Viðurkennir bótaskyldu vegna sjúklings sem slasaðist í sturtu Atli Ísleifsson skrifar 16. júní 2021 14:13 Slysið var í ágúst 2017, en fyrir dómi var sérstaklega deilt um gólfdúk sem hafði þá verið nýlagður. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaskyldu úr ábyrgðartryggingu SÁÁ hjá tryggingafélaginu TM vegna slyss sem kona varð fyrir þegar hún rann í sturtu á sjúkrahúsinu Vogi í ágúst 2017. Þá hefur TM verið gert að greiða konunni 1,25 milljónir vegna málskostnaðar. Í dómnum kemur fram að konan hafi verið í fíknimeðferð á Vogi þegar slysið átti sér stað, en hún hafði innritast þremur dögum áður en slysið varð. Hún slasaðist þegar hún í sturtunni hafði ætlað sér að sækja handklæði sem hún hafði skilið eftir á slá á vegg nokkru frá sturtunni. Rann hún á sléttum dúknum og hlaut slæman snúningsáverka á hægri ökkla. Konan rakti fyrir dómi að gólfdúkurinn hafi verið stamur í sturtunni sjálfri en aftur á móti háll hjá handklæðaveggnum. Efnið hafi þá ekki verið eins gróft þar sem hún steig niður og í sturtunni sjálfri. Hringdu ekki á sjúkrabíl Fram kemur í dómnum að starfsmenn sjúkrahússins hafi ekki hringt á sjúkrabíl í kjölfar slyssins heldur var henni bent á að hafa samband við eiginmann sinn til að aka henni á slysadeild Landspítala. Fór svo að sonur konunnar ók henni síðar um daginn. Eftir röntgenmyndatöku kom í ljós að konan hafi hlotið beinbrot í fæti. Fór hún í aðgerð vegna brotsins og var í gifsi eða göngugifsi í samtals fimm vikur. Síðar hafi hún svo farið í aðra aðgerð til að fjarlægja plötur og skrúfur, en fengið sýkingu í skurðsárið. Varanleg læknisfræðileg örorka konunnar var síðar metin 10 prósent. „Óforsvaranlegar“ aðstæður og aðbúnaður Konan byggði mál sitt á því að SÁÁ bæri ábyrgð á slysinu og að aðstæður og aðbúnaður á sjúkrahúsinu hafi verið „óforsvaranlegur og að SÁÁ hafi vanrækt að tryggja stefnanda öruggt umhverfi eins og skylda beri til“. Í málsvörn stefnda kom fram að dúkurinn hafi staðist ítrustu kröfur og að starfsmenn Heilbrigðiseftirlits hafi ekki gert neinar athugasamdir varðandi frágang, en dúkurinn hafði verið lagður um tveimur mánuðum áður en slysið varð. Héraðsdómur Reykjavíkur við Lækjartorg.Vísir/Vilhelm Hefðu átt að grípa til ráðstafana Í dómi segir að nýlagður dúkur hafi gefið ábyrgðarmönnum fasteignarinnar sérstakt tilefni til að gæta vel að hættueiginleikum efnisins og aðstæðum þar sem aðstaðan öll hafði greinilega verið tekin í gegn og nýtt efni lagt á gólf. Mjög brýnt hafi verið að fylgjast með framgangi mála og öryggi þeirra sem aðstöðuna þurftu að nota svo skömmu eftir framkvæmdirnar. Sömuleiðis eru gerðar ríkari kröfur til fasteigna þar sem almenningur þarf að sækja þjónustu, verslun, aðhlynningu, aðstoð, skemmtun, eða eitthvað annað utan heimila og sakarmat undir slíkum kringumstæðum strangara. „Tiltölulega auðvelt var fyrir ábyrgðarmenn húsnæðisins að grípa til þeirra ráðstafna sem sannanlega eru til þess fallnar að draga mjög úr slysahættu í sturtuaðstöðu sjúkrahússins líkt og gert var fljótlega eftir slysið,“ segir í dómnum, en fljótlega eftir slysið var sérstökum gúmmídúk komið fyrir á umræddum stað. Dómari segir ekkert benda til þess að slysið megi rekja til eigin sakar konunnar og er því fallist á kröfu hennar. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Þá hefur TM verið gert að greiða konunni 1,25 milljónir vegna málskostnaðar. Í dómnum kemur fram að konan hafi verið í fíknimeðferð á Vogi þegar slysið átti sér stað, en hún hafði innritast þremur dögum áður en slysið varð. Hún slasaðist þegar hún í sturtunni hafði ætlað sér að sækja handklæði sem hún hafði skilið eftir á slá á vegg nokkru frá sturtunni. Rann hún á sléttum dúknum og hlaut slæman snúningsáverka á hægri ökkla. Konan rakti fyrir dómi að gólfdúkurinn hafi verið stamur í sturtunni sjálfri en aftur á móti háll hjá handklæðaveggnum. Efnið hafi þá ekki verið eins gróft þar sem hún steig niður og í sturtunni sjálfri. Hringdu ekki á sjúkrabíl Fram kemur í dómnum að starfsmenn sjúkrahússins hafi ekki hringt á sjúkrabíl í kjölfar slyssins heldur var henni bent á að hafa samband við eiginmann sinn til að aka henni á slysadeild Landspítala. Fór svo að sonur konunnar ók henni síðar um daginn. Eftir röntgenmyndatöku kom í ljós að konan hafi hlotið beinbrot í fæti. Fór hún í aðgerð vegna brotsins og var í gifsi eða göngugifsi í samtals fimm vikur. Síðar hafi hún svo farið í aðra aðgerð til að fjarlægja plötur og skrúfur, en fengið sýkingu í skurðsárið. Varanleg læknisfræðileg örorka konunnar var síðar metin 10 prósent. „Óforsvaranlegar“ aðstæður og aðbúnaður Konan byggði mál sitt á því að SÁÁ bæri ábyrgð á slysinu og að aðstæður og aðbúnaður á sjúkrahúsinu hafi verið „óforsvaranlegur og að SÁÁ hafi vanrækt að tryggja stefnanda öruggt umhverfi eins og skylda beri til“. Í málsvörn stefnda kom fram að dúkurinn hafi staðist ítrustu kröfur og að starfsmenn Heilbrigðiseftirlits hafi ekki gert neinar athugasamdir varðandi frágang, en dúkurinn hafði verið lagður um tveimur mánuðum áður en slysið varð. Héraðsdómur Reykjavíkur við Lækjartorg.Vísir/Vilhelm Hefðu átt að grípa til ráðstafana Í dómi segir að nýlagður dúkur hafi gefið ábyrgðarmönnum fasteignarinnar sérstakt tilefni til að gæta vel að hættueiginleikum efnisins og aðstæðum þar sem aðstaðan öll hafði greinilega verið tekin í gegn og nýtt efni lagt á gólf. Mjög brýnt hafi verið að fylgjast með framgangi mála og öryggi þeirra sem aðstöðuna þurftu að nota svo skömmu eftir framkvæmdirnar. Sömuleiðis eru gerðar ríkari kröfur til fasteigna þar sem almenningur þarf að sækja þjónustu, verslun, aðhlynningu, aðstoð, skemmtun, eða eitthvað annað utan heimila og sakarmat undir slíkum kringumstæðum strangara. „Tiltölulega auðvelt var fyrir ábyrgðarmenn húsnæðisins að grípa til þeirra ráðstafna sem sannanlega eru til þess fallnar að draga mjög úr slysahættu í sturtuaðstöðu sjúkrahússins líkt og gert var fljótlega eftir slysið,“ segir í dómnum, en fljótlega eftir slysið var sérstökum gúmmídúk komið fyrir á umræddum stað. Dómari segir ekkert benda til þess að slysið megi rekja til eigin sakar konunnar og er því fallist á kröfu hennar.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?