Þórólfur óttast misskilning um lok faraldurs Árni Sæberg skrifar 12. júní 2021 16:28 Þórólfur segir stöðuna góða en ekki sé enn hægt að fagna sigri. Foto: Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason segir ótímabært að ráðast í mikla tilslökun á fjöldatakmörkunum en að slaka megi verulega á fjarlægðartakmörkunum. Frá og með 15. júní verður létt verulega á samkomutakmörkunum innanlands líkt og Vísir greindi frá í gær. Þrjú hundruð manns munu mega koma saman og nálægðarregla fer úr tveimur metrum í einn. Þá verður þrjú hundruð manns leyft að sitja hlið við hlið á sitjandi viðburðum. Tilslakanirnar eru í samræmi við minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis. Í minnisblaði Þórólfs segir hann að baráttan við COVID-19 hafi gengið vel frá gildistöku þeirrar reglugerðar sem nú er í gildi. Sú reglugerð tók gildi 25. maí síðastliðinn. 42 hafa greinst smitaðir innanlands frá gildistöku reglugerðarinnar en síðustu fimm daga hefur einungis einn greinst smitaður. Sá var í sóttkví. Þórólfur þakkar útbreiddum bólusetningum og einstaklingsbundnum sýkingavörnum þann góða árangur sem unnist hefur undanfarið. Hjarðónæmi ekki náð Þórólfur tekur fram í minnisblaði sínu að veiran sé enn til staðar í samfélaginu og að hjarðónæmi hafi enn ekki verið náð. „198 þúsund einstaklingar hafa fengið a.m.k eina sprautu bóluefnis og rúm 100 þúsund verið full bólusettir. Rúmlega 90 prósent þjóðarinnar, 50 ára og eldri hefur fengið að minnsta kosti eina bólusetningu en tæplega 50 prósent þeirra sem yngri eru. Enn er því nokkuð í land með að góðu hjarðónæmi verði náð meðal yngri einstaklinga,“ segir Þórólfur í minnisblaði sínu. Þórólfur segir útlit vera fyrir að í lok júní muni um 410 þúsund skammtar bóluefnis hafa borist hingað til lands og að það dugi til fullbólusetningar um 60 prósent þjóðarinnar. „Þar sem að enn vantar nokkuð á fullnægjandi þátttöku meðal yngri aldurshópa hér á landi þá tel ég að áfram þurfi að fara rólega í afléttingar á sóttvarnaaðgerðum innanlands þar til meiri þátttöku bólusetninga er náð,“ segir Þórólfur. Þórólfur telur að ný afbrigði kórónuveirunnar hafi meiri og verri áhrif á ungt fólk. Því sé mikilvægt að fara varlega í afléttingar þrátt fyrir fulla bólusetningu meginþorra þeirra sem áður var talið að stafaði helst hætta af veirunni. Faraldrinum er ekki lokið Þórólfur tiltekur að faraldri COVID-19 á Íslandi sé ekki lokið og að mikilvægt sé að fyrirbyggja misskilning þess efnis. „Mikil tilslökun á fjöldatakmörkunum getur gefið þau röngu skilaboð út í samfélagið að faraldrinum sé lokið og það getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér hvað varðar útbreiðslu COVID-19.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Frá og með 15. júní verður létt verulega á samkomutakmörkunum innanlands líkt og Vísir greindi frá í gær. Þrjú hundruð manns munu mega koma saman og nálægðarregla fer úr tveimur metrum í einn. Þá verður þrjú hundruð manns leyft að sitja hlið við hlið á sitjandi viðburðum. Tilslakanirnar eru í samræmi við minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis. Í minnisblaði Þórólfs segir hann að baráttan við COVID-19 hafi gengið vel frá gildistöku þeirrar reglugerðar sem nú er í gildi. Sú reglugerð tók gildi 25. maí síðastliðinn. 42 hafa greinst smitaðir innanlands frá gildistöku reglugerðarinnar en síðustu fimm daga hefur einungis einn greinst smitaður. Sá var í sóttkví. Þórólfur þakkar útbreiddum bólusetningum og einstaklingsbundnum sýkingavörnum þann góða árangur sem unnist hefur undanfarið. Hjarðónæmi ekki náð Þórólfur tekur fram í minnisblaði sínu að veiran sé enn til staðar í samfélaginu og að hjarðónæmi hafi enn ekki verið náð. „198 þúsund einstaklingar hafa fengið a.m.k eina sprautu bóluefnis og rúm 100 þúsund verið full bólusettir. Rúmlega 90 prósent þjóðarinnar, 50 ára og eldri hefur fengið að minnsta kosti eina bólusetningu en tæplega 50 prósent þeirra sem yngri eru. Enn er því nokkuð í land með að góðu hjarðónæmi verði náð meðal yngri einstaklinga,“ segir Þórólfur í minnisblaði sínu. Þórólfur segir útlit vera fyrir að í lok júní muni um 410 þúsund skammtar bóluefnis hafa borist hingað til lands og að það dugi til fullbólusetningar um 60 prósent þjóðarinnar. „Þar sem að enn vantar nokkuð á fullnægjandi þátttöku meðal yngri aldurshópa hér á landi þá tel ég að áfram þurfi að fara rólega í afléttingar á sóttvarnaaðgerðum innanlands þar til meiri þátttöku bólusetninga er náð,“ segir Þórólfur. Þórólfur telur að ný afbrigði kórónuveirunnar hafi meiri og verri áhrif á ungt fólk. Því sé mikilvægt að fara varlega í afléttingar þrátt fyrir fulla bólusetningu meginþorra þeirra sem áður var talið að stafaði helst hætta af veirunni. Faraldrinum er ekki lokið Þórólfur tiltekur að faraldri COVID-19 á Íslandi sé ekki lokið og að mikilvægt sé að fyrirbyggja misskilning þess efnis. „Mikil tilslökun á fjöldatakmörkunum getur gefið þau röngu skilaboð út í samfélagið að faraldrinum sé lokið og það getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér hvað varðar útbreiðslu COVID-19.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira