Stefán Rafn Sigurmannsson var ekki með í fyrri leiknum vegna meiðsla og þá var Brynjólfur Snær Brynjólfsson lítið sem ekkert með í 32-29 tapinu á Hlíðarenda. Það er enn alls óvíst hvort þeir verði með í kvöld.
„Það kemur bara í ljós í upphitun,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka er Vísir spurði hann út í stöðu leikmannana.
„Þetta var hörkuleikur, mikill hraði, góður handboltaleikur. Sáum nokkra hluti sem þarf að gera betur, bæði varnarlega og sóknarlega. Það er eitthvað sem við höfum verið að vinna í síðustu daga,“ sagði Aron að lokum aðspurður út í hvort Haukarnir þyrftu að gera eitthvað öðruvísi í kvöld eftir að hafa tapað á Hlíðarenda.
Leikur Hauka og Vals er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 18.45 og leikurinn sjálfur svo 19.30. Leikurinn verður svo gerður upp í Seinni bylgjunni að honm loknum.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.