Þyngdartap Kim vekur upp spurningar um heilsu hans Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2021 14:32 Kim Jong-un virðist hafa tekið sig á. Myndin vinstra megin var tekin í febrúar en sú síðari í þessari viku. Vísir/AP Nýlegar myndir benda til þess að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi grennst töluvert að undanförnu. Þær hafa vakið miklar vangaveltur um heilsufar leiðtogans. Kim hefur verið þekktur fyrir þykja sopinn góður og reykja. Þá er létust faðir hans og afi báðir úr hjartasjúkdómum. Sérfræðingar hafa því talað um að holdafar Kim gæti aukið líkur hans á hjarta- og æðasjúkdómum. Nú virðist Kim, sem er 37 ára gamall, hafa tekið sig á því að á nýlegum myndum af honum í ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu virðast kílóin hafa fokið af honum. AP-fréttastofan segir að sumir sérfræðingar í nágrannaríkinu Suður-Kóreu áætli að Kim kunni að hafa tapað allt að tíu til tuttugu kílóum. Hong Min, greinandi við Þjóðareiningarstofnunina í Suður-Kóreu, segir að þyngdartapið bendi líklega frekar til þess að Kim hafi farið í heilsuátak en að hann þjáist af sjúkdómi. „Ef hann þjáðist af heilsubresti kæmi hann ekki fram opinberlega og stýrði þingi miðstjórnar Verkamannaflokksins,“ segir Hong og vísar til stórrar stjórnmálaráðstefnu sem stendur yfir í tvo til þrjá daga í þessari viku. Vangaveltur og orðrómar um heilsubrest Kim gengu fjöllunum hærra í fyrra þegar hann var ekki viðstaddur athöfn í tilefni af afmælisdegi afa síns, stofnanda alræðisríkisins. Þá spáðu sumir greinendur því að Kim Yo Jong, systir leiðtogans, væri næst í röðinni til að taka við af honum. Norður-Kórea Heilsa Matur Suður-Kórea Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Kim hefur verið þekktur fyrir þykja sopinn góður og reykja. Þá er létust faðir hans og afi báðir úr hjartasjúkdómum. Sérfræðingar hafa því talað um að holdafar Kim gæti aukið líkur hans á hjarta- og æðasjúkdómum. Nú virðist Kim, sem er 37 ára gamall, hafa tekið sig á því að á nýlegum myndum af honum í ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu virðast kílóin hafa fokið af honum. AP-fréttastofan segir að sumir sérfræðingar í nágrannaríkinu Suður-Kóreu áætli að Kim kunni að hafa tapað allt að tíu til tuttugu kílóum. Hong Min, greinandi við Þjóðareiningarstofnunina í Suður-Kóreu, segir að þyngdartapið bendi líklega frekar til þess að Kim hafi farið í heilsuátak en að hann þjáist af sjúkdómi. „Ef hann þjáðist af heilsubresti kæmi hann ekki fram opinberlega og stýrði þingi miðstjórnar Verkamannaflokksins,“ segir Hong og vísar til stórrar stjórnmálaráðstefnu sem stendur yfir í tvo til þrjá daga í þessari viku. Vangaveltur og orðrómar um heilsubrest Kim gengu fjöllunum hærra í fyrra þegar hann var ekki viðstaddur athöfn í tilefni af afmælisdegi afa síns, stofnanda alræðisríkisins. Þá spáðu sumir greinendur því að Kim Yo Jong, systir leiðtogans, væri næst í röðinni til að taka við af honum.
Norður-Kórea Heilsa Matur Suður-Kórea Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira