Svíar óttast að fjórða bylgjan kunni að vera í uppsiglingu Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2021 16:57 Fólk bíður eftir bólusetningu í næturklúbbi sem var breytt í bólusetningarmiðstöð í Stokkhólmi. Vísir/EPA Hópsýkingar svonefnda deltaafbrigðis kórónuveirunnar vekja nú áhyggjur sænskra heilbrigðisyfirvalda af því að fjórða bylgja faraldursins gæti verið í uppsiglingu þar. Hvetja þau landsmenn til að láta bólusetja sig sem fyrst. Smituðum og sjúkrahúsinnlögnum hefur fækkað ört í Svíþjóð undanfarinn mánuð eftir fjölgun smita í vor. Hins vegar hafa komið upp smærri hópsýkingar deltaafbrigðisins sem fyrst greindist á Indlandi. Afbrigðið er talið allt að 60% meira smitandi en alfaafbrigðið sem var meðal annars ráðandi á Bretlandi, meðal annars vegna þess að bóluefni veita síðri vernd fyrir því en öðrum afbrigðum. „Það eru nokkur óveðursský við sjóndeildarhringinn og ég hugsa þá fyrst og fremst um hópsýkingar deltaafbrigðisins. Það finnst í Evrópu og í hópsýkingum í Svíþjóð,“ sagði Johan Carlson, forstöðumaður Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar. Um helmingur fullorðinna hefur nú fengið að minnsta kosti fyrri skammt af bóluefni gegn veirunni í Svíþjóð. Stofnunin varar þó við að þeir sem hafa aðeins fengið einn skammt séu síður varðir fyrir deltaafbrigðinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þó að aðeins 71 tilfelli deltaafbrigðisins hafi greinst til þessa í Svíþjóð hafa yfirvöld lagt aukinn kraft í smitrakningu til þess að koma í veg fyrir að það nái frekari fótfestu. Á Bretlandi er deltaafbrigðið um 90% af öllum nýjum smitum sem greinast. Fleiri en 14.500 manns hafa látist í faraldrinum í Svíþjóð, fleiri en í öðrum Norðurlöndum en færri en víða annars staðar í Evrópu. Sænsk stjórnvöld hafa skorið sig töluvert frá nágrannaríkjum sínum þar sem gripið hefur verið til mun vægari sóttvarnaaðgerða þar. Uppfært 14.6.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var misritað að smituðum hefði fjölgað síðasta mánuðinn eftir að þeim fjölgaði töluvert í vor. Það rétta er að smitunum hefur fækkað að undanförnu eftir bylgjuna sem gekk yfir. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Smituðum og sjúkrahúsinnlögnum hefur fækkað ört í Svíþjóð undanfarinn mánuð eftir fjölgun smita í vor. Hins vegar hafa komið upp smærri hópsýkingar deltaafbrigðisins sem fyrst greindist á Indlandi. Afbrigðið er talið allt að 60% meira smitandi en alfaafbrigðið sem var meðal annars ráðandi á Bretlandi, meðal annars vegna þess að bóluefni veita síðri vernd fyrir því en öðrum afbrigðum. „Það eru nokkur óveðursský við sjóndeildarhringinn og ég hugsa þá fyrst og fremst um hópsýkingar deltaafbrigðisins. Það finnst í Evrópu og í hópsýkingum í Svíþjóð,“ sagði Johan Carlson, forstöðumaður Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar. Um helmingur fullorðinna hefur nú fengið að minnsta kosti fyrri skammt af bóluefni gegn veirunni í Svíþjóð. Stofnunin varar þó við að þeir sem hafa aðeins fengið einn skammt séu síður varðir fyrir deltaafbrigðinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þó að aðeins 71 tilfelli deltaafbrigðisins hafi greinst til þessa í Svíþjóð hafa yfirvöld lagt aukinn kraft í smitrakningu til þess að koma í veg fyrir að það nái frekari fótfestu. Á Bretlandi er deltaafbrigðið um 90% af öllum nýjum smitum sem greinast. Fleiri en 14.500 manns hafa látist í faraldrinum í Svíþjóð, fleiri en í öðrum Norðurlöndum en færri en víða annars staðar í Evrópu. Sænsk stjórnvöld hafa skorið sig töluvert frá nágrannaríkjum sínum þar sem gripið hefur verið til mun vægari sóttvarnaaðgerða þar. Uppfært 14.6.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var misritað að smituðum hefði fjölgað síðasta mánuðinn eftir að þeim fjölgaði töluvert í vor. Það rétta er að smitunum hefur fækkað að undanförnu eftir bylgjuna sem gekk yfir.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira