Spilum bara körfubolta og útkljáum þetta á vellinum Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júní 2021 22:29 Lárus Jónsson ræðir hér við Callum Lawson í leiknum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Lárus Jónsson var rólegheitin uppmáluð eftir sigur Þórs frá Þorlákshöfn gegn Keflavík í kvöld. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru 1-0 yfir í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Lárus Jónsson var rólegheitin uppmáluð eftir sigur Þórs frá Þorlákshöfn gegn Keflavík í kvöld. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru 1-0 yfir í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. „Þessi sigur telur ekki neitt nema við vinnum á laugardaginn. Núna er það okkar að ná í sigur, pressan er á okkur að vinna á heimavelli,“ sagði Lárus í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. Varnarleikur Þórsara í fyrri hálfleik var algjörlega frábær. Þeir héldu deildarmeisturum Keflavíkur í 30 stigum og sérstaklega spilaði Ragnar Örn Bragason góða vörn gegn Herði Axel Vilhjálmssyni sem átti erfitt uppdráttar. „Raggi stóð sig mjög vel í einn á einn vörninni og í raun og veru allt liðið, það kannski ber mest á honum því hann er að dekka Hössa sem er mest með boltann.“ „Mér fannst við samt í 2-3 skipti vera að leka körfum, þeir ná boltanum á Deane Williams og þar eigum við að verja hringinn. Svo vorum við að missa þá tvisvar í sóknarfrákast eftir víti.“ Aðspurður hvort hann væri samt ekki ánægður með varnarleikinn í heild sinni var Lárus ekkert að lyfta sér of mikið frá jörðinni. „Sæmilega ánægður, maður má samt ekki missa frákast í vítum. Þetta er bara grundvallaratriði að stíga út, það þurfa bara tveir að stíga út Milka og einhver annar að hirða frákastið. Við erum í úrslitum þannig að þetta má ekki gerast aftur.“ Barátta Dominykas Milka og Adomas Drungilas var áhugaverð en þessir tveir Litháar háðu skemmtilega baráttu í kvöld. „Það er gaman að sjá þá kljást. Ég vona að það sé ekki eitthvað markmið hjá Keflavík að ná honum út úr húsinu. Spilum bara körfubolta.“ „Það er einn maður sem kemur inn á völlinn og gefur honum olnboga í andlitið, honum var hent út úr húsi. Spilum bara körfubolta.“ Þarna á Lárus við atvikið þegar Arnór Sveinsson, leikmaður Keflavíkur, var rekinn út úr húsi fyrir að gefa Drungilas olnbogaskot. Dómararnir fóru í skjáinn og ráku Arnór út af sem líklegast var réttur dómur. „Adomas, eða litáíska ljúfmennið eins og ég kalla hann, er hér til að spila körfubolta. Hann er hér til að spila við Milka og útkljáum þetta bara á vellinum,“ sagði Lárus að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 73-91 | Þórsarar með forystu eftir sigur suður með sjó Þór frá Þorlákshöfn er komið í 1-0 í einvíginu við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Sigur þeirra var öruggur og deildarmeistarar Keflavíkur áttu einn sinn slakasta leik á tímabilinu. 16. júní 2021 22:00 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Sjá meira
Lárus Jónsson var rólegheitin uppmáluð eftir sigur Þórs frá Þorlákshöfn gegn Keflavík í kvöld. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru 1-0 yfir í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. „Þessi sigur telur ekki neitt nema við vinnum á laugardaginn. Núna er það okkar að ná í sigur, pressan er á okkur að vinna á heimavelli,“ sagði Lárus í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. Varnarleikur Þórsara í fyrri hálfleik var algjörlega frábær. Þeir héldu deildarmeisturum Keflavíkur í 30 stigum og sérstaklega spilaði Ragnar Örn Bragason góða vörn gegn Herði Axel Vilhjálmssyni sem átti erfitt uppdráttar. „Raggi stóð sig mjög vel í einn á einn vörninni og í raun og veru allt liðið, það kannski ber mest á honum því hann er að dekka Hössa sem er mest með boltann.“ „Mér fannst við samt í 2-3 skipti vera að leka körfum, þeir ná boltanum á Deane Williams og þar eigum við að verja hringinn. Svo vorum við að missa þá tvisvar í sóknarfrákast eftir víti.“ Aðspurður hvort hann væri samt ekki ánægður með varnarleikinn í heild sinni var Lárus ekkert að lyfta sér of mikið frá jörðinni. „Sæmilega ánægður, maður má samt ekki missa frákast í vítum. Þetta er bara grundvallaratriði að stíga út, það þurfa bara tveir að stíga út Milka og einhver annar að hirða frákastið. Við erum í úrslitum þannig að þetta má ekki gerast aftur.“ Barátta Dominykas Milka og Adomas Drungilas var áhugaverð en þessir tveir Litháar háðu skemmtilega baráttu í kvöld. „Það er gaman að sjá þá kljást. Ég vona að það sé ekki eitthvað markmið hjá Keflavík að ná honum út úr húsinu. Spilum bara körfubolta.“ „Það er einn maður sem kemur inn á völlinn og gefur honum olnboga í andlitið, honum var hent út úr húsi. Spilum bara körfubolta.“ Þarna á Lárus við atvikið þegar Arnór Sveinsson, leikmaður Keflavíkur, var rekinn út úr húsi fyrir að gefa Drungilas olnbogaskot. Dómararnir fóru í skjáinn og ráku Arnór út af sem líklegast var réttur dómur. „Adomas, eða litáíska ljúfmennið eins og ég kalla hann, er hér til að spila körfubolta. Hann er hér til að spila við Milka og útkljáum þetta bara á vellinum,“ sagði Lárus að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 73-91 | Þórsarar með forystu eftir sigur suður með sjó Þór frá Þorlákshöfn er komið í 1-0 í einvíginu við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Sigur þeirra var öruggur og deildarmeistarar Keflavíkur áttu einn sinn slakasta leik á tímabilinu. 16. júní 2021 22:00 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 73-91 | Þórsarar með forystu eftir sigur suður með sjó Þór frá Þorlákshöfn er komið í 1-0 í einvíginu við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Sigur þeirra var öruggur og deildarmeistarar Keflavíkur áttu einn sinn slakasta leik á tímabilinu. 16. júní 2021 22:00