, geimfar bandarísku geimvísindastofnunar NASA, gerði það í maí árið 2000. Ganýmedes er stærsta tungl Júpíters, eitt Galíleotunglanna fjögurra, og það stærsta í sólkerfinu. Tunglið er stærra en reikistjarnan Merkúríus og er það eina í sólkerfinu sem er með eigin segulsvið. Heimsókn Juno var meðal annars ætlað að rannsaka nánar efnasamsetningu Ganýmedes, jónahvolf hans, segulsvið og ísskorpu. Fyrstu tvær myndirnar úr framhjáfluginu bárust til jarðar í vikunni en fleiri eru væntanlegar. Á þeim sjást glöggt kennileiti á yfirborðinu eins og gígar, dökk og ljós svæði og ílangar jarðmyndarnir sem talið er að gætu tengst flekahreyfingum á tunglinu, að því er segir í tilkynningu á vef NASA. Gígar og rákir setja svip sinn á ísilagt yfirborð Ganýmedes. Talið er að rákirnar gætu verið merki um flekahreyfingar.NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS Náði Juno myndum af nær heilli hlið Ganýmedes. Búið er að ná í myndir frá farinu sem voru teknar með síu sem er næm fyrir grænum lit en þegar þær sem voru teknar með rauðri og blárri síu skila sér verður hægt að setja saman litmynd af ístunglinu. Juno hefur verið á braut um Júpíter frá árinu 2016. Aðalmarkmið leiðangursins er að rannsaka uppruna, uppbyggingu og lofthjúp þessarar stærstu reikistjörnu sólkerfisins. Hefur farinu verið flogið ítrekað yfir pólsvæði Júpíters og tekið stórbrotnar myndir af skýjuðum lofthjúpi reikistjörnunnar. Geimurinn Vísindi Júpíter Tengdar fréttir Heiðskírt með 400 metrum á sekúndu Veðurofsinn í heiðhvolfi Júpíters, stærstu reikistjörnu sólkerfisins, hefur nú verið mældur beint í fyrsta skipti. Vindhraðinn mældist ríflega 400 metrar á sekúndu við heimskaut gasrisans og telja stjörnufræðingar veðurfyrirbrigðið einstakt í sólkerfinu. 18. mars 2021 15:56 Bestu geimljósmyndir ársins 2019 Árið sem nú er að líða var ágætlega gjöfult þegar kom að verkefnum í geimnum og fjöldi ljósmynda frá geimförum og sjónaukum hér á jörðu niðri af plánetum og öðru sem flýtur um í geimnum litu dagsins ljós. 30. desember 2019 11:30 Innri gerð Júpíters afhjúpuð með mælingum Juno Beltin í lofthjúpi gasrisan ná þúsundir kílómetra niður fyrir yfirborðið og innra byrðið snýst að mestu leyti eins og hnöttur úr föstu efni. 8. mars 2018 22:30 NASA deilir mynd íslensks tölvunarfræðings af Júpíter Þúsundir manna hafa deilt og líkað við mynd sem Björn Jónsson, tölvunarfræðingur, vann af Stóra rauða bletti Júpíters eftir að NASA deildi henni á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. 28. júlí 2017 10:54 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Framhjáflug Juno hjá Ganýmedes átti sér stað á mánudag, 7. júní. Flaug það næst í um 1.038 kílómetra fjarlægð frá yfirborði risatunglsins. Ekkert geimfar hefur flogið svo nærri Ganýmedes frá því að Galileo, geimfar bandarísku geimvísindastofnunar NASA, gerði það í maí árið 2000. Ganýmedes er stærsta tungl Júpíters, eitt Galíleotunglanna fjögurra, og það stærsta í sólkerfinu. Tunglið er stærra en reikistjarnan Merkúríus og er það eina í sólkerfinu sem er með eigin segulsvið. Heimsókn Juno var meðal annars ætlað að rannsaka nánar efnasamsetningu Ganýmedes, jónahvolf hans, segulsvið og ísskorpu. Fyrstu tvær myndirnar úr framhjáfluginu bárust til jarðar í vikunni en fleiri eru væntanlegar. Á þeim sjást glöggt kennileiti á yfirborðinu eins og gígar, dökk og ljós svæði og ílangar jarðmyndarnir sem talið er að gætu tengst flekahreyfingum á tunglinu, að því er segir í tilkynningu á vef NASA. Gígar og rákir setja svip sinn á ísilagt yfirborð Ganýmedes. Talið er að rákirnar gætu verið merki um flekahreyfingar.NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS Náði Juno myndum af nær heilli hlið Ganýmedes. Búið er að ná í myndir frá farinu sem voru teknar með síu sem er næm fyrir grænum lit en þegar þær sem voru teknar með rauðri og blárri síu skila sér verður hægt að setja saman litmynd af ístunglinu. Juno hefur verið á braut um Júpíter frá árinu 2016. Aðalmarkmið leiðangursins er að rannsaka uppruna, uppbyggingu og lofthjúp þessarar stærstu reikistjörnu sólkerfisins. Hefur farinu verið flogið ítrekað yfir pólsvæði Júpíters og tekið stórbrotnar myndir af skýjuðum lofthjúpi reikistjörnunnar.
Geimurinn Vísindi Júpíter Tengdar fréttir Heiðskírt með 400 metrum á sekúndu Veðurofsinn í heiðhvolfi Júpíters, stærstu reikistjörnu sólkerfisins, hefur nú verið mældur beint í fyrsta skipti. Vindhraðinn mældist ríflega 400 metrar á sekúndu við heimskaut gasrisans og telja stjörnufræðingar veðurfyrirbrigðið einstakt í sólkerfinu. 18. mars 2021 15:56 Bestu geimljósmyndir ársins 2019 Árið sem nú er að líða var ágætlega gjöfult þegar kom að verkefnum í geimnum og fjöldi ljósmynda frá geimförum og sjónaukum hér á jörðu niðri af plánetum og öðru sem flýtur um í geimnum litu dagsins ljós. 30. desember 2019 11:30 Innri gerð Júpíters afhjúpuð með mælingum Juno Beltin í lofthjúpi gasrisan ná þúsundir kílómetra niður fyrir yfirborðið og innra byrðið snýst að mestu leyti eins og hnöttur úr föstu efni. 8. mars 2018 22:30 NASA deilir mynd íslensks tölvunarfræðings af Júpíter Þúsundir manna hafa deilt og líkað við mynd sem Björn Jónsson, tölvunarfræðingur, vann af Stóra rauða bletti Júpíters eftir að NASA deildi henni á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. 28. júlí 2017 10:54 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Heiðskírt með 400 metrum á sekúndu Veðurofsinn í heiðhvolfi Júpíters, stærstu reikistjörnu sólkerfisins, hefur nú verið mældur beint í fyrsta skipti. Vindhraðinn mældist ríflega 400 metrar á sekúndu við heimskaut gasrisans og telja stjörnufræðingar veðurfyrirbrigðið einstakt í sólkerfinu. 18. mars 2021 15:56
Bestu geimljósmyndir ársins 2019 Árið sem nú er að líða var ágætlega gjöfult þegar kom að verkefnum í geimnum og fjöldi ljósmynda frá geimförum og sjónaukum hér á jörðu niðri af plánetum og öðru sem flýtur um í geimnum litu dagsins ljós. 30. desember 2019 11:30
Innri gerð Júpíters afhjúpuð með mælingum Juno Beltin í lofthjúpi gasrisan ná þúsundir kílómetra niður fyrir yfirborðið og innra byrðið snýst að mestu leyti eins og hnöttur úr föstu efni. 8. mars 2018 22:30
NASA deilir mynd íslensks tölvunarfræðings af Júpíter Þúsundir manna hafa deilt og líkað við mynd sem Björn Jónsson, tölvunarfræðingur, vann af Stóra rauða bletti Júpíters eftir að NASA deildi henni á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. 28. júlí 2017 10:54