„Það getur verið mikið átak að gefa eftir og treysta“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. júní 2021 18:32 Tónlistarkonan Lára Rúnars hefur gefið út sex sólóplötur. Kristín Pétursdóttir Lára Rúnars var að senda frá sér lagið Landamæri sem hún syngur með manninum sínum Arnari Gíslasyni, best þekktur sem einn fremsti trommuleikari landsins. Hann hefur unnið meðal annars með Mugison, Jónasi Sig, Ensími og Dr.Spock. „Landamæri fjallar um fegurð þess að opna hjartað og vegferðina þangað, um breiskleika mannsins og hvað það getur verið mikið átak að gefa eftir og treysta,“ segir Lára um lagið. „Ég græt milljón tárum og ég græt allan himininn. Ég græt það sem ég get ekki stjórnað, það sem ég hef elskað og misst eða aldrei átt. Ég hef skapað á milljón árum landamærin umhverfis mig.“ Lagið vann Lára með upptökustjóranum Arnari Guðjónssyni (Warmland, Leaves) en þau eru nú að leggja lokahönd á komandi breiðskífu Láru. Lagið Landamæri má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lára Rúnars - Landamæri Lára er tónlistarkona, frumkvöðull og meðferðaraðili. Hún er stofnandi og eigandi af ANDAGIFT // INSPIRE sem er vettvangur fyrir sköpun, samfélag og heilun. Lára er jógakennari, hljóðheilari og nemi í NA- Shamanisma. Kristín Pétursdóttir Hún er með meistaragráðu í Kynjafræðum og er einn stofnanda KÍTÓN, félags kvenna í tónlist en Lára gegndi þar bæði formennsku og varaformennsku fyrstu ár félagsins. Lára hefur gefið út sex sólóplötur og fékk íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag sitt Altari árið 2020. Lára er annar meðlimur hljómsveitarinnar SILVRA, ásamt Arnari Guðjónssyni, en tónlist SILVRU er meðal annars spiluð í Retreat Spa Bláa Lónsins. Tónlist Tengdar fréttir Tvær sýningar fá sjö tilnefningar til Grímunnar Sýningarnar Vertu Úlfur og Ekkert er sorglegra en manneskjan hljóta flestar tilnefningar Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna, í ár eða sjö tilnefningar hvor. Næstflestar tilnefningar hlýtur Haukur og Lilja – Opnun eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur. 8. júní 2021 20:02 Tónskáldasjóður Bylgjunnar og Stöðvar 2 úthlutar 7.8 milljónum í styrkjum til listamanna Tónskáldasjóður Bylgjunnar og Stöðvar 2 hefur í samvinnu við STEF úthlutað 7.800.000 kr. en alls hlutu 42 listamenn styrk að þessu sinni. Meðal þeirra sem hlutu hæstu styrkina voru Moses Hightower, Auður, Árstíðir, BSÍ, Elín Ey, Flóni, Helgi Sæmundur, Svala Björgvins, Ragnheiður Gröndal, Mr. Silla og Valdimar. 14. ágúst 2020 13:42 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Landamæri fjallar um fegurð þess að opna hjartað og vegferðina þangað, um breiskleika mannsins og hvað það getur verið mikið átak að gefa eftir og treysta,“ segir Lára um lagið. „Ég græt milljón tárum og ég græt allan himininn. Ég græt það sem ég get ekki stjórnað, það sem ég hef elskað og misst eða aldrei átt. Ég hef skapað á milljón árum landamærin umhverfis mig.“ Lagið vann Lára með upptökustjóranum Arnari Guðjónssyni (Warmland, Leaves) en þau eru nú að leggja lokahönd á komandi breiðskífu Láru. Lagið Landamæri má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lára Rúnars - Landamæri Lára er tónlistarkona, frumkvöðull og meðferðaraðili. Hún er stofnandi og eigandi af ANDAGIFT // INSPIRE sem er vettvangur fyrir sköpun, samfélag og heilun. Lára er jógakennari, hljóðheilari og nemi í NA- Shamanisma. Kristín Pétursdóttir Hún er með meistaragráðu í Kynjafræðum og er einn stofnanda KÍTÓN, félags kvenna í tónlist en Lára gegndi þar bæði formennsku og varaformennsku fyrstu ár félagsins. Lára hefur gefið út sex sólóplötur og fékk íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag sitt Altari árið 2020. Lára er annar meðlimur hljómsveitarinnar SILVRA, ásamt Arnari Guðjónssyni, en tónlist SILVRU er meðal annars spiluð í Retreat Spa Bláa Lónsins.
Tónlist Tengdar fréttir Tvær sýningar fá sjö tilnefningar til Grímunnar Sýningarnar Vertu Úlfur og Ekkert er sorglegra en manneskjan hljóta flestar tilnefningar Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna, í ár eða sjö tilnefningar hvor. Næstflestar tilnefningar hlýtur Haukur og Lilja – Opnun eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur. 8. júní 2021 20:02 Tónskáldasjóður Bylgjunnar og Stöðvar 2 úthlutar 7.8 milljónum í styrkjum til listamanna Tónskáldasjóður Bylgjunnar og Stöðvar 2 hefur í samvinnu við STEF úthlutað 7.800.000 kr. en alls hlutu 42 listamenn styrk að þessu sinni. Meðal þeirra sem hlutu hæstu styrkina voru Moses Hightower, Auður, Árstíðir, BSÍ, Elín Ey, Flóni, Helgi Sæmundur, Svala Björgvins, Ragnheiður Gröndal, Mr. Silla og Valdimar. 14. ágúst 2020 13:42 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tvær sýningar fá sjö tilnefningar til Grímunnar Sýningarnar Vertu Úlfur og Ekkert er sorglegra en manneskjan hljóta flestar tilnefningar Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna, í ár eða sjö tilnefningar hvor. Næstflestar tilnefningar hlýtur Haukur og Lilja – Opnun eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur. 8. júní 2021 20:02
Tónskáldasjóður Bylgjunnar og Stöðvar 2 úthlutar 7.8 milljónum í styrkjum til listamanna Tónskáldasjóður Bylgjunnar og Stöðvar 2 hefur í samvinnu við STEF úthlutað 7.800.000 kr. en alls hlutu 42 listamenn styrk að þessu sinni. Meðal þeirra sem hlutu hæstu styrkina voru Moses Hightower, Auður, Árstíðir, BSÍ, Elín Ey, Flóni, Helgi Sæmundur, Svala Björgvins, Ragnheiður Gröndal, Mr. Silla og Valdimar. 14. ágúst 2020 13:42