Vatnsþurrð í Grenlæk ógnar sjóbirtingsstofninum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. júní 2021 13:13 Á myndinni má sjá lítinn poll sem eftir er í farveg læksins. Myndin var tekin þann 3. júní síðastliðinn. Hafrannsóknarstofnun Alvarlegt ástand hefur skapast í Grenlæk í Landbroti vegna þurrka. Við vettvangsskoðun Hafrannsóknarstofnunar þann 3. júní síðastliðinn að efstu ellefu kílómetrar lækjarins, á svæðinu fyrir ofan Stórafoss, eru þurrir. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hafrannsóknarstofnunar. Vatnalíf hefur orðið illa úti vegna vatnsþurrðarinnar og hafa örungar, smádýr og fiskar drepist á öllu því svæði sem þornaði. Sjóbirtingsstofnar hafa orðið sérstaklega illa úti þar sem öll seiði á svæðinu hafa drepist, sem telja um tvo til þrjá seiðaárganga. Nokkrar líkur eru taldar á að hluti stærri fiska hafi náð að forða sér neðar í lækinn þar sem vatn er til staðar en skaðinn sem hefur orðið af þessu mun koma í ljós síðar. Farvegur lækjarins er að mestu skraufaþurr og segir í tilkynningunni að lækurinn sjáist lítið utan einstakra þornandi smápolla. Í þeim má sjá stöku lifandi fiska en talið er ljóst að þeir eigi ekki langra lífdaga að vænta, taki vatn ekki fljótlega að renna að nýju. „Grenlækur er frjósamur lindarlækur með ríkulegu lífríki. Þar er einn stærsti sjóbirtingsstofn landsins og þar eru mjög verðmæt veiðihlunnindi. Vatnsbúskapur Grenlækjar er háður því að nægilegt vatn flæði úr Skaftá og út á Eldhraunið en ef svo er ekki þá á rennsli Grenlækjar til með að þrjóta,“ segir í tilkynningunni. Á því svæði sem er nú þurrt eru ein helstu hrygningar- og uppeldissvæði sjóbirtings í læknum. Árið 2016 var sambærileg vatnsþurrð í læknum en á þeim tíma var hluti sjóbirtingsstofnsins genginn til sjávar og skilaði sér til baka síðsumars og um haustið til hrygningar þegar vatn var runnið aftur í lækinn. Dýr Skaftárhreppur Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka neysluvatni í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hafrannsóknarstofnunar. Vatnalíf hefur orðið illa úti vegna vatnsþurrðarinnar og hafa örungar, smádýr og fiskar drepist á öllu því svæði sem þornaði. Sjóbirtingsstofnar hafa orðið sérstaklega illa úti þar sem öll seiði á svæðinu hafa drepist, sem telja um tvo til þrjá seiðaárganga. Nokkrar líkur eru taldar á að hluti stærri fiska hafi náð að forða sér neðar í lækinn þar sem vatn er til staðar en skaðinn sem hefur orðið af þessu mun koma í ljós síðar. Farvegur lækjarins er að mestu skraufaþurr og segir í tilkynningunni að lækurinn sjáist lítið utan einstakra þornandi smápolla. Í þeim má sjá stöku lifandi fiska en talið er ljóst að þeir eigi ekki langra lífdaga að vænta, taki vatn ekki fljótlega að renna að nýju. „Grenlækur er frjósamur lindarlækur með ríkulegu lífríki. Þar er einn stærsti sjóbirtingsstofn landsins og þar eru mjög verðmæt veiðihlunnindi. Vatnsbúskapur Grenlækjar er háður því að nægilegt vatn flæði úr Skaftá og út á Eldhraunið en ef svo er ekki þá á rennsli Grenlækjar til með að þrjóta,“ segir í tilkynningunni. Á því svæði sem er nú þurrt eru ein helstu hrygningar- og uppeldissvæði sjóbirtings í læknum. Árið 2016 var sambærileg vatnsþurrð í læknum en á þeim tíma var hluti sjóbirtingsstofnsins genginn til sjávar og skilaði sér til baka síðsumars og um haustið til hrygningar þegar vatn var runnið aftur í lækinn.
Dýr Skaftárhreppur Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka neysluvatni í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Sjá meira