Höfuðverkurinn varðandi íslenska markið: Seinni hluti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2021 23:00 Cecilía Rán í vináttulandsleik gegn Ítalíu. Gabriele Maltinti/Getty Images Svo gæti verið að Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, fái sama höfuðverk og kollegi sinn Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðsins, þegar kemur að því að velja aðalmarkvörð fyrir komandi verkefni. Fyrr í dag var farið yfir hversu erfitt Arnar Þór gæti átt með að velja aðalmarkvörð fyrir komandi landsleiki í haust. Þorsteinn gæti nú átt við sama vandamál að glíma. Staða markvarðar íslenska kvennalandsliðsins hefur vanalega verið neglt niður í stein. Frá árunum 2009 til 2019 var Guðbjörg Gunnarsdóttir aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. Þá þurfti hún frá að hverfa tímabundið sökum barnsburðar. Guðbjörg Gunnarsdóttir með tvíburana sína, Oliviu og William.Instagram/@guggag Hin 36 ára gamla Guðbjörg á að baki 64 A-landsleiki og er komin aftur af stað eftir að hafa eignast tvíbura. Hún leikur með Arna-Bjørnar í norsku úrvalsdeildinni. Þorsteinn hefur ekki enn valið þennan þaulreynda markvörð í verkefni landsliðsins en hún er tilbúin ef kallið kemur og ljóst að verður erfitt að horfa framhjá henni ef hún spilar vel í vetur. Guðbjörgu til halds og trausts voru undanfarin ár þær Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, og Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks. Sandra tók við stöðunni er Guðbjörg fór í barneignarleyfi og stóð til að mynda í marki liðsins í undankeppni EM sem fram fer næsta sumar í Englandi. Sonný Lára, sem spilaði alls sjö A-landsleiki, lagði skóna á hilluna síðasta vetur og því ljóst að strax yrðu einhverjar sviptingar í málum íslensku landsliðsmarkvarðanna. Sandra grípur inn í gegn Írlandi á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Sandra er hins vegar orðin 34 ára gömul. Þar með er ljóst að hún og Guðbjörg eru ekki að fara standa í marki Íslands næstu árin. Það gæti hins vegar Cecilía Rán Rúnarsdóttir gert. Cecilía Rán er þrátt fyrir ungan aldur með mikla reynslu en hún er aðeins 17 ára gömul. Hún á að baki tvö tímabil með Fylki í efstu deild og er nú í herbúðum Örebro í Svíþjóð. Eftir yfirstandandi tímabil mun hún svo ganga til liðs við Everton á Englandi. Cecilía var þrátt fyrir ungan aldur einn besti markvörður Pepsi Max deildarinnar og ef hún fær nægilega mikinn spilatíma í Svíþjóð gæti verið að hún hrifsi stöðuna til sín og fagni 18 ára afmæli sínu með því að spila á EM. Hún hefur verið hluti af báðum landsliðsverkefnum A-landsliðsins undir stjórn Þorsteins. Spilaði hún til að mynda í 2-0 sigrinum á Írlandi á Laugardalsvelli nýverið. Hún á þó enn eftir að spila alvöru mótsleik fyrir Ísland. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var í síðasta landsliðshópi Íslands. Auður er sem stendur á láni hjá ÍBV í Pepsi Max deildinni en hún er samningsbundin Val. Hún er ekki orðin tvítug svo hún gæti verið hluti af landsliðinu næstu árin. Auður á enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik en hún á að baki 21 landsleik fyrir yngri lið Íslands. Þá var Telma Ívarsdóttir hluti af fyrsta landsliðsverkefni Þorsteins sem og hún hefur fyllt skarðið sem Sonný Lára skildi eftir sig hjá Íslandsmeisturum Breiðabliks. Telma verður 22 ára á þessu ári og hefur ekki enn spilað A-landsleik. Hún á hins vegar að baki 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins.Vísir/Hulda Margrét Sama hvaða Þorsteinn ákveður að gera er ljóst að hann hefur úr fjölda markvarða að velja úr, bæði mjög reynslumiklum sem og mjög efnilegum. Það er alveg ljóst að Ísland er ekki á flæðiskeri statt þegar kemur að markvörðum næstu árin. Taka skal fram að pistillinn hér að ofan er aðeins skoðun blaðamanns en ekki íþróttadeildar Vísis í heild. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
Fyrr í dag var farið yfir hversu erfitt Arnar Þór gæti átt með að velja aðalmarkvörð fyrir komandi landsleiki í haust. Þorsteinn gæti nú átt við sama vandamál að glíma. Staða markvarðar íslenska kvennalandsliðsins hefur vanalega verið neglt niður í stein. Frá árunum 2009 til 2019 var Guðbjörg Gunnarsdóttir aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. Þá þurfti hún frá að hverfa tímabundið sökum barnsburðar. Guðbjörg Gunnarsdóttir með tvíburana sína, Oliviu og William.Instagram/@guggag Hin 36 ára gamla Guðbjörg á að baki 64 A-landsleiki og er komin aftur af stað eftir að hafa eignast tvíbura. Hún leikur með Arna-Bjørnar í norsku úrvalsdeildinni. Þorsteinn hefur ekki enn valið þennan þaulreynda markvörð í verkefni landsliðsins en hún er tilbúin ef kallið kemur og ljóst að verður erfitt að horfa framhjá henni ef hún spilar vel í vetur. Guðbjörgu til halds og trausts voru undanfarin ár þær Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, og Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks. Sandra tók við stöðunni er Guðbjörg fór í barneignarleyfi og stóð til að mynda í marki liðsins í undankeppni EM sem fram fer næsta sumar í Englandi. Sonný Lára, sem spilaði alls sjö A-landsleiki, lagði skóna á hilluna síðasta vetur og því ljóst að strax yrðu einhverjar sviptingar í málum íslensku landsliðsmarkvarðanna. Sandra grípur inn í gegn Írlandi á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Sandra er hins vegar orðin 34 ára gömul. Þar með er ljóst að hún og Guðbjörg eru ekki að fara standa í marki Íslands næstu árin. Það gæti hins vegar Cecilía Rán Rúnarsdóttir gert. Cecilía Rán er þrátt fyrir ungan aldur með mikla reynslu en hún er aðeins 17 ára gömul. Hún á að baki tvö tímabil með Fylki í efstu deild og er nú í herbúðum Örebro í Svíþjóð. Eftir yfirstandandi tímabil mun hún svo ganga til liðs við Everton á Englandi. Cecilía var þrátt fyrir ungan aldur einn besti markvörður Pepsi Max deildarinnar og ef hún fær nægilega mikinn spilatíma í Svíþjóð gæti verið að hún hrifsi stöðuna til sín og fagni 18 ára afmæli sínu með því að spila á EM. Hún hefur verið hluti af báðum landsliðsverkefnum A-landsliðsins undir stjórn Þorsteins. Spilaði hún til að mynda í 2-0 sigrinum á Írlandi á Laugardalsvelli nýverið. Hún á þó enn eftir að spila alvöru mótsleik fyrir Ísland. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var í síðasta landsliðshópi Íslands. Auður er sem stendur á láni hjá ÍBV í Pepsi Max deildinni en hún er samningsbundin Val. Hún er ekki orðin tvítug svo hún gæti verið hluti af landsliðinu næstu árin. Auður á enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik en hún á að baki 21 landsleik fyrir yngri lið Íslands. Þá var Telma Ívarsdóttir hluti af fyrsta landsliðsverkefni Þorsteins sem og hún hefur fyllt skarðið sem Sonný Lára skildi eftir sig hjá Íslandsmeisturum Breiðabliks. Telma verður 22 ára á þessu ári og hefur ekki enn spilað A-landsleik. Hún á hins vegar að baki 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins.Vísir/Hulda Margrét Sama hvaða Þorsteinn ákveður að gera er ljóst að hann hefur úr fjölda markvarða að velja úr, bæði mjög reynslumiklum sem og mjög efnilegum. Það er alveg ljóst að Ísland er ekki á flæðiskeri statt þegar kemur að markvörðum næstu árin. Taka skal fram að pistillinn hér að ofan er aðeins skoðun blaðamanns en ekki íþróttadeildar Vísis í heild.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira