Hugðust breyta MÍ vegna kulda á Akureyri en urðu að hætta við Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2021 13:01 Sindri Hrafn Guðmundsson er skráður til keppni í spjótkasti á MÍ. FRÍ Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram á Akureyri um helgina. Vegna kuldaspár á sunnudag stóð til að allt mótið færi fram á morgun en stjórn Frjálsíþróttasambandsins varð að draga þá ákvörðun til baka. Því verður keppt á Akureyri bæði á morgun og á sunnudag. Stjórn FRÍ hugðist láta allt mótið fara fram á morgun og sagði mikilvægt að þeir keppendur sem freista þess að ná sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó fengju tækifæri til að keppa við sem bestar aðstæður. Tíminn til að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana rennur út 29. júní. Eftir það verður fyllt inn í keppendahópa í hverri grein út frá stöðu á heimslista, og þar getur árangur á landsmóti eins og MÍ er talið drjúgt. „Sigur og góður árangur á MÍ er hreinlega líklegur til að lyfta okkar fólki upp um þau sæti á heimslista sem máli skipta. Frestun á móti fram eftir sumri er því ekki möguleg. Í þessu ljósi vonumst við til að frjálsíþróttamenn geti sætt sig við þessa ákvörðun sem ekki er létt,“ sagði í frétt FRÍ um þá ákvörðun að MÍ færi allt fram á einum degi. Að höfðu samráði við Laganefnd FRÍ var þeirri ákvörðun hins vegar snúið. „Með þessu er verið að fylgja reglugerð og tryggja að allur árangur verði löglegur á mótinu,“ segir í frétt FRÍ. Keppendur sem stefna á Ólympíuleikana Á meðal skráðra keppenda á MÍ eru Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Guðni Valur Guðnason, Hilmar Örn Jónsson og Sindri Hrafn Guðmundsson sem öll hafa unnið að því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó og eru í sérstökum ólympíuhópi ÍSÍ. Sindri og Dagbjartur Daði Jónsson eru nýbúnir að keppa á bandaríska háskólameistaramótinu, í spjótkasti, þar sem Dagbjartur náði 2. sæti og Sindri 5. sæti. Á MÍ keppir einnig Baldvin Þór Magnússon sem í vor sló 39 ára gamalt Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi, stórbætti Íslandsmetið í 5.000 metra hlaupi, og tvíbætti Íslandsmetið í 3.000 metra hlaupi innanhúss. Baldvin, sem er fæddur á Akureyri en flutti fimm ára gamall til Englands, keppir fyrir Ungmennafélag Akureyrar á MÍ en hefur keppt fyrir Eastern Michigan skólann í Bandaríkjunum síðustu ár. Dagskrá mótsins má finna hér. Frjálsar íþróttir Akureyri Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Sjá meira
Því verður keppt á Akureyri bæði á morgun og á sunnudag. Stjórn FRÍ hugðist láta allt mótið fara fram á morgun og sagði mikilvægt að þeir keppendur sem freista þess að ná sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó fengju tækifæri til að keppa við sem bestar aðstæður. Tíminn til að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana rennur út 29. júní. Eftir það verður fyllt inn í keppendahópa í hverri grein út frá stöðu á heimslista, og þar getur árangur á landsmóti eins og MÍ er talið drjúgt. „Sigur og góður árangur á MÍ er hreinlega líklegur til að lyfta okkar fólki upp um þau sæti á heimslista sem máli skipta. Frestun á móti fram eftir sumri er því ekki möguleg. Í þessu ljósi vonumst við til að frjálsíþróttamenn geti sætt sig við þessa ákvörðun sem ekki er létt,“ sagði í frétt FRÍ um þá ákvörðun að MÍ færi allt fram á einum degi. Að höfðu samráði við Laganefnd FRÍ var þeirri ákvörðun hins vegar snúið. „Með þessu er verið að fylgja reglugerð og tryggja að allur árangur verði löglegur á mótinu,“ segir í frétt FRÍ. Keppendur sem stefna á Ólympíuleikana Á meðal skráðra keppenda á MÍ eru Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Guðni Valur Guðnason, Hilmar Örn Jónsson og Sindri Hrafn Guðmundsson sem öll hafa unnið að því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó og eru í sérstökum ólympíuhópi ÍSÍ. Sindri og Dagbjartur Daði Jónsson eru nýbúnir að keppa á bandaríska háskólameistaramótinu, í spjótkasti, þar sem Dagbjartur náði 2. sæti og Sindri 5. sæti. Á MÍ keppir einnig Baldvin Þór Magnússon sem í vor sló 39 ára gamalt Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi, stórbætti Íslandsmetið í 5.000 metra hlaupi, og tvíbætti Íslandsmetið í 3.000 metra hlaupi innanhúss. Baldvin, sem er fæddur á Akureyri en flutti fimm ára gamall til Englands, keppir fyrir Ungmennafélag Akureyrar á MÍ en hefur keppt fyrir Eastern Michigan skólann í Bandaríkjunum síðustu ár. Dagskrá mótsins má finna hér.
Frjálsar íþróttir Akureyri Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Sjá meira