Ferðamennirnir miður sín og í farsóttarhúsi Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2021 18:41 Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis. Vísir/Arnar Ferðamenn sem greindust með Delta-afbrigði kórónuveirunnar í vikunni eru miður sín, að sögn yfirlæknis. Þá beri að hafa í huga fyrir veisluhöld helgarinnar að stór hluti yngri aldurshópa sé aðeins hálfvarinn. Ferðamennirnir komu til landsins frá Mið-Austurlöndum í byrjun mánaðar, voru fullbólusettir og greindust neikvæðir í sýnatöku við komuna hingað. Þeir reyndust svo jákvæðir fyrir veirunni við skimun fyrir brottför á þriðjudag - og raðgreining leiddi í ljós að um var að ræða hið sérstaklega smitbæra Delta-afbrigði frá Indlandi. „Gisting og annað í þeirra ferðalagi var þannig háttað að þau höfðu mjög lítil samskipti við aðra, sem betur fer,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis. „Þannig að það passar við tímasetningin að þau hafi líklega smitast rétt fyrir eða á ferðalaginu.“ Fólkið verður í einangrun í farsóttarhúsi í fjórtán daga. „Þau voru bara miður sín greyið fólkið og kom þeim mjög á óvart,“ segir Guðrún. Mikið partístand í vændum Helgin sem nú fer í hönd verður að öllum líkindum lituð miklum veisluhöldum en þúsundir verða brautskráðar frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík á morgun. Guðrún bendir á að þó að bólusetning sé annað hvort hafin eða henni lokið hjá samtals um 67 prósent fólks á aldrinum 16-29 ára, sem líklegast verður fyrirferðarmikill hópur í veisluhöldum helgarinnar, sé ein sprauta í flestum tilvikum ekki næg vörn. „En til dæmis eru nýjar rannsóknir varðandi þetta Delta-afbrigði sem sýna það að það er góð vörn eftir tvær bólusetningar, þetta voru rannsóknir með Pfizer og AstraZeneca-bóluefninu, en það var ekki mjög góð vörn eftir bara eina sprautu.“ Þá hafi yngri kynslóðir ekki mætt jafnvel í bólusetningar og eldri hópar en Guðrún hvetur alla eindreigið til þess að mæta. Þá sé mælt með því að fólk fari varlega um helgina. „Það er ástæða fyrir því að það var ekki aflétt frekar á þessum tíma en var gert en þetta gildir bara í smá tíma, tvær vikur í viðbót,“ segir Guðrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05 Tveir greindust utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru þeir utan sóttkvíar. 16. júní 2021 11:14 Partýsprengja um helgina Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. 18. júní 2021 10:15 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Ferðamennirnir komu til landsins frá Mið-Austurlöndum í byrjun mánaðar, voru fullbólusettir og greindust neikvæðir í sýnatöku við komuna hingað. Þeir reyndust svo jákvæðir fyrir veirunni við skimun fyrir brottför á þriðjudag - og raðgreining leiddi í ljós að um var að ræða hið sérstaklega smitbæra Delta-afbrigði frá Indlandi. „Gisting og annað í þeirra ferðalagi var þannig háttað að þau höfðu mjög lítil samskipti við aðra, sem betur fer,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis. „Þannig að það passar við tímasetningin að þau hafi líklega smitast rétt fyrir eða á ferðalaginu.“ Fólkið verður í einangrun í farsóttarhúsi í fjórtán daga. „Þau voru bara miður sín greyið fólkið og kom þeim mjög á óvart,“ segir Guðrún. Mikið partístand í vændum Helgin sem nú fer í hönd verður að öllum líkindum lituð miklum veisluhöldum en þúsundir verða brautskráðar frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík á morgun. Guðrún bendir á að þó að bólusetning sé annað hvort hafin eða henni lokið hjá samtals um 67 prósent fólks á aldrinum 16-29 ára, sem líklegast verður fyrirferðarmikill hópur í veisluhöldum helgarinnar, sé ein sprauta í flestum tilvikum ekki næg vörn. „En til dæmis eru nýjar rannsóknir varðandi þetta Delta-afbrigði sem sýna það að það er góð vörn eftir tvær bólusetningar, þetta voru rannsóknir með Pfizer og AstraZeneca-bóluefninu, en það var ekki mjög góð vörn eftir bara eina sprautu.“ Þá hafi yngri kynslóðir ekki mætt jafnvel í bólusetningar og eldri hópar en Guðrún hvetur alla eindreigið til þess að mæta. Þá sé mælt með því að fólk fari varlega um helgina. „Það er ástæða fyrir því að það var ekki aflétt frekar á þessum tíma en var gert en þetta gildir bara í smá tíma, tvær vikur í viðbót,“ segir Guðrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05 Tveir greindust utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru þeir utan sóttkvíar. 16. júní 2021 11:14 Partýsprengja um helgina Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. 18. júní 2021 10:15 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05
Tveir greindust utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru þeir utan sóttkvíar. 16. júní 2021 11:14
Partýsprengja um helgina Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. 18. júní 2021 10:15