„Afar ólíklegt“ að Biden fengi að skipa hæstaréttardómara 2024 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júní 2021 09:00 McConnell hefur ekki reynst samkvæmur sjálfum sér hvað varðar skipan hæstaréttardómara. epa/Jim Lo Scalzo Mitch McConnell, leiðtogi minnihluta bandarísku öldungadeildarinnar, segir afar ólíklegt að hann myndi gera Joe Biden Bandaríkjaforseta kleift að skipa nýjan hæstaréttardómara árið 2024 ef repúblikanar næðu aftur meirihluta. McConnell sagði í útvarpsviðtali í gær að reyndar myndu hvorki repúblikanar né demókratar leyfa forseta úr hinum flokknum að skipa hæstaréttardómara í aðdraganda forsetakosninga. Þess ber að geta að McConnell kom í vegn fyrir að Barack Obama skipaði Merrick Garland, núverandi dómsmálaráðherra, í hæstarétt í stað Antonin Scalia árið 2016. Hann hafði áður lýst því yfir að forseti ætti ekki að skipa hæstaréttadómara skömmu fyrir kosningar en reyndist ekki sjálfum sér samkvæmur þegar hann studdi Donald Trump í að fylla sæti Ruth Bader Ginsburg tvemur mánuðum fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Spurður að því hvað myndi gerast ef sæti losnaði árið 2023, að því gefnu að repúblikanar hefðu aftur náð meirihluta, sagði McConnell það þurfa að koma í ljós. Nú er svo komið að íhaldssamir dómarar við dómstólinn eru sex en frjálslyndir þrír. Sú staðreynd kann að hafa gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bandarísk samfélag, þar sem dómstóllinn mun á næstunni taka fyrir umdeild mál er varða meðgöngurof og takmarkanir á skotvopnaeign. Stephen Breyer er 82 ára. Í útvarpsviðtalinu sagði McConnell að það afrek hans að halda sæti Scalia tómu fram yfir kosningar, þannig að það féll í hlut Trump að fylla það, væri það mikilvægasta sem hann hefði gert sem leiðtogi meirihlutans. Viðbrögð við ummælum McConnell hafa ekki látið á sér standa og nú eykst þrýstingurinn á hæstaréttardómarann Stephen Breyer að láta af störfum á meðan demókratar hafa meirihluta í öldungadeildinni. Margir á vinstrivængnum eru enn sárir Ginsburg fyrir að hafa ekki hætt á meðan Obama var forseti en þannig hefði mátt tryggja frjálslyndari arftaka en þann sem Trump skipaði. Bandaríkin Mannréttindi Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
McConnell sagði í útvarpsviðtali í gær að reyndar myndu hvorki repúblikanar né demókratar leyfa forseta úr hinum flokknum að skipa hæstaréttardómara í aðdraganda forsetakosninga. Þess ber að geta að McConnell kom í vegn fyrir að Barack Obama skipaði Merrick Garland, núverandi dómsmálaráðherra, í hæstarétt í stað Antonin Scalia árið 2016. Hann hafði áður lýst því yfir að forseti ætti ekki að skipa hæstaréttadómara skömmu fyrir kosningar en reyndist ekki sjálfum sér samkvæmur þegar hann studdi Donald Trump í að fylla sæti Ruth Bader Ginsburg tvemur mánuðum fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Spurður að því hvað myndi gerast ef sæti losnaði árið 2023, að því gefnu að repúblikanar hefðu aftur náð meirihluta, sagði McConnell það þurfa að koma í ljós. Nú er svo komið að íhaldssamir dómarar við dómstólinn eru sex en frjálslyndir þrír. Sú staðreynd kann að hafa gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bandarísk samfélag, þar sem dómstóllinn mun á næstunni taka fyrir umdeild mál er varða meðgöngurof og takmarkanir á skotvopnaeign. Stephen Breyer er 82 ára. Í útvarpsviðtalinu sagði McConnell að það afrek hans að halda sæti Scalia tómu fram yfir kosningar, þannig að það féll í hlut Trump að fylla það, væri það mikilvægasta sem hann hefði gert sem leiðtogi meirihlutans. Viðbrögð við ummælum McConnell hafa ekki látið á sér standa og nú eykst þrýstingurinn á hæstaréttardómarann Stephen Breyer að láta af störfum á meðan demókratar hafa meirihluta í öldungadeildinni. Margir á vinstrivængnum eru enn sárir Ginsburg fyrir að hafa ekki hætt á meðan Obama var forseti en þannig hefði mátt tryggja frjálslyndari arftaka en þann sem Trump skipaði.
Bandaríkin Mannréttindi Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira