Sagt upp 64 ára eftir 20 ár í starfi Snorri Másson skrifar 18. júní 2021 18:35 Einkaaðilar tóku nýlega við rekstri hjúkrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri. Akureyrarbær Sextíu og fjögurra ára gamalli konu með 20 ára starfsreynslu var sagt upp störfum á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri á dögunum, en ætla má að uppsögnin sé liður í hagræðingaraðgerðum nýrra rekstraraðila heimilisins, sem tóku við fyrir skemmstu. Reksturinn var einkavæddur í apríl og nýr rekstraraðili, Heilsuvernd Hjúkrunarheimili ehf., tók við. Þar með lét Akureyrarbær af rekstri heimilisins og útvistaði honum til Heilsuverndar. Starfskrafta umræddrar konu er ekki óskað meðan á sex mánaða uppsagnarfrestinum stendur, en hún fær hann allan greiddan. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar, sem undirritaði samninginn við Heilsuvernd um rekstur hjúkrunarheimilisins, sagði í viðtali við N4 í apríl að gera mætti ráð fyrir að rekstrarkostnaðurinn myndi lækka töluvert eftir því sem nýir starfsmenn yrðu ráðnir inn á nýjum samningum. Drífa Snædal forseti ASÍ segir frá uppsögninni á Facebook-síðu sinni og gagnrýnir um leið ráðstöfun Heilsuverndar. „Heilsuvernd Hjúkrunarheimili ehf. eru tekin við rekstrinum á Hlíð á Akureyri og tvínóna ekki við hlutina. 64 ára gömul kona sem hefur starfað á hjúkrunarheimilinu í 20 fékk sent þetta bréf. Svei þeim og svei arðvæðingunni! Nú á að losa sig við “dýra” starfsfólkið og ná “hagræðingu”. Starfsfólkið er fyrst til að taka skellinn, þetta líðst með vitund og vilja ríkis og sveitarfélagsins!“ Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, sagði í viðtali við Vísi í maí að ljóst væri að nýir samningar yrðu ólíkir fyrri samningunum, en sagði meininguna ekki þá að breyta þeim eitthvað stórkostlega. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) og stéttarfélagsins Einingar-Iðju, sem er stéttarfélag flestra starfsmanna Öldrunarheimilanna, gagnrýndi orð bæjarstjórans á sínum tíma og þótti þau vond skilaboð inn í samningaviðræður sem ekki voru hafnar. Hjúkrunarheimili Akureyri Vinnumarkaður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Reksturinn var einkavæddur í apríl og nýr rekstraraðili, Heilsuvernd Hjúkrunarheimili ehf., tók við. Þar með lét Akureyrarbær af rekstri heimilisins og útvistaði honum til Heilsuverndar. Starfskrafta umræddrar konu er ekki óskað meðan á sex mánaða uppsagnarfrestinum stendur, en hún fær hann allan greiddan. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar, sem undirritaði samninginn við Heilsuvernd um rekstur hjúkrunarheimilisins, sagði í viðtali við N4 í apríl að gera mætti ráð fyrir að rekstrarkostnaðurinn myndi lækka töluvert eftir því sem nýir starfsmenn yrðu ráðnir inn á nýjum samningum. Drífa Snædal forseti ASÍ segir frá uppsögninni á Facebook-síðu sinni og gagnrýnir um leið ráðstöfun Heilsuverndar. „Heilsuvernd Hjúkrunarheimili ehf. eru tekin við rekstrinum á Hlíð á Akureyri og tvínóna ekki við hlutina. 64 ára gömul kona sem hefur starfað á hjúkrunarheimilinu í 20 fékk sent þetta bréf. Svei þeim og svei arðvæðingunni! Nú á að losa sig við “dýra” starfsfólkið og ná “hagræðingu”. Starfsfólkið er fyrst til að taka skellinn, þetta líðst með vitund og vilja ríkis og sveitarfélagsins!“ Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, sagði í viðtali við Vísi í maí að ljóst væri að nýir samningar yrðu ólíkir fyrri samningunum, en sagði meininguna ekki þá að breyta þeim eitthvað stórkostlega. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) og stéttarfélagsins Einingar-Iðju, sem er stéttarfélag flestra starfsmanna Öldrunarheimilanna, gagnrýndi orð bæjarstjórans á sínum tíma og þótti þau vond skilaboð inn í samningaviðræður sem ekki voru hafnar.
Hjúkrunarheimili Akureyri Vinnumarkaður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira