Óraunverulegt að horfa á bílinn sinn brenna úti á plani Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2021 17:17 Bíllinn stóð í ljósum logum á bílaplaninu fyrir utan heimili Silju. Slökkvilið og lögregla töldu strax ljóst að kveikt hefði verið í bílnum. Silja Ragnarsdóttir Silja Ragnarsdóttir, sem lenti í þeirri sjaldgæfu en jafnframt leiðinlegu lífsreynslu að kveikt var í bílnum hennar aðfaranótt sunnudags, segir það hafa verið óraunverulegt að horfa á bílinn sinn í ljósum logum fyrir utan heimili hennar. Í samtali við Vísi lýsir hún því að 16 ára dóttir hennar hefði tekið eftir undarlegum látum um nóttina, þar sem verið væri að berja á blokkina við hliðina á þeirri sem Silja og fjölskylda hennar býr í. Í kjölfarið hafi hún heyrt gler brotna. „Hún ákveður að kíkja út og sér blossa speglast í gluggum á blokkinni við hliðina á okkur. Hún stekkur inn í annað herbergi sem vísar út á planið, sér bílinn okkar alelda og hleypur til mín og vekur mig.“ Silja segist fyrst um sinn hafa haldið að hana væri að dreyma, enda nokkuð óraunverulegt þegar manni er tilkynnt að bíllinn manns standi í ljósum logum fyrir utan heimili manns. Eðlilega hringdi Silja á neyðarlínuna og hrósar lögreglu og slökkviliði fyrir skjótan viðbragðstíma. „Á meðan ég er þarna í símanum að tala við lögregluna þá springur eitt dekkið þannig að glymur um allt,“ en Silja býr í blokk í Hraunbæ sem raðast í einskonar U-form, þannig að hávaðinn var mikill. Ég horfði bara á þetta í vantrú. Veltir fyrir sér hvort málið tengist annarri íkveikju Sömu nótt og kveikt var í bíl Silju barst lögreglu tilkynning um að búið væri að kveikja í bíl í Kópavogi. Því varð hluti af lögregluliðinu sem brást við tilkynningu Silju frá að hverfa og fara í Kópavoginn. Hún segir að rétt áður en tilkynninginn um seinni bílbrunann barst hafi lögreglumennirnir fundið hníf á bílaplaninu, skammt frá bílnum. Lögreglan hafi tekið hann til rannsóknar. Lögreglan hefur þegar gefið út að bruninn í Kópavogi tengist hnífaárás sem átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur sömu nótt. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir hins vegar að bruninn sem hér er til umfjöllunar tengist málinu ekki. Silja veltir þó fyrir sér hvort það geti verið, sérstaklega í ljósi þess að hnífur fannst við brennandi bílhrakið. Hún segist þó ekki ætla að fullyrða að hnífurinn hafi verið sá sem notaður var í árásinni. „Það eru greinilega einhverjir sem eru með hnífa og eru að kveikja í bílum. Hvernig er þá hægt að segja að þetta tengist ómögulega hinum málunum?“ Íkveikja og ekkert annað Silja segir það strax hafa legið ljóst fyrir í huga slökkviliðs og lögreglu að um íkveikju hafi verið að ræða. „Fyrir það fyrsta er það vitnisburður dóttur minnar. En þó hann hefði ekki verið til staðar þá sögðu slökkviliðsmennirnir eftir að hafa gengið einn hring um bílinn að það væri alveg á hreinu.“ Hún segir það hafa sést greinilega hvernig eldfimur vökvi sem notaður var við íkveikjuna lenti á bílnum og eftir því hvar eldurinn logaði hvað glaðast. Silja kann þó enga skýringu á því hver kynni að hafa viljað kveikja í bíl hennar, líkt og hún tjáði lögreglunni á vettvangi. Hún veltir því fyrir sér hvort brennuvargarnir kunni að hafa farið bílavillt. Eins og sjá má er bíllinn gjörónýtur.Silja Ragnarsdóttir Þakkar fyrir tryggingarnar Þegar blaðamaður náði tali af Silju hafði hún fyrr um daginn staðið í stappi vegna trygginga bílsins, sem hún fær þó bættan að hluta, enda liggi fyrir að um íkveikju hafi verið að ræða. „Ég var bara heppin að ég var með bílinn í kaskó, hann er bara það nýlegur. Ég fæ þetta bætt en það er aldrei að fara að vera það mikið að ég geti labbað út og keypt mér eins bíl. Svo er einhver sjálfsábyrgð og svona. En ég þakka fyrir að vera með hann í kaskó, því annars væri ég í djúpum skít.“ Hún segir að þó hún viti að íkveikjan tengist henni ekki persónulega, þá þyki henni að sér og börnunum sínum þremur vegið. „Við erum öll búin að vera andvaka og svolítið á nálum. Við erum búin að vera svolítið dofin og eigum erfitt með að trúa að þetta hafi gerst. Maður býst ekki við því að vakna við fréttir af því að það sé búið að kveikja í bílnum manns,“ segir Silja. Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Í samtali við Vísi lýsir hún því að 16 ára dóttir hennar hefði tekið eftir undarlegum látum um nóttina, þar sem verið væri að berja á blokkina við hliðina á þeirri sem Silja og fjölskylda hennar býr í. Í kjölfarið hafi hún heyrt gler brotna. „Hún ákveður að kíkja út og sér blossa speglast í gluggum á blokkinni við hliðina á okkur. Hún stekkur inn í annað herbergi sem vísar út á planið, sér bílinn okkar alelda og hleypur til mín og vekur mig.“ Silja segist fyrst um sinn hafa haldið að hana væri að dreyma, enda nokkuð óraunverulegt þegar manni er tilkynnt að bíllinn manns standi í ljósum logum fyrir utan heimili manns. Eðlilega hringdi Silja á neyðarlínuna og hrósar lögreglu og slökkviliði fyrir skjótan viðbragðstíma. „Á meðan ég er þarna í símanum að tala við lögregluna þá springur eitt dekkið þannig að glymur um allt,“ en Silja býr í blokk í Hraunbæ sem raðast í einskonar U-form, þannig að hávaðinn var mikill. Ég horfði bara á þetta í vantrú. Veltir fyrir sér hvort málið tengist annarri íkveikju Sömu nótt og kveikt var í bíl Silju barst lögreglu tilkynning um að búið væri að kveikja í bíl í Kópavogi. Því varð hluti af lögregluliðinu sem brást við tilkynningu Silju frá að hverfa og fara í Kópavoginn. Hún segir að rétt áður en tilkynninginn um seinni bílbrunann barst hafi lögreglumennirnir fundið hníf á bílaplaninu, skammt frá bílnum. Lögreglan hafi tekið hann til rannsóknar. Lögreglan hefur þegar gefið út að bruninn í Kópavogi tengist hnífaárás sem átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur sömu nótt. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir hins vegar að bruninn sem hér er til umfjöllunar tengist málinu ekki. Silja veltir þó fyrir sér hvort það geti verið, sérstaklega í ljósi þess að hnífur fannst við brennandi bílhrakið. Hún segist þó ekki ætla að fullyrða að hnífurinn hafi verið sá sem notaður var í árásinni. „Það eru greinilega einhverjir sem eru með hnífa og eru að kveikja í bílum. Hvernig er þá hægt að segja að þetta tengist ómögulega hinum málunum?“ Íkveikja og ekkert annað Silja segir það strax hafa legið ljóst fyrir í huga slökkviliðs og lögreglu að um íkveikju hafi verið að ræða. „Fyrir það fyrsta er það vitnisburður dóttur minnar. En þó hann hefði ekki verið til staðar þá sögðu slökkviliðsmennirnir eftir að hafa gengið einn hring um bílinn að það væri alveg á hreinu.“ Hún segir það hafa sést greinilega hvernig eldfimur vökvi sem notaður var við íkveikjuna lenti á bílnum og eftir því hvar eldurinn logaði hvað glaðast. Silja kann þó enga skýringu á því hver kynni að hafa viljað kveikja í bíl hennar, líkt og hún tjáði lögreglunni á vettvangi. Hún veltir því fyrir sér hvort brennuvargarnir kunni að hafa farið bílavillt. Eins og sjá má er bíllinn gjörónýtur.Silja Ragnarsdóttir Þakkar fyrir tryggingarnar Þegar blaðamaður náði tali af Silju hafði hún fyrr um daginn staðið í stappi vegna trygginga bílsins, sem hún fær þó bættan að hluta, enda liggi fyrir að um íkveikju hafi verið að ræða. „Ég var bara heppin að ég var með bílinn í kaskó, hann er bara það nýlegur. Ég fæ þetta bætt en það er aldrei að fara að vera það mikið að ég geti labbað út og keypt mér eins bíl. Svo er einhver sjálfsábyrgð og svona. En ég þakka fyrir að vera með hann í kaskó, því annars væri ég í djúpum skít.“ Hún segir að þó hún viti að íkveikjan tengist henni ekki persónulega, þá þyki henni að sér og börnunum sínum þremur vegið. „Við erum öll búin að vera andvaka og svolítið á nálum. Við erum búin að vera svolítið dofin og eigum erfitt með að trúa að þetta hafi gerst. Maður býst ekki við því að vakna við fréttir af því að það sé búið að kveikja í bílnum manns,“ segir Silja.
Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira