Rykský skyggði á reginrisann Betelgás Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2021 15:39 Rykský skyggði á Betelgás á þessari mynd sem var tekin með SPHERE-mælitækinu á VLT-sjónauka ESO í mars árið 2020. Stjarnan náði fyrri birtu mánuði síðar. ESO/M. Montargès og fleiri Stjörnufræðingar telja sig nú hafa leyst ráðgátuna um hvers vegna risastjarnan Betelgás dofnaði svo á næturhimninum að það var greinanlegt með berum augum. Rykský sem stjarnan sjálf spýtti frá sér skyggði á hana frá jörðinni séð. Miklar vangaveltur voru um að Betelgás í stjörnumerkinu Óríon, sem er ein skærasta stjarnan á næturhimninum, væri við það að breytast í sprengistjörnu þegar hún dofnaði verulega síðla árs 2019 og snemma árs 2020. Menn hafa ekki getað séð sprengistjörnu í Vetrarbrautinni okkar með berum augum frá því á 17. öld og því voru margir spenntir. Aðrar tilgátur um orsök þess að Betelgás dofnaði voru þó taldar sennilegra en að hún væri í dauðateygjunum. Nú hafa stjörnufræðingar staðfest eina þeirra, að rykský hafi hulið stjörnuna að hluta til, að því er segir í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). Þegar vísindamennirnir báru saman myndir sem teknar voru af Betelgás með VLT-sjónauka ESO í Atacama-eyðimörkinni í Síle í desember 2019 annars vegar og í janúar 2020 hins vegar sást að yfirborð stjörnunnar hafði dofnað umtalsvert, séstaklega suðurhluti hennar. Í apríl í fyrra hafði stjarnan náð fyrri birtu. Á þessari myndaröð sést greinilega hvernig Betelgás dofnaði í desember 2019 og fram á vor árið eftir.ESO/M. Montargès og fleiri Ryk sem verður efniviður í reikistjörnur og jafnvel líf Betelgás er svonefndur rauður reginrisi, sólstjarna sem eru um tuttugufalt massameiri en sólin okkar. Hún er svo massamikil að hún mun ljúka æviskeiði sínu sem sprengistjarna. Slíkar stjörnur eru taldar afar breytilegar að eðlisfari og yfirborð þeirra getur bjagast þegar tröllvaxnir gasbólstrar þenjast út og skreppa saman eins og í bullsjóðandi súpu innan í henni. Talið er að Betelgás hafi þeytt frá sér stórri gasbólu út í geiminn skömmu áður en hún byrjaði að dofna frá jörðu séð. Þegar hluti yfirborðs stjörnunnar kólnaði fljótlega eftir á þéttist gasið í ryk. „Við urðum vitni að myndun geimryks,“ segir Miguel Montarges, stjörnufræðingur við Stjörnuathuganastöðina í París, sem er aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Nature í dag. Rannsóknin leiðir í ljós að ryk af þessu tagi getur myndast hratt og mjög nálægt yfirborði stjörnu. „Seinna meir verður rykið sem kaldar þróaðar stjörnur kasta frá sér, eins og þeytingunni sem við urðum vitni að, að byggingareiningum reikistjarna og jafnvel lífs,“ er haft eftir Emily Cannon frá Kaþólska háskólanum í Leuven í Belgíu sem tók þátt í rannsókninni. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Mynduðu verðandi sprengistjörnu sem dofnar á næturhimninum Ein bjartasta stjarna næturhiminsins hefur dofnað merkjanleg undanfarna mánuði og hafa miklar vangaveltur verið um hvort að hún gæti verið við það að springa. 15. febrúar 2020 12:30 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Miklar vangaveltur voru um að Betelgás í stjörnumerkinu Óríon, sem er ein skærasta stjarnan á næturhimninum, væri við það að breytast í sprengistjörnu þegar hún dofnaði verulega síðla árs 2019 og snemma árs 2020. Menn hafa ekki getað séð sprengistjörnu í Vetrarbrautinni okkar með berum augum frá því á 17. öld og því voru margir spenntir. Aðrar tilgátur um orsök þess að Betelgás dofnaði voru þó taldar sennilegra en að hún væri í dauðateygjunum. Nú hafa stjörnufræðingar staðfest eina þeirra, að rykský hafi hulið stjörnuna að hluta til, að því er segir í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). Þegar vísindamennirnir báru saman myndir sem teknar voru af Betelgás með VLT-sjónauka ESO í Atacama-eyðimörkinni í Síle í desember 2019 annars vegar og í janúar 2020 hins vegar sást að yfirborð stjörnunnar hafði dofnað umtalsvert, séstaklega suðurhluti hennar. Í apríl í fyrra hafði stjarnan náð fyrri birtu. Á þessari myndaröð sést greinilega hvernig Betelgás dofnaði í desember 2019 og fram á vor árið eftir.ESO/M. Montargès og fleiri Ryk sem verður efniviður í reikistjörnur og jafnvel líf Betelgás er svonefndur rauður reginrisi, sólstjarna sem eru um tuttugufalt massameiri en sólin okkar. Hún er svo massamikil að hún mun ljúka æviskeiði sínu sem sprengistjarna. Slíkar stjörnur eru taldar afar breytilegar að eðlisfari og yfirborð þeirra getur bjagast þegar tröllvaxnir gasbólstrar þenjast út og skreppa saman eins og í bullsjóðandi súpu innan í henni. Talið er að Betelgás hafi þeytt frá sér stórri gasbólu út í geiminn skömmu áður en hún byrjaði að dofna frá jörðu séð. Þegar hluti yfirborðs stjörnunnar kólnaði fljótlega eftir á þéttist gasið í ryk. „Við urðum vitni að myndun geimryks,“ segir Miguel Montarges, stjörnufræðingur við Stjörnuathuganastöðina í París, sem er aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Nature í dag. Rannsóknin leiðir í ljós að ryk af þessu tagi getur myndast hratt og mjög nálægt yfirborði stjörnu. „Seinna meir verður rykið sem kaldar þróaðar stjörnur kasta frá sér, eins og þeytingunni sem við urðum vitni að, að byggingareiningum reikistjarna og jafnvel lífs,“ er haft eftir Emily Cannon frá Kaþólska háskólanum í Leuven í Belgíu sem tók þátt í rannsókninni.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Mynduðu verðandi sprengistjörnu sem dofnar á næturhimninum Ein bjartasta stjarna næturhiminsins hefur dofnað merkjanleg undanfarna mánuði og hafa miklar vangaveltur verið um hvort að hún gæti verið við það að springa. 15. febrúar 2020 12:30 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Mynduðu verðandi sprengistjörnu sem dofnar á næturhimninum Ein bjartasta stjarna næturhiminsins hefur dofnað merkjanleg undanfarna mánuði og hafa miklar vangaveltur verið um hvort að hún gæti verið við það að springa. 15. febrúar 2020 12:30