Framan á treyju Úkraínu eru útlínur landsins. Innihalda útlínurnar Krímskaga sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Telja Rússar landsvæðið heyra undir sig en ljóst er að Úkraína er ekki sama sinnis.
UEFA samþykkti upphaflega treyju Úkraínu en hefur nú beðið Úkraínu um að fjarlægja slagorð af treyjunni.
„Dýrð sé hetjum okkar,“ stendur í hálsmáli treyjunnar. Téð slagorð fór í gegnum endurnýjun lífdaga meðal hermanna landsins er Rússar réðust inn á Krímskaga árið 2014. Slagorðið hefur samt verið við lýði síðan í seinni heimsstyrjöldinni á síðustu öld.
UEFA tells Ukraine to remove political slogan from shirt ahead of Euro matches https://t.co/QNlzYBeoIv pic.twitter.com/GxUh9Q0N63
— Reuters (@Reuters) June 10, 2021
Slagorðið verður því hvergi sjáanlegt þegar Úkraína hefur leik á EM á sunnudaginn kemur, þann 13. júní. Lærisveinar Andriy Shevchenko mæta þá Hollendingum í því sem er fyrir fram talið uppgjör toppliðanna í C-riðli.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.