Alþingi hefur komist að samkomulagi um þinglok Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 11. júní 2021 21:18 Steingrímur J. Sigfússon mun stýra sínum síðasta þingfundi á morgun. Þingheimur hefur komist að samkomulagi þess efnis að Alþingi ljúki störfum á morgun. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að Alþingi verði að störfum langt fram á næstu nótt. Öll mál sem voru á dagskrá Alþingis í dag verða afgreidd, að tveimur undanskyldum. Lagafrumvarp félags- og barnamálaráðherra um móttöku innflytjenda með vernd verður ekki afgreitt á þessu löggjafarþingi. Þá mun frumvarp heilbrigðisráðherra um beitingu nauðungar gagnvart sjúklingum einnig falla milli skips og bryggju. Oddný G. Harðardóttir segir mörg mál vera eftir en að búið sé að ræða þau vel og þau ættu því að vera fljótafgreidd. Þá tekur hún fram að mörg mál hafi fallið út af borðinu þar sem ríkisstjórnin hafi ekki komið sér saman um mikilvæg málefni. Ekkert verður af málþófi Miðflokksins Á morgun verður frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um miðhálendisþjóðgarð á dagskrá auk ellefu þingmannamála. Miðflokksmenn hafa samið um ræðutíma í umræðunni og verður því ekkert af ætluðu málþófi þeirra. Vænta má að þingheimur fagni því. Ljóst er að þegar hefur verið samþykkt að frumvarpi um miðhálendisþjóðgarð verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar og því verður það ekki afgreitt á morgun. Þó er málið ekki alveg dautt eins og Miðflokkurinn og margir þingmenn innan Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafa eflaust vonað því næsta ríkisstjórn verður líklega á einhvern hátt skuldbundin til að halda því áfram, að minnsta kosti ef Vinstri grænir eiga að vera í þeirri stjórn. En Katrín Jakobsdóttir mun væntanlega ráða mestu um hvers konar stjórn verður mynduð að kosningum loknum. Oddný G. Harðardóttir telur að stíft verði fundað á morgun og að þingmenn muni ekki komast í sumarfrí fyrr en undir morgun. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Öll mál sem voru á dagskrá Alþingis í dag verða afgreidd, að tveimur undanskyldum. Lagafrumvarp félags- og barnamálaráðherra um móttöku innflytjenda með vernd verður ekki afgreitt á þessu löggjafarþingi. Þá mun frumvarp heilbrigðisráðherra um beitingu nauðungar gagnvart sjúklingum einnig falla milli skips og bryggju. Oddný G. Harðardóttir segir mörg mál vera eftir en að búið sé að ræða þau vel og þau ættu því að vera fljótafgreidd. Þá tekur hún fram að mörg mál hafi fallið út af borðinu þar sem ríkisstjórnin hafi ekki komið sér saman um mikilvæg málefni. Ekkert verður af málþófi Miðflokksins Á morgun verður frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um miðhálendisþjóðgarð á dagskrá auk ellefu þingmannamála. Miðflokksmenn hafa samið um ræðutíma í umræðunni og verður því ekkert af ætluðu málþófi þeirra. Vænta má að þingheimur fagni því. Ljóst er að þegar hefur verið samþykkt að frumvarpi um miðhálendisþjóðgarð verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar og því verður það ekki afgreitt á morgun. Þó er málið ekki alveg dautt eins og Miðflokkurinn og margir þingmenn innan Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafa eflaust vonað því næsta ríkisstjórn verður líklega á einhvern hátt skuldbundin til að halda því áfram, að minnsta kosti ef Vinstri grænir eiga að vera í þeirri stjórn. En Katrín Jakobsdóttir mun væntanlega ráða mestu um hvers konar stjórn verður mynduð að kosningum loknum. Oddný G. Harðardóttir telur að stíft verði fundað á morgun og að þingmenn muni ekki komast í sumarfrí fyrr en undir morgun.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira