Hættum að rífast og byrjum að vinna Bryndís Haraldsdóttir skrifar 10. júní 2021 10:31 Álag á samgöngukerfið á Íslandi hefur aukist mikið á síðasta áratug en sérfræðingar hafa nú greint flæði umferðar, skipulags- og uppbyggingaráætlanir og lagt fram heildaráætlun sem birtist í höfuðborgarsáttmálanum sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu ásamt ríkinu. Í sáttmálanum er horft til ljósastýringar, stofnvegaframkvæmda, eflingu almenningssamgangan og hjólreiðastíga. Heildstæð lausn sem mun gagnast okkur öllum. Sundabraut er ekki hluti af höfuðborgarsáttmálanum en er engu að síður mikilvæg samgöngubót bæði fyrir höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina. Minna kolefnisfótspor með Sundabraut Sundabraut styttir vegalengdina á milli Kjalarness og miðborgarinnar og bætir umferðaraðgengi frá Vestur- og Norðurlandi að borginni. Þá léttir Sundabraut á umferð um Vesturlandsveg í gegnum Mosfellsbæ. Sundabraut sparar akstur og þungaflutninga og mun þannig spara kolefnisfótspor. Hún er mikilvæg tenging við gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins og með henni verður til bætt tenging Grafarvogshverfis við gatnakerfi borgarinnar og töluvert myndi draga úr álagi um Ártúnsbrekku. Einkaframkvæmd er eina lausnin Kostnaður við Sundabraut er áætlaður á bilinu 70-80 milljarðar og til samanburðar eru heildarframlög til Vegagerðarinnar 30 milljarðar, þar með taldir innviðir í flugi, siglingum og vegakerfi. Það er því algjörlega óraunhæft að ætla að hægt sé að taka 70-80 milljarða, til að leggja Sundabraut, úr ríkissjóði. Það myndi kalla á að ekkert annað yrði gert í viðhaldi eða uppbyggingu annarra samgöngumannvirkja eða að fjármagn yrði tekið úr öðrum mikilvægum málaflokkum eins og heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, löggæslu o.s.frv. Hér þarf einfaldlega aðrar lausnir. Hvalfjarðargöngin gott dæmi Í mörg ár hefur verið bent á möguleika á samstarfsverkefni einkaaðila og hins opinbera, svokölluð PPP-verkefni, og eru Hvalfjarðargöng besta dæmið um slíkt. Ég lagði ásamt nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fram þingsályktun þar sem lagt er til að Sundabraut verði boðin út í einkaframkvæmd og er sannfærð um að það sé raunhæf leið til að sjá þessa samgöngubót verða að veruleika. Ég er sannfærð um að lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar sem horfa til lengri tíma telji Sundabraut arðbæran og álitlegan fjárfestingakost. Hættum að rífast um þetta og byrjum að vinna! Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri dagana 10.-12. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Álag á samgöngukerfið á Íslandi hefur aukist mikið á síðasta áratug en sérfræðingar hafa nú greint flæði umferðar, skipulags- og uppbyggingaráætlanir og lagt fram heildaráætlun sem birtist í höfuðborgarsáttmálanum sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu ásamt ríkinu. Í sáttmálanum er horft til ljósastýringar, stofnvegaframkvæmda, eflingu almenningssamgangan og hjólreiðastíga. Heildstæð lausn sem mun gagnast okkur öllum. Sundabraut er ekki hluti af höfuðborgarsáttmálanum en er engu að síður mikilvæg samgöngubót bæði fyrir höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina. Minna kolefnisfótspor með Sundabraut Sundabraut styttir vegalengdina á milli Kjalarness og miðborgarinnar og bætir umferðaraðgengi frá Vestur- og Norðurlandi að borginni. Þá léttir Sundabraut á umferð um Vesturlandsveg í gegnum Mosfellsbæ. Sundabraut sparar akstur og þungaflutninga og mun þannig spara kolefnisfótspor. Hún er mikilvæg tenging við gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins og með henni verður til bætt tenging Grafarvogshverfis við gatnakerfi borgarinnar og töluvert myndi draga úr álagi um Ártúnsbrekku. Einkaframkvæmd er eina lausnin Kostnaður við Sundabraut er áætlaður á bilinu 70-80 milljarðar og til samanburðar eru heildarframlög til Vegagerðarinnar 30 milljarðar, þar með taldir innviðir í flugi, siglingum og vegakerfi. Það er því algjörlega óraunhæft að ætla að hægt sé að taka 70-80 milljarða, til að leggja Sundabraut, úr ríkissjóði. Það myndi kalla á að ekkert annað yrði gert í viðhaldi eða uppbyggingu annarra samgöngumannvirkja eða að fjármagn yrði tekið úr öðrum mikilvægum málaflokkum eins og heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, löggæslu o.s.frv. Hér þarf einfaldlega aðrar lausnir. Hvalfjarðargöngin gott dæmi Í mörg ár hefur verið bent á möguleika á samstarfsverkefni einkaaðila og hins opinbera, svokölluð PPP-verkefni, og eru Hvalfjarðargöng besta dæmið um slíkt. Ég lagði ásamt nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fram þingsályktun þar sem lagt er til að Sundabraut verði boðin út í einkaframkvæmd og er sannfærð um að það sé raunhæf leið til að sjá þessa samgöngubót verða að veruleika. Ég er sannfærð um að lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar sem horfa til lengri tíma telji Sundabraut arðbæran og álitlegan fjárfestingakost. Hættum að rífast um þetta og byrjum að vinna! Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri dagana 10.-12. júní.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun