Veitingastaðnir mega frá og með deginum í dag hafa opið til miðnættis en gestir þurfa að yfirgefa staðinn fyrir kl. 1. Nýju reglurnar gilda til 29. júní næstkomandi.
Í lok síðustu viku höfðu 214.971 einstaklingar 16 ára og eldri fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn Covid-19. 128.645 voru fullbólusettir.
Þá fengu um 10 þúsund manns bólusetningu í Laugardalshöll í gær.