Innlent

Von á Veg­vísi fyrir vetni og ra­f­elds­neyti

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/eyþór

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ákveðið að láta vinna Vegvísi fyrir vetni og rafeldsneyti. 

Ráðherra kynnti ákvörðunina á aðalfundi Orkuklasans nýverið. Í fyrsta áfanga verður staða mála kortlögð í samvinnu við alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið Roland Berger og Landsvirkjun. 

„Nýting rafeldsneytis mun leika ákveðið lykilhlutverk við að ná markmiði Orkustefnu um að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti, því það mun ekki hverfa af sjálfu sér; eitthvað verður að leysa það af hólmi,“ segir Þórdís Kolbrún.

„Vinna við þessar aðgerðir er þegar hafin en til að styðja enn frekar við markmiðið hef ég ákveðið að láta vinna sérstakan Vegvísi fyrir vetni og rafeldsneyti.“

Þá segir í upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að öllum sé velkomið að koma á framfæri gögnum, upplýsingum og sjónarmiðum um málefnið.


Tengdar fréttir

Hvaðan á orka fram­tíðarinnar að koma?

Stærsta framlag Íslands til loftlagsmála er nýting þjóðarinnar á grænni orku. Í dag státar engin önnur þjóð af jafn mikilli nýtingu á grænni orku líkt og við Íslendingar gerum. 85-90% af allri orku sem Íslendingar nota er græn orka og mikill meirihluti raforkunnar er framleidd innan fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×