Grípa til smáauglýsinga vegna lítillar trúar á verkfærum þingmanna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. júní 2021 11:54 Viðreisn birti smáauglýsingu í Fréttablaðinu í dag þar sem óskað var eftir skýrslu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um umsvif stærstu útgerðarfyrirtækja landsins í íslensku atvinnulífi. Þingmenn flestra flokka fóru fram á að skýrslan yrði gerð og var beiðnin samþykkt í þinginu fyrir jól. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, lagði beiðnina fram en þingmenn frá öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Framsókn, settu nafn sitt við hana. Nú hálfu ári síðar hefur ekkert bólað á skýrslunni og segist Hanna Katrín hafa litla trú á þeim verkfærum sem þingmenn hafa til að kalla eftir skýrslu, sem þingið hefur þegar beðið um. Þess vegna ákvað Viðreisn að auglýsa eftir skýrslunni á smáauglýsingasíðu Fréttablaðsins undir dálkinum „Tapað – Fundið“. HVAR ER SKÝRSLAN? er yfirskrift auglýsingarinnar, sem virðist nýstárleg leið flokks til að ýta á eftir ráðherra í máli sem þessu, þó hún sé eflaust einnig til þess fallin að vekja athygli fólks á málinu: „Svör óskast. Almannahagsmunir eru undir,“ segir í lok auglýsingarinnar. Skortur á virðingu fyrir löggjafarvaldinu „Málið er það að þó að Alþingi samþykki einum rómi svona skýrslu og að ráðherra fái mjög skýr fyrirmæli Alþingis um það þá strandar báturinn þar,“ segir Hanna Katrín, sem er farið að lengja eftir skýrslunni, en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir þingmenn ekki hafa nein verkfæri til að knýja fram gerð skýrslunnar eftir að búið er að biðja um hana á þingi. „Ég get farið upp í pontu og kvartað og ég get farið í fjölmiðla en á endanum verður það bara eitthvað leiðindamjálm í mér vegna þess að það hefur engan þunga. Við höfum ekki önnur úrræði því miður. Ég veit ekki hvað er hægt að gera annað. Kannski snýst þetta að einhverju leyti bara um virðingu framkvæmdarvaldsins fyrir löggjafarvaldinu.“ Viðreisn birti einnig myndband sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í morgun þar sem lýst er eftir skýrslunni og óskað eftir svörum frá ráðherranum. Auglýsingarnar minna nokkuð á herferð sem varð nokkuð fyrirferðarmikil á síðasta ári þegar hópur fólks auglýsti eftir nýju stjórnarskránni. Mikilvægt innlegg í umræðu um auðlindaákvæði Skýrslan, sem farið var fram á að ráðherrann léti gera, á að varpa ljósi á ítök tuttugu stærstu útgerðarfyrirtækja landsins í íslensku atvinnulífi. Hanna Katrín segir þetta afar mikilvægt innlegg í umræðuna um auðlindaákvæði í stjórnarskrá og framtíðarfyrirkomulag á eignarhaldi sjávarauðlindarinnar. „Ég held líka að það sé óþolandi fyrir þá sem eru að stunda sjávarútveg, þessa mikilvægu atvinnugrein sem við byggjum svo mikið á, að vera alltaf þetta bitbein sem þau eru. Og allar staðreyndir sem við drögum á borðið, þær að minnsta kosti tryggja það að umræðan verður byggð á þeim en ekki einhverjum sögusögnum,“ sagði Hanna Katrín að lokum. Viðreisn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, lagði beiðnina fram en þingmenn frá öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Framsókn, settu nafn sitt við hana. Nú hálfu ári síðar hefur ekkert bólað á skýrslunni og segist Hanna Katrín hafa litla trú á þeim verkfærum sem þingmenn hafa til að kalla eftir skýrslu, sem þingið hefur þegar beðið um. Þess vegna ákvað Viðreisn að auglýsa eftir skýrslunni á smáauglýsingasíðu Fréttablaðsins undir dálkinum „Tapað – Fundið“. HVAR ER SKÝRSLAN? er yfirskrift auglýsingarinnar, sem virðist nýstárleg leið flokks til að ýta á eftir ráðherra í máli sem þessu, þó hún sé eflaust einnig til þess fallin að vekja athygli fólks á málinu: „Svör óskast. Almannahagsmunir eru undir,“ segir í lok auglýsingarinnar. Skortur á virðingu fyrir löggjafarvaldinu „Málið er það að þó að Alþingi samþykki einum rómi svona skýrslu og að ráðherra fái mjög skýr fyrirmæli Alþingis um það þá strandar báturinn þar,“ segir Hanna Katrín, sem er farið að lengja eftir skýrslunni, en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir þingmenn ekki hafa nein verkfæri til að knýja fram gerð skýrslunnar eftir að búið er að biðja um hana á þingi. „Ég get farið upp í pontu og kvartað og ég get farið í fjölmiðla en á endanum verður það bara eitthvað leiðindamjálm í mér vegna þess að það hefur engan þunga. Við höfum ekki önnur úrræði því miður. Ég veit ekki hvað er hægt að gera annað. Kannski snýst þetta að einhverju leyti bara um virðingu framkvæmdarvaldsins fyrir löggjafarvaldinu.“ Viðreisn birti einnig myndband sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í morgun þar sem lýst er eftir skýrslunni og óskað eftir svörum frá ráðherranum. Auglýsingarnar minna nokkuð á herferð sem varð nokkuð fyrirferðarmikil á síðasta ári þegar hópur fólks auglýsti eftir nýju stjórnarskránni. Mikilvægt innlegg í umræðu um auðlindaákvæði Skýrslan, sem farið var fram á að ráðherrann léti gera, á að varpa ljósi á ítök tuttugu stærstu útgerðarfyrirtækja landsins í íslensku atvinnulífi. Hanna Katrín segir þetta afar mikilvægt innlegg í umræðuna um auðlindaákvæði í stjórnarskrá og framtíðarfyrirkomulag á eignarhaldi sjávarauðlindarinnar. „Ég held líka að það sé óþolandi fyrir þá sem eru að stunda sjávarútveg, þessa mikilvægu atvinnugrein sem við byggjum svo mikið á, að vera alltaf þetta bitbein sem þau eru. Og allar staðreyndir sem við drögum á borðið, þær að minnsta kosti tryggja það að umræðan verður byggð á þeim en ekki einhverjum sögusögnum,“ sagði Hanna Katrín að lokum.
Viðreisn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira