Leonard var frábær í leik fjögur þar sem Los Angeles Clippers jafnaði metin í 2-2 en gat ekki klárað leikinn eftir að hann meiddist undir lok leiksins. Leonard gerði lítið úr meiðslunum eftir leik en þau eru alvarlegri en hann lét í ljós.
Kawhi Leonard is expected to miss Game 5 against the Jazz tonight with a knee injury suffered in game 4, sources tell @ramonashelburne & me. His status for rest of series is in doubt as well.
— Brian Windhorst (@WindhorstESPN) June 16, 2021
Leonard hefur látið liðsfélaga sína vita af því að hann verði ekki með í fimmta leiknum í kvöld.
Leonard hefur verið að glíma við meiðsli í vinstri hnénu sínu en þarna er það hægra hnéð sem er að angra hann. Hann meiddist á hægra hnénu árið 2017.
Kawhi var kominn í úrslitakeppnishaminn sem hefur skilað honum NBA titlum með bæði San Antonio Spurs og Toronto Raptors.
Í þessu einvígi á móti Utah Jazz er hann með 27,3 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum.
Clippers liðið er þegar búið að missa miðherjann Serge Ibaka í bakmeiðsli en hann þurfti að fara í aðgerð.
"Without Kawhi Leonard, the Clippers are losing the series if he's out the whole way."
— First Things First (@FTFonFS1) June 16, 2021
@Chris_Broussard reacts to reports that Kawhi is expected to miss Game 5 against Jazz after suffering a knee injury in Game 4: pic.twitter.com/smhRFpzTZF