„Við getum leitað annarra leiða til þess að laga þetta heldur en að drepa kettina“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. júní 2021 18:58 Nadía Lóa, Sveinborg og Róbert Sölvi. ARNAR HALLDÓRSSON Eigendur læðu sem nýlega eignaðist kettlinga telja að eitrað hafi verið fyrir henni með því að gefa henni frostlög. Þeir segja önnur svipuð tilvik hafa komið upp í nágrenninu, nánar tiltekið smáíbúðahverfinu. Kiwi var tæplega þriggja ára gömul læða sem skilur eftir sig fjóra kettlinga. Í gærmorgun tók fjölskyldan eftir því að hún var orðin slöpp og ólík sér. Þegar leið á daginn fór henni að versna og var tekin ákvörðun um að fara með hana til dýralæknis í rannsóknir. „Síðan er hringt í okkur rétt fyrir klukkan fjögur og sagt að hún sé komin það langt í nýrnabilun að hún muni að öllum líkindum ekki lifa nóttina af og mælt með að hún verði svæfð þann daginn,“ sagði Sveinborg Hafliðadóttir. Kiwi var tæplega þriggja ára.AÐSEND Allt bendir til þess að læðan hafi innbyrt frostlög og var hún svæfð. Dýralæknir tjáði fjölskyldunni að líklegast hafi einhver sprautað frostleginum í fisk. „Sem lokkar kettina að. Hann er tiltölulega sætur, frostlögurinn, þannig að þau finna ekki eitthvað beiskt eða vont bragð þannig að þau borða þetta bara óhikað.“ Sveinborg segir að þegar slíkt sé uppi sé um einbeittan brotavilja að ræða. Fjölskyldan vakti athygli á þessu í Facebook hópi hverfisins. Ljóst er af athugasemdum að þetta virðist ekki í fyrsta sinn sem sambærilegur atburður gerist í hverfinu. „Fólk bara áttar sig ekki á því hver hugsar sér að gera svona hluti til að byrja með. Svo hafa nokkrir í sömu götu og við verið að lýsa sams konar málum,“ segir Sveinborg. Kettlingarnir fjórir eru vægast sagt krúttlegir.AÐSEND Fyrir tveimur árum bárust ítrekaðar fréttir af frostlögseitrun í Hveragerði eftir að margir kettir og hundar drápust þar. Sveinborg segir kattareigendur meðvitaða um varptíma fugla og að eigendur geri það sem þeir geti til að lágmarka þann skaða sem kettir geta valdið fuglalífi. „Ég held að flestir kattareigendur geri það sem þeir geti til að bjarga fuglunum. Þeir eru með svona trúðahringi og bjöllur og allskonar en þetta er bara í þeirra eðli þannig það er erfitt að ná þessu úr þeim. Við getum leitað annarra leiða til þess að laga þetta heldur en að drepa kettina.“ Dýr Gæludýr Reykjavík Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Kiwi var tæplega þriggja ára gömul læða sem skilur eftir sig fjóra kettlinga. Í gærmorgun tók fjölskyldan eftir því að hún var orðin slöpp og ólík sér. Þegar leið á daginn fór henni að versna og var tekin ákvörðun um að fara með hana til dýralæknis í rannsóknir. „Síðan er hringt í okkur rétt fyrir klukkan fjögur og sagt að hún sé komin það langt í nýrnabilun að hún muni að öllum líkindum ekki lifa nóttina af og mælt með að hún verði svæfð þann daginn,“ sagði Sveinborg Hafliðadóttir. Kiwi var tæplega þriggja ára.AÐSEND Allt bendir til þess að læðan hafi innbyrt frostlög og var hún svæfð. Dýralæknir tjáði fjölskyldunni að líklegast hafi einhver sprautað frostleginum í fisk. „Sem lokkar kettina að. Hann er tiltölulega sætur, frostlögurinn, þannig að þau finna ekki eitthvað beiskt eða vont bragð þannig að þau borða þetta bara óhikað.“ Sveinborg segir að þegar slíkt sé uppi sé um einbeittan brotavilja að ræða. Fjölskyldan vakti athygli á þessu í Facebook hópi hverfisins. Ljóst er af athugasemdum að þetta virðist ekki í fyrsta sinn sem sambærilegur atburður gerist í hverfinu. „Fólk bara áttar sig ekki á því hver hugsar sér að gera svona hluti til að byrja með. Svo hafa nokkrir í sömu götu og við verið að lýsa sams konar málum,“ segir Sveinborg. Kettlingarnir fjórir eru vægast sagt krúttlegir.AÐSEND Fyrir tveimur árum bárust ítrekaðar fréttir af frostlögseitrun í Hveragerði eftir að margir kettir og hundar drápust þar. Sveinborg segir kattareigendur meðvitaða um varptíma fugla og að eigendur geri það sem þeir geti til að lágmarka þann skaða sem kettir geta valdið fuglalífi. „Ég held að flestir kattareigendur geri það sem þeir geti til að bjarga fuglunum. Þeir eru með svona trúðahringi og bjöllur og allskonar en þetta er bara í þeirra eðli þannig það er erfitt að ná þessu úr þeim. Við getum leitað annarra leiða til þess að laga þetta heldur en að drepa kettina.“
Dýr Gæludýr Reykjavík Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira