Fötluð kona blaut og köld á bakkanum í sjö mínútur Jakob Bjarnar og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 16. júní 2021 20:29 Margrét loksins komin ofan í laugina en það tók tíman sinn. Björk Vilhelmsdóttir Björk Vilhelmsdóttir segir aðgengismál í Breiðholtslaug til háborinnar skammar. Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi keppniskona í sundi en er nú í hjólastól, mátti bíða blaut og köld á bakka Breiðholtslaugar í heilar sjö mínútur eftir aðstoð við að komast í laugina. Ekki ætti að þurfa að segja landsmönnum af hinum norðlægu köldu áttum sem nú eru ríkjandi á Íslandi. „Aðgengismál í Breiðholtslaug eru til skammar,“ segir Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi. Hún greinir frá þessu sérstaklega á sinni Facebook-síðu fyrr í dag. Allar ábendingar hunsaðar „Þannig er að lyftan í lauginni er ætluð fólki með aðstoð, þar sem ekki er ætlast til þess að fólk bjargi sér sjálft eins og fólk með fatlanir vill gera, eins og allir aðrir,“ segir Björk og lýsir aðstæðum. En Margrét heldur heilsu sinni við með sundi að minnsta kosti 5 sinnum í viku í sinni hverfislaug. Björk ritaði forstöðumanni laugarinnar bréf í vetur þessa efnis, að aðgengismál þar væru í ólestri en það var hunsað. Björk merkir við, eða taggar eins og það heitir á netmáli, borgarstjórann Dag B. Eggertsson og Heiðu Björg Hilmisdóttur formann velferðarnefndar í þeirri von að þau taki málið upp. Og einnig Harald Þorleifsson baráttumann fyrir bættu aðgengi. Ekki bara lyftan sem er til vandræða „Það er ekki bara lyftan sem er slæm. Nýlegar gúmmímottur koma í veg fyrir að notendur hjólastóla geta keyrt upp að kalda pottinum og leikfimisrimlum sem Margrét og miklu fleiri nota til æfinga. Þá eru mottur á göngum mjög til trafala,“ segir Björg. Hún slær fram þeirri hugmynd, sem skaut upp kollinum á þeim sjö mínútum sem Margrét beið eftir aðstoð, hvort ekki væri vert að koma upp sérstöku aðgengiseftirliti í borginni, svona eins og heilbrigðis- og umhverfiseftirliti. „Ég held að slíkt gæti verið til bóta því það virðist ekki nóg að setja stefnur. Alla vega stóð ég fyrir aðgengistefnu snemma á öldinni sem sagði skýrt að starfsemi borgarinnar mætti ekki vera í óaðgengilegu húsnæði.“ Spurð hvort hún gæti farið annað Í samtali við Vísi segir Margrét sjálf að hún hafi sótt laugina í allnokkur ár og aðgengismál hafi alltaf verið til vandræða. Fyrst um sinn hafi meira að segja ekki verið nein lyfta. Hún hafi gert athugasemd við það og fengið lyftuna sem hér er til umfjöllunar, en hana getur hún ekki notað hjálparlaust. „Þegar ég nefndi það við yfirmann sundlaugarinnar sagði hann orðrétt: „Getur þú ekki bara farið í aðra sundlaug?“ Ég var fljót að svara honum til baka og sagðist ekki geta farið, því hann væri svo yndislegur,“ segir Margrét. Hún segir þó að ekki sé við starfsfólk laugarinnar að sakast, sem hún segir einfaldlega að geri henni kleift að fara í sund. „Motturnar á ganginum eru svo þykkar að alltaf þegar ég kem þá þarf starfsfólkið að vera að færa þær til og frá, og fer eflaust langt út fyrir sitt starfssvið. Það er ekki starfsfólkið sem er vandamálið,“ segir Margrét sem hefur farið víða þau 15 ár sem hún hefur stuðst við hjólastól, en aldrei séð lyftu líka þeirri í Breiðholtslaug. „Þetta er hundleiðinlegur fjandi.“ Sundlaugar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sumarið svíkur Íslendinga Klárlega einn mesti kuldi af þessum toga í áraraðir, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 15. júní 2021 10:06 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi keppniskona í sundi en er nú í hjólastól, mátti bíða blaut og köld á bakka Breiðholtslaugar í heilar sjö mínútur eftir aðstoð við að komast í laugina. Ekki ætti að þurfa að segja landsmönnum af hinum norðlægu köldu áttum sem nú eru ríkjandi á Íslandi. „Aðgengismál í Breiðholtslaug eru til skammar,“ segir Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi. Hún greinir frá þessu sérstaklega á sinni Facebook-síðu fyrr í dag. Allar ábendingar hunsaðar „Þannig er að lyftan í lauginni er ætluð fólki með aðstoð, þar sem ekki er ætlast til þess að fólk bjargi sér sjálft eins og fólk með fatlanir vill gera, eins og allir aðrir,“ segir Björk og lýsir aðstæðum. En Margrét heldur heilsu sinni við með sundi að minnsta kosti 5 sinnum í viku í sinni hverfislaug. Björk ritaði forstöðumanni laugarinnar bréf í vetur þessa efnis, að aðgengismál þar væru í ólestri en það var hunsað. Björk merkir við, eða taggar eins og það heitir á netmáli, borgarstjórann Dag B. Eggertsson og Heiðu Björg Hilmisdóttur formann velferðarnefndar í þeirri von að þau taki málið upp. Og einnig Harald Þorleifsson baráttumann fyrir bættu aðgengi. Ekki bara lyftan sem er til vandræða „Það er ekki bara lyftan sem er slæm. Nýlegar gúmmímottur koma í veg fyrir að notendur hjólastóla geta keyrt upp að kalda pottinum og leikfimisrimlum sem Margrét og miklu fleiri nota til æfinga. Þá eru mottur á göngum mjög til trafala,“ segir Björg. Hún slær fram þeirri hugmynd, sem skaut upp kollinum á þeim sjö mínútum sem Margrét beið eftir aðstoð, hvort ekki væri vert að koma upp sérstöku aðgengiseftirliti í borginni, svona eins og heilbrigðis- og umhverfiseftirliti. „Ég held að slíkt gæti verið til bóta því það virðist ekki nóg að setja stefnur. Alla vega stóð ég fyrir aðgengistefnu snemma á öldinni sem sagði skýrt að starfsemi borgarinnar mætti ekki vera í óaðgengilegu húsnæði.“ Spurð hvort hún gæti farið annað Í samtali við Vísi segir Margrét sjálf að hún hafi sótt laugina í allnokkur ár og aðgengismál hafi alltaf verið til vandræða. Fyrst um sinn hafi meira að segja ekki verið nein lyfta. Hún hafi gert athugasemd við það og fengið lyftuna sem hér er til umfjöllunar, en hana getur hún ekki notað hjálparlaust. „Þegar ég nefndi það við yfirmann sundlaugarinnar sagði hann orðrétt: „Getur þú ekki bara farið í aðra sundlaug?“ Ég var fljót að svara honum til baka og sagðist ekki geta farið, því hann væri svo yndislegur,“ segir Margrét. Hún segir þó að ekki sé við starfsfólk laugarinnar að sakast, sem hún segir einfaldlega að geri henni kleift að fara í sund. „Motturnar á ganginum eru svo þykkar að alltaf þegar ég kem þá þarf starfsfólkið að vera að færa þær til og frá, og fer eflaust langt út fyrir sitt starfssvið. Það er ekki starfsfólkið sem er vandamálið,“ segir Margrét sem hefur farið víða þau 15 ár sem hún hefur stuðst við hjólastól, en aldrei séð lyftu líka þeirri í Breiðholtslaug. „Þetta er hundleiðinlegur fjandi.“
Sundlaugar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sumarið svíkur Íslendinga Klárlega einn mesti kuldi af þessum toga í áraraðir, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 15. júní 2021 10:06 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sumarið svíkur Íslendinga Klárlega einn mesti kuldi af þessum toga í áraraðir, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 15. júní 2021 10:06